Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 15
gjörva þjónustu vændiskvenna, kynlífs-
djöfla og eiturlyfjakónga. Það kemur því
mörgum á óvart aö þetta synduga hverfi
skuli geyma vel sótt tónleikahús og leik-
hús þar sem vinsælir söngleikir á borö
við Cats og Óperudrauginn (Phantom of
the Opera) eru fluttir viö fádæma vin-
sældir. Erótískt málverkasafn, sem hefur
aö geyma um 1.200 erótísk myndverk,
er í St. Pauh, en þaö er aðeins eitt fjölda
listasafna í Hamborg. Reyndar þrífst
blómlegt menningarlíf ekki aðeins í St.
Pauli heldur víöa í borginni og sækja má
óperuuppfærslur, balletsýningar og
framsæknar leiksýningar svo fátt eitt sé
nefnt. Ef til vill er þaö menningarborgin
Hamborg sem kemur aökomumannin-
um hvað mest á óvart.
Hafnarsvæðið enn miðpunktur
Það má þó ekki gleyma því að hafnar-
svæöiö er miðpunktur athafnaUfsins og
hefur enn mikiö aödráttarafl. Andstætt
því sem margir álíta liggur höfnin ekki
aö sjó, heldur er staðsett um 100 kíló-
metra inn í landið við ána Saxelfur (Elbe)
sem gengur í Norðursjó. Engin höfn er
stærii í Þýskalandi og þar mætast marg-
ir ólíkir heimar. Köhlbrand-brúin tengir
saman austur- og vesturhluta hafnar-
svæðisins, en hún er gífurlega mikið
mannvirki, nokkurra kílómetra löng og
hangir miðjuhlutí. hennar á nær tíu tug-
um stálvíra. Brúin var byggö fyrir
nokkrum árum til aö mæta strangari
kröfum markaðarins, sem er í stöðugri
þróun, og eftir fall kommúnismans opn-
uðust leiðir til austurs, sem Hamborg
hefur hagnast verulega á. Heillandi eru
gömlu vöruhúsin í Fríhöfninni (Freihaf-
en), sem voru ein fárra húsa sem sluppu
rmdan sprengjuregni bandamanna í síð-
aii heimsstyrjöldinni. Þaðan hggur ang-
an frá öhum heimshornum og þar eru
geymd sýnishorn af öllu því besta sem
framleitt er í hehninum. Hafnarsvæðið er
þess virði að skoða, hvort sem farið er í
bátsferð eða aðeins gengið um.
Fyrir ferðamenn hefur Hamborg marga
kostí. Borgin sjálf hefur upp á margt að
bjóða en ekki síst opnar hún dyr fjölda
annarra áfangastaða, enda samgöngu-
kerfið til og fráborginni afar gott, og
ekki þarf langt að aka til að komast í
snertingu við blíðlega náttúru Norður-
Evrópu. Mörgum þykir það þó megin-
kostur hennar að vandalaust er að fjar-
lægjast skarkala borgarinnar og skilja
verslunarhverfin fínu að baki til að heim-
sækja vinsælar baðstrendur og útivistar-
svæði sem liggja í örskotsfjarlægð við
Eystrasaltið og Norðursjó.
Heimsmynd / ágúst - september (l5