Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 13
Helgi Felixson, kvilonyntla
gerðarmaður.
V
sem Kristmann hlaut hér á landi fjallaði mikið
til um hann sem persónu en minna um bæk-
ur hans.“ Og Helgi tekur dæmi úr skrifum
Mánudagsblaðsins: „Kristmann Guðmunds-
son er nú að lesa í útvarpinu bók, Gyðjan og
uxinn, og það sýnir fadæma skort á hugarflugi
að forráðamenn útvarpsins skuli velja þessa
bók og þennan höfund til umfjöllunar. Hvort
tveggja er margþvælt, bæði maður og bók því
bókin er löngu komin út og í allra, eða flestra,
þeirra höndum sem á annað borð kæra sig
um þessar bláþráðu frásagnir Kiistmanns og
stórmennskulega rödd hans... Eg býst við að
margir sem þetta lesa hafi séð Rristmann.
Hann er vörpulegur maður þegar hann geng-
ur á götunni. Hann er eins og dálítið fjall sé að
færa sig úr stað. Hann gengur hægt og silalega
og næstum letilega en út úr hverri hreyfingu
skín: „Sjáið þið, hér er ég!“ Sjálfsálit Krist-
manns er nefnilega með endemum.“
„Það var ráðist heiftarlega á hann, ekki bara í
skrifum í blöðum og í útvarpi og víðar heldur
í sögusögnum," segir Helgi. „Og enn þann
dag í dag ef minnst er á Kristmann brosir fólk
út í annað. Sprenglært fólk segir:,Ja, hann er
lélegur rithöfundur." Menn hafa þá skoðun
hvort sem þeir hafa lesið bækur hans eða ekki.
Það er búið að skammta honum ákveðinn
bás. Enn þann dag í dag er Kristmann bann-
færður rithöfundur. Honum hefur ekki tekist
að losa sig undan því hlutverki sem hann var á
sínum ti'ma þvingaðui' í.“
- En telur Helgi að mynd hans um skáldið
muni breyta ímynd þess?
„í raun og veru hefur aldrei komið fram sönn
mynd af Kristmanni. Það hefur aldrei gefist
færi á því. Eg veit ekki hvort hann fær nokkru
sinni uppreisn æru. Mér finnst skipta ákaflega
litlu máli hvort hann er slæmur eða góður rit-
höfundur. Það er ekki mitt áhugasvið þó auð-
vitað hafi ég áhuga á því hvað hann hafi gert
og skrifað. Það sem mér fmnst skipta megin-
rnáli eru hinar kerfisbundnu aðgerðir gegn
honum. Mynd mín snýst um það hvemig far-
ið er með fólk. Og þá meðferð mundi ég telja
samviskumál íslensku þjóðarinnar. Saga Kiist-
manns er ekkert einsdæmi, hún er alltaf að
gerast. Sú saga sem ég segi er ein af mörgum.“
Heimsmynd / ágúst - september (l3