Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 34

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 34
Hvert færir þú í fjögurra daga ferð með £0 Fjölskyldunni [foj) Vinunum Jóhanna V. Guðmvmdsdóttir lagði þessa spumingu fyrir þijá alvana ferðalanga, þá Pál Stefánsson, ljósmyndara, Ara Trausta Guð- mundsson, jarðeðlisfræðing og Benedikt Eyj- ólfsson eiganda Bílabúðar Benna og þeir gáftt sínar uppskriftir að góðum ferðum. Páll Stefánsson ljósmyndari Langisjór fyrir fjölskylduna „Þegar starf manns eru ferðalög skiptir sjálft ferðalagið minnstu máli, það er hvort vega- lengdin er mikil eða lítdl. Eg fyllist ekki skelf- ingu yfir því að keyra þúsund kílómetra. En þegar verið er að ákveða hvert halda skuli í fjölskylduferðalag þarf auðvitað að hafa í huga að langar keyrslur henta börnunum yfirleitt ekki. Og svo að finna stað þar sem fjölskyldan getur veríð saman í friði og laus við allt utan- aðkomandi áreiti. Ijölskylduferðin mín hæfist því seint á fimmtudagskvöldi. Þá væri lítil um- ferði út úr bænum og börnin myndu, ef allt gengi að óskum, sofna í Artúnsbrekkunni.1' „Við myndum aka beint inn að Langasjó. Það er yndislegur staður og þó að vissulega sæki margir þangað verður maður aldrei var við að fólk stoppi þar. I mesta lagi keyiir það bflinn niður að vatninu og sumir setja annan striga- skóinn út en það er ótrúlega sjaldgæft. Flestir snúa strax við. Föstudeginum yrði eytt í gönguferð um Fögrufjöll og á laugardeginmn myndum við ganga á Sveinstind. A sunnudeg- inum yrði FjaHabaksIeið ekin til Reyljavíkur.“ Langanes fyrir vinina „Með vinum mínum færi ég út í miklu meira ævintýri og glannaskap sem maður býður fjöl- skyldunni ekki upp á. Við myndum fara á Langanes, því þá er maður kominn eins langt frá menningunni og mögulegt er. Ferðalag með vinunum er farið til að uppplifa hluti og ég upplifi allt best gegnum myndavélina. Fer aldrei í frí án ljósmyndatælyanna rninna. Því má bæði segja sem svo að ég fari aldrei í frí eða að ég sé alltaf í fríi. Þannig upplifi ég og skynja náttúruna sterkar því myndavélin hjálp- ar mér að skerpa athyglisgáfuna. Það er engin kvöð að taka myndir þegar ég er í fríi. Fríið gefur mér í staðinn meira heldur en hreint loft, einveru, friðsæld og fallega náttúru. Það gefur mér líka myndir. I rauninni er ferðalag- ið er í sjálftt sér aldrei merkilegt fyrr en maður kemur heim aftur. Sumir kalla það minningu, aðrir kalla það ljósmyndir. Astæðan fýrir því að ég vel Langanes er að það er sá staður sem heillar mig mest á Is- landi. Maður sér lengra því það er eins og vindurinn beri augun áfram. A Langanesi eru engin fjöll og fyrir flesta er það bara urð og gijót. Þar er nærvera mannsins lítið áberandi sem gerir það að verkum að náttúran er í betrajafnvægi þar en á mörgum öðmm stöð- um á Islandi. Mörgttm fmnst Langanes frá- hrindandi og veðurbarið svæði. Ljósmynda- lega séð finnst mér alltaf svolítið gaman að tak- ast á við hluti sem öðrum finnast ljótir og sýna fram á að það er fegurð í öUu.“ FERÐAFÖGGUR: Myndavélarnar (það er í rauninni það eina sem ég hugsa um) Hlý föt (það er svo leiðinlegt að verða kalt á ferðalagi) Ari Trausti Guðmundsson j ar öeölisfræðing'ur Fjölskylduferó í Kverkfjöll „Mína fjölskylduferð færi ég í Kverk- fjöU. Þau em með dulaifyllri og sérkennilegri stöðum sem ég hef séð á Islandi, bæði aðkorn- an að sjálfum Kverkfjöllunttm og svo fjöllin sjálf. Kverkfjöll em í raun geysistórt eldfjall sem er í norðurbrún Vatnajökifls og klofið í tvennt af Kverkjökli, sem er skriðjökull. Þau líta því út eins og tvö fjöll. Fram undan fjöllun- um er svæði með samsíða fjallshryggjum, það er kallað Kverkfjallaraui og hann gengur út úr fjöllunum og út á sandana. Þessi rani er ekki síður tröllslegur en sjálf fjöllin. Hann er mjög úfinn því hann myndast úr móbergsfjöll- um sem hafa óskaplega skrítið form og gjall- kápu utan á sér. Gjallkápan hefur myndast við sérkennileg eldgos utan í fjallshryggjunum og ofan í dölunum á milli þeirra. Hraunkvikan hefur sprautast upp um allar hlíðar hans og hátt upp í fjöllin. Þessi gjallkápa hefur svo sigið undan eigin þunga og það myndað skrítnar fellingar í hana. Allt þama er mjög sérkenni- legt. Móbergsfjöllin eru brún og svört og fonnið á þeim afar skrítin. Þama em kolsvart- ir, úfnir klettar og lagskipt berg við hliðina á þeim og svo þessi eldrauða gjallkápa utan á, líktogfjöllin séu smurð með smurosti. Sjálfur Kverkfjallaraninn er því mjög sérstakur. Þegar maður hefur farið þama yfir er komið að Sigurðarskála sem stendm’ við rætur Kverk- jökuls. Þar nálægt em íshellar með heitu vami en það fer eftir ámm hvort þeir em aðgengi- legir. Hægt er að baða sig inni í hellunum og það er mjög sérstakt. Síðan er farið yfir sporð- inn ájöklinum og upp í hin eiginlegu Kverk- m Kverkfjöll eru 1900 metra há og því með hæstu fjöllum á landinu. I um það bil 1500 metra hæð er dalur í fjöllunum sem heitir Hveradalur. Allt í kringum hann er þakiðjök- ulís en ekki dalurinn, hann er að mestu íslaus sökum mikils jarðhita á botni hans. A brún þessa dals er annar skáli og þar er hægt að gista yfir nótt og skoða síðan Hveradalinn dag- inn eftir. Jökullinn mætirjaiðhitanum ofan í dalnum og við það hafa myndast himinblá jökuUón. Hveradalurinn er í öllum hugsanleg- um litum og þaðan er ævinfyralegt útsýni. Maður sér næstum allt Norðurland. Frá Snæ- felli, yfir öll Mývatnsöræfin og alveg undir sjó.“ Einnig er hægt að fara í Hvannalindir frá Sigurðarskála. Þær em líkt og vin í eyðimörk- inni, með fullt af gróðri og sérlega miklli hvönn. Þar eru tærir uppsprettulækir og blómjurtir allt í kring. KverkfjöU eru langt ffá þjóðveginum en þang- að er hægt að fara á tvo vegu. Annars vegar á jeppa og hins vegar með áædunarbílum frá Akureyri eða Mývatni. Þegar þetta allt er tekið saman er ferðin mjög skemmtileg fyrir fjöl- skylduna og þama leynast engar hættur. Fyrir fjölskyldur með böm frá tíu ára aldri og upp úr er þetta því mjög ákjósanlegt ferðalag. FERÐAFÖGGUR: Jeppi Góður göngufatnaður Mjög góðir gönguskór sem þola volk, helst GORE-TEX (vatnsheldir) Legghlífar, til að varna því að snjór fari ofan í skóna Skíðastaf til að ganga við 20 metra öryggislínu og ísexi í bak- pokann „Með vinum mÍnum færi ég á Þverártind- segg. Það stendur við hlið fjallsins Þverártinds 34) ág'úst - september / Heimsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.