Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 100
Fyrir tæpum tuttugu árum
þekktu einungis þeir
sem höfðu forframast er-
lendis sojasósu og hrísgijón voru
aðallega notuð í mjólkurgraut.
En þetta hefur svo sannarlega
breyst. Nú þykir enginn maður
með mönnum nerna hann
kunni að elda austurlenskan mat
og hrísgrjón eru farin að ógna
kartöflunum sem svo lengi voru
vinsælasta meðlætið hér á landi.
Sá sem átti mestan þátt í að
kenna Islendingum að meta aust-
urlenskan mat er Gilbert Yok
Peck Khoo sem opnaði íýrsta kín-
verska veitingahúsið hér á landi,
Sjanghæ, og hefttr um árabil selt
vörur sem gera almenningi kleift
að elda austurlenskan mat, fyrst í
versluninni Manilla en nú í
Kryddkofanum. Gilberterfædd-
ur og uppalinn í Malasíu en af
kínverskum ættum. Hann bytjaði
snemma að ferðast og segist alltaf
hafa verið mikill ævintýramaður.
Þegar hann heyrði í fyrsta skipti
talað um Island bjó hann í Sviss.
Hann þekkú tvo Kínverja frá Mal-
asíu sem unnu á Islandi og ákvað
að heimsækja þá og skoða þetta
forvitnilega land árið 1975. Þegar
flugvélin lenti á Keflavíkurflug-
velli brá honum í brún, hvers
konar land var þetta eiginlega,
auðn og grót. Hvar voru húsin og
gróðurinn. Hann var þó fljótur
að jafna sig á undruninni og í þá
tvo mánuði sem hann dvaldi hér
leist honum stöðugt betur á land-
ið. Tveir mánuðir eru fljótir að
líða og Gilbert fannst hann ekki
hafa kynnst landi og þjóð nógu
vel þannig að honum datt í hug
að reyna að búa á íslandi í tvö eða
þijú ár. Hingað flutti hann árið
1978 og var í Háskóla Islands í tvo
vetur. Orlögin tóku í taumana og
Gilbert kynnúst núverandi eigin-
konu sirnii, Hildi Amardóttur, og
setúst hér að. Nú segist hann vera
orðin 90 prósent Islendingur sem
vinnur mikið og heima hjá þeim
sé einungis íslenskur matur á
borðum. Hangikjöt og súrmatur
eru í miklu uppáhaldi lijá hjá Gil-
bert sem segist annars borða all-
an íslenskan mat með góðri lysL
Verslaxtir og'
veitingahús
Versluninni Manilla muna sjálf-
sagt margir eftir vegna þess hve
Á Sjanghæ er nú boðið upp á hlaðborð bæði í hádegi og á kvöldin.
i
framandi hún var. Gilbert hóf
rekstur hennar áiið 1983 og seldi
núðlur, austurlenskar sósur, krydd
og fleira. I fyrstu voru viðskiptavin- .,
irnir nær eingöngu Asíubúar bú-
setúr á Islandi. Tveimur árum síð-
ar færði Gilbert út kvíarnar og
opnaði veitingastaðinn Sjanghæ
sem hann rekur enn þann dag í
dag. Fyrstu tvö árin var veitinga-
staðurinn í kjallara húss númer
28a við Laugaveg en síðan flutti
hann í næsta hús, Laugaveg 28b.
Gilbert hætú verslunarrekstrinum
árið 1986 vegna þess að Sjanghæ
tók allan hans tíma. I fyrstu sá
hann sjálfur um eldamennskuna
en undanfarin ár hafttr hann feng-
ið úl sín íjölda gestakokka frá Kína.
Flestir hafa komið frá Peking,
Sjanghæ og Szechuan. Að sögn
Gilberts kunna íslendingar vel að
meta kínverskan mat og eru opnir
fyrir nýjungum. Fyrst í stað þurfti
hann að þó að laga matreiðsluna
að íslenskum smekk. Lengi vel
vildu Islendingar aðallega borða
súrsæta rétti en nú segist Gilbert
vera að reyna að kenna þeim að
borða fleira, til dæmis mikið
kryddaðan mat. Hann segir að
það gangi vel og nú sé ekta kín-
verskur matur á borðum Sjanghæ.
Kínversk matreiðsla er mjög mis-
jöfn eftir því hvaðan áhrifin eru
sótt. Aveitingastaðnum Sjanhæ
hefur aðallega verið eldað sam-
kværnt Kantón-hefð, en Kantón-
eldhús er mjög vinsælt víða í Evr-
ópu og Bandaríkjunum. Það ein-
kennist af bragðmiklum mat, afar
fjölbreyttum, og mikil áhersla er
lögð á sjávarrétti. Súrsætir réttir
eru ríkjandi. Onnur stefna sem
farið hefúr verið efúr á Sjanghæ er
eldhús sem kennt er við Peking. I
Peking hafa matreiðsluaðferðir fiæ
fjölda héraða í Kína mæst en það
sem einkennir Peking-eldhús
öðru fremur er frekar mildur og
bragðlíúll matur. Undanfarið hef-
ur þriðja stefnan sótt á en hún er
kennd við Szechuan. Gilbert segir
að Szechuan-eldhús sé mjög vin-
sælt í Kína en það er eins og Kant-
ón-eldhús þekkt fyrir fjölbreytni.
Maturinn er hins vegar miklu
bragðmeiri, enda chilipipar mikið
notaður.
Islendingar voru svo hrifnir af kín-
verskum mat að árið 1989 réðst
Gilbert í að standsetja annan kín-
verskan veitingastað í félagi við
ÍOO) Sælkerinn / Heimsmynd - ágúst / september