Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 14
Hamborg
Borg allsnaegta,
menningar og kynlífsdjöfla
U ún er óskaplega auðug' og
furðanlega græn. Hamborg.
Enda sögð ein grænasta
H borg Evrópu. Tré, grasfletir
og blóm eru hvarvetna; litlar gróðurvinj-
ar fyrir aðframkomna borgarbúa og
lúna ferðamenn. Hamborg á sér bæði sín-
ar björtu og dökku hliðar en Telma L.
Tómasson komst fljótlega að því að
Hamborg er annað og meira en höfnin
mikla og vændishverfin í St. Pauli, sem
borgin er þó hvað frægust fyrir.
íbúar í Hamborg eru hátt á aðra milljón
og uppbygging borgarinnar hefur verið
hröð. Aldagömul hefð er þar fyrir um-
fangsmikilli verslun, sem stöðugt eflist,
enda var borgin höfuðvígi Hansakaup-
manna fyrr á öldum. Helstu samgöngu-
leiðir frá vestri til austurs liggja um
Hamborg sem gera hana afar mikilvæga
í heimi alþjóðlegra viðskipta og hin síð-
ari ár hefur hún vaxið mjög bæði sem
verslunarborg og sem ferðamannaborg.
Hana heimsækja ekki færri en 50 millj-
ónir innlendra og erlendra gesta á ári
hverju, ýmist í viðskiptaerindum eða sér
til skemmtunar—já, eða í öðrum erinda-
gjörðum.
Velflestir borgarbúa búa við allsnægtir.
En ekki allir þó, og stéttaskiptingin leyn-
ir sér ekki í þessari ríkustu borg Evrópu.
Þeir sem minna mega sín ganga um í
lörfum við hlið vel búinna viðskiptajöfra
og tískukónga og stinga fátæklingamir
rmdarlega í stúf við ríkmannlegar versl-
anir og dýr íbúðahverfi, sem endur-
spegla velmegun borgarbúa. En ferða-
maðurinn kemur ekki til borgarinnar til
að velta slíkum hlutum fyrir sér, heldur
til að njóta, og ef honum leiðist Hamborg
á hann líklega sök á því sjálfur.
Aö týnast í fiumskógi verslana
Verslrmarhverfin í borginni eru ein þau
glæsilegustu sem finna má í allri Evr-
ópu. Stolt borgarbúa erru yfirbyggðu
verslunargöturnar þar sem auk marg-
breytilegrar vöru er seldur fatnaður
merktur frægustu hönnuðum tísku-
heimsins. Verðlag er í samræmi við dýr-
ar umbúðirnar, eins og gefur að skilja,
enda njóta þessi hverfi mestra vinsælda
meðal hástéttarfólks sem kemur víða að.
Öllu viðráðanlegri kaup má gera á
Mönkenbergstrasse og nánasta um-
hverfi hennar, en hún er ein af þekkt-
ustu verslunargötum í borginni. Um
hana röltir sem samsvarar nær allri ís-
lensku þjóðinni á degi hverjum, eða um
250 þúsund manns, sem er til marks um
gífurlegar vinsældir hennar. Það má til
sanns vegar færa að í verslunarfrumsk-
óginum í Hamborg er pínlegt að gleyma
kreditkortinu heima.
Eftir vel heppnaða verslunarferð (sem
getur verið á við röska göngu á Esjuna)
er notalegur veitingastaður líkt og vin í
eyðimörkinni. Það er því gott til þess að
vita að matsölustaðir, kaffihús og bjór-
stofur eru á hverju götuhomi hvar væta
má þurrar kverkar eða gleðja bragðlauk-
ana. En kosturinn er þungur í Þýska-
landi og mettaður kaloríum, enda megr-
unarfæði ekki þeirra sérgrein og oft leit-
un að léttaxi réttum. Þetta hefst þó allt að
lokum og hvað sem öllum smekk líður
ætti enginn að snúa heim án þess að
bragða á vænum pylsum og súrkáli, sem
Þýskaland allt angar af.
Syndugt menningarhverfi
Þegar kvölda tekur verða verslunar-
hverfin nánast líflaus og mannmergðin
flytur sig um set. Þá lifnar St. Pauli-
hverfið við en þar dunar taktur nætur-
lífsins. Satt að segja er St. Pauli-hverfið
og Reeperbaahninn afar óaðlaðandi
hverfí. að degi til en vaknar upp með ljós-
unum og fólkinu að kvöldi. Og það má
ganga að því vísu að þar er gengið seint
til náða. Um það sjá eigendur skemmti-
staða, vændiskonur á götimum og mið-
aldra karlar sem lokka gesti og gang-
andi inn á nektarsýningar. Qft með góð-
um árangri. Ekki er mælt með kvöld-
göngum um hliðargötur í St. Pauli- né
heldur í St. Georgs-hverfinu við aðal-
brautarstöðina; þessi tvö sódómísku
hverfi sem nefnd eru í höfuð dýriinga.
St. Pauli-hverfið kemur manni í opna
skjöldu hvað fjöibreytileika varðar. Á síð-
ustu árum hefur það hlotið sinn gamla
sess aftur í iistalífíborgarinnar, ení hart-
nær þrjá áratugi var hverfið menningar-
lega steindautt utan að þar mátti kaupa
4
14) ágúst - september / Heimsmynd
Ljósmynd: Páll Stefánsson