Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 47

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 47
ið. Þegar hún lék í kvikmynd með fimmtán ára ungstirni, Nathalie Trundy, gramdist henni mjög hversu mikla athygli og umfjöllun Trundy fékk og eitt sinn eftir upptökur löðr- ungaði Dietrich hina ungu mótleikkonu. Eftir það nefndi leikstjórinn Victorio de Sica Diet- rich aldrei annað en nomina. Um svipað leyti hafði hún leigt sér hótelher- bergi og þegar hún steig þar inn sá hún vasa með tólfum rósum sem hótelið hafði sent henni. Hún sendi eftir hótelstjóranum og æptí: „Kallarðu þetta blóm. Eg vil fá 5.000 rós- ir.“ Þjónustufólk hafði nóg að gera næstu klúkkutímana við að bera vasa með rósum inn á herbergi leikkonunnar. Hún hafði nú hafið nýtt tímabil á starfsferli sínum, hélt söngskemmtanir víða um Banda- ríkin við gífurlegar vinsældir. Það urðu einnig jákvæðar breytíngar á einkalífi hennar þegar hún, þá sextug, hitti hinn þrítuga lagasmið BurtBacharch sem hún kallaði „mikilvægasta manninn í ltfi mínu eftír að ég ákvað að helga mig sviðinu“. Hún varð ástfangin af honum og minntíst hans síðar: „Hann var tíllitssamur og blíður, hugrakkur, sterkur og einlægur, en öðm fremur var hann aðdáunarverður, ein- staklega viðkvæmur og ástríkur. Og hann var traustur. Það vom engin takmörk fyiir tryggð hans. Hversu margir slíkir karlmenn eru tíl? Fyrir mér var hann hinn eini... Hann var hús- bóndi minn og meistari." Bacharach yfirgaf hana árið 1965 tíl að giftast leikonunni Angie Dickinson: „Þegar hann fór frá mér langaði mig tíl að hætta öllu... Eg var særð. Skilnaður okkar varð tíl þess að hjarta mittbrast.“ Eftír það átti hún í ástarsambandi við tuttugu og fimm ára blaðamann, Hugh Carnow. Hann var giftur, þriggja bama faðir og svaf hjá henni einungis tíl þess að geta komið meið- andi athugasemdum um hana á blað. Hann sagði frá því að hún væri vafin sárabindum sem áttu að láta hana sýnast grennri og þjón- ustufólkið hefði þurft að vinda af henni bind- in á nóttunni eins og af múmíu.“ Leikstjórinn Fritz Lang hitti naglann á höfuð- ið þegar hann sagði: „Eftir fjöldamörg ástar- ævintýri er hún ein. Kannski vegna þess að hún var aldrei ánægð með það sem hún áttí. Þegar hún elskaði karlmann gaf hún sig alla en var samt í leit að öðrum. Það er harmleik- urinn í lífi hennar. Kannski fmnst henni að hún verði ætíð að sanna fýrir sjálfri sér að vegna þess að einn karlmaður elski hana þá verði ætíð einhver annar.“ Elskhugamir voru horfnir en hún áttí enn eig- inmann. Þau sáust nokkrum sinnum saman og einn sjónarvottur sagði: „Hún sýndi hann eins og gimstein sem hún hefði geymt til elli- áranna og kynnti hann mjög stolt eins og hann væri Oskarinn.“ En hún var einmana og sá nú á eftir vinum sínum hverjum á fætur öðmm í gröfma.,Allir vinir míni em dánir,“ sagði hún. „Hemingway,Jean Cocteu, Erich Maria Remarque, Edith Piaf ogjudy Garland sem vildi deyja svo ég gleðst hennar vegna. Ef þig langar til að deyja skaltu deyja en ekki vera að væla út af því.“ Hún hélt tónleika víðs vegar um heim, meðal annars í Þýskalandi þar sem komu hennar var ákaft mótmælt. Þjóðveijar höfðu ekki gleymt stuðningi hennar við bandamenn á súíðsár- unum. Það var henni mikið áfall hversu illa henni var tekið og sérlega nærri sér tók hún það þegar átján ára stúlka hrækti framan í hana og kallaði hana svikara. Tónleikar henn- ar vom ekki fjölmentir en þáverandi borgar- stjóri Berlínar, Willy Brandt, sýndi henni þar dyggan stuðning og stjómaði klappliði. Annars staðar var henni tekið með miklum fögnuði. Fáir vissu að það var Dietrich sjálf sem borgaði fýrir blómin sem var kastað af svölunum og réð fólk tíl að hrópa fagnaðaróp innan og utan leikhússins. Hún lét taka upp fagnaðarlætín og klapp áhorfenda og lét setja á plötu sem hún spilaði fýrir vini sína þegar þeir komu í heimsókn. Ekki höfðu allir vinir hennar þolinmæði með því tíltæki. Nokkrum vinum hennar fannst hún lifa á fomri frægð. „Hún minnir á vélbrúðu sem getur gengið og sýnt undrun,“ skrifaði ljósmyndarinn Cecil Beaton. Sífelldar andlitslyftingar og hormóna- meðferðir gerðu henni vissulega auðveldara fýrir að halda fremur unglegu útliti sem gæddu hana um leið ópersónulegu útliti og hún var einmana og fékk slæm skapbrigða- köst sem gerðu umgengni rið hana erfiða fýrir þá sem þekktu hana. Hún hafði keðjureykt fra því hún var ung kona en hætti nú vegna veð- máls við Noel Coward. I staðinn fór hún að drekka óhóflega og var stundum æði völt á fótum á tónleikum sínum. Það fór að verða æ algengara að hún hrasaði á tónleikum. Gár- ungamir hentu gaman að óhöppum hennar, breyttu nafninu á frægasta lagi hennar úr Fall- ing in love again í Falling off stage again og framhaldið var þá: never wanted to, what am 1 to do, I can’t help iL Eftir eitt fallið bönnuðu læknar henni tón- leikahald. Hún var komin yfir sjötugt en hugð- ist ekki fara að ráðurn þeirra. Um sripað leytí dó eiginamaður hennar og hún tók lát hans afar nærri sér og ákvað að draga sig í hlé. Á áttunda áratugnum lék hún smáhlutverk í kvikmyndinni Just a gigolo og leyfði aldrei myndatökur eftir það. Þegar Maxmillian Schell gerði heimildarmynd um hana þá fékk hann ekki að mynda andlit hennar. Ritari hennar sagði um síðustu árin: „Hún gerði sig að fanga á eigin heimili og æddi þar um eins og tígrisdýr í búri þri hún óttaðist að einhver yrði til að ljósmynda hana á elliárun- um eins og hinn gamla keppinaut hennar Gretu Garbo á Manhattan. Svo hún fór ekki út.“Hún fékk húshjálp einu sinni á dag sem eldaði. Einkaritari kom einu sinni í riku tíl að Marlene og Claudette Colbert meðan á stuttu og storma- sömu sambandl þelrra stöð aðstoða hana við að svara aðdáendabréfum sem enn streymdu að. Hún eyddi tímanum í rúminu, horfði á sjónvarp og drakk viskí. „Hún gerði sig að fanga á eigin heimili og æddi um eins og tígrisdýr í búri, því hún óttaðist að einhver yrði til að Ijósmynda hana eins og gamla keppinaut- inn Gretu Garbo“ íbúðin var full af myndum af gömlum rinum og elskhugum, Hemingway, Maurice Chevali- er, Jean Gabin. Þegar vinir hennar hringdu svaraði rödd sem hljómaði grunsamlega líkt hennar: „Eg er þjónustustúlkan. Dietrich er ekki rið.“ Hún neitaði að hitta alla nema dótt- ur sína og fjölskyldu hennar. Dienich lést í svefni 6. maí 1992 og hafði hætt að borða nokkrum dögum áður. Hún hafði eitt sinn sagL „Þegar ég dey ril ég verajörðuð í París. En ég vil skilja hjarta mitt eftir í Eng- landi. Þýskaland fær ekkert.“ Hún hafði í lif- anda lífi haft mikinn áhuga á stjömuspeki og tók engar meiriháttar ákvarðanir án samráðs við störnuspeking sinn. Hún hafði eittsinn sagt: „Eg er steingeit en það er ekki sérlega gott merki. I næsta lífi ætla ég að verða karl- maður í vatnsberamerkinu.“ En allt fór á annan veg. Marlene Dietrich var jörðuð í Berlín og hvílir þar við hlið rnóður sinnar. Heimsmynd / ágúst - september (47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.