Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 84
GriUmeistariim
Gestir Sigurðar 28. júní 1993 voru Kerlingafjallakappamii’
Eyjólfur Kristjánsson, Örnólfur Valdimarsson og Valdimar Ömólfsson.
Grillað var í sannkallaðri Kerling'afjallastenumiiugu, en í fjallaparadísinni
er mikið grillað á góðviðrisdögum. Uppskriftimar em fyrir sex.
Kerlingafjallabarbeque
6 stk. lambalærissneiðar
2-3 lambavöðvar, t.d. innan-
lærisvöðvar
Marineringarlögur
1/4 laukur, hakkaður
1 tsk. hvítlauksduft
1 msk. edik
1/2 bjór eða pilsner
1 msk. tómatkraftur (púre)
2 msk. tómatsósa
2 tsk. worchestershire-sósa
1 msk. danskt sinnep
1/4 tsk. tabascosósa
1 tsk. hunang
1 tsk. karrí
1. Blandið öllu sem fer í
löginn vel saman.
2. Skerið á tveimur stöðum
rák í fitulagið sem umlyk-
ur lærissneiðamar.
3. Setjið lærissneiðamar
og vöðvana í glæran heim-
ilisplastpoka eða djúpt
form. Hellið leginmn yfir
og gætið þess að hann
þekji vel allt kjötið. Látið
standa í ísskáp minnst
fjórar klst., en gott er að
leyfa kjötinu að mariner-
ast í sólarhring áöur en
grillað er.
4. Leggið kjötið á vel heitt
griil, vöðvana fyrst en þeir
þurfa um 10-15 mínútur í
steikingu. Tíminn er háð-
ur þykkt vöðvanna og hita
grillsins. Grillið á öllum
hhðiun og snúið nokkrum
sinnum til að fá jafna grill-
húð. Penshð kjötið með
leginum annað slagið á
meðan á steikingu stend-
ur. Lambalærissneiðarnar
þurfa 4-7 mínútur á hvorri
hhð eftir þykkt og hita.
Þær er einnig gott að
pensla á meðan á steik-
ingu stendur.
Kerlingafjallakokteil-
sósa
1 dl majones
1 dl sýröur rjómi
3 msk. tómatsósa
1 msk. danskt sinnep
2. tsk. hunang
1 msk. vínedik
2. tsk. worchestershire-sósa
1 msk. sítrónusafi
1/2 tsk. karrí
1-2 tómatar, skornir í litla teninga
5 sm agúrka, skorin ílitla teninga
1 búnt graslaukur, klipptur
1/4 laukur, hakkaður
1. Hrærið vel saman majo-
nesi, sýrðum rjóma, tómat-
sósu, sinnepi, himangi,
ediki, worchestershire-sósu
og sítrónusafa.
2. Blandið karríi og græn-
meti saman við.
Lax á grillið
700 g laxaflak
1/2 dl ólívuolía
1/2 dl smjör eða smjörvi
1 búnt graslaukur
1 búntdill, ferskt
safi úr einni sítrónu
salt og pipar, úr kvörn
1. Bræðið saman óhvuohu
og smjör og khppið út í
það graslauk og dih.
Bragðbætið með sítrónu-
safa og salti og pipar.
2. Smyrjið grilhð aðeins
með olíu. Leggið laxailakið
með roðhhðina niður ofan
á grilhð. Penshð vel með
kryddsmjörblöndunni
meðan á steikingu stendim
og athugið að ná alltaf
sem mestu af grænu
kryddjurtunum með.
Laxaflakið er einungis
grihað á roðhhðinni, því er
ekki snúið við. Þetta verð-
ur til þess að roðið brenn-
ur og verður stökkt. Það
er allt í lagi því það ver
sjálfan laxinn frá því að
brenna því grihtíminn get-
ur verið nokkuö langur
eða aht að 10-15 mínútur,
háð þykkt laxailaksins og
hita grihsins.
84) Sælkerinn / Heimsmynd - ágúst / september