Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 59
Það fór ekki framhjá fólki þegar Linda Péturs-
dóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning,
kom til landsins með skoskan arkitekt og fyn-
um fýrirsætu upp á arminn fýrir tæpum tveim-
ur árum, enda fjölmiðlar og fleiri verið sein-
þreyttir að fylgja henni hvert fótmál. Ekki þótti
svo minni safi í þeirri fregn er vinkona Lindu
og sú kona sem hvað mesta eftirtekt hefttr vak-
ið í tískuheiminum hér, Filippía Elísdóttir
fatahönnuður, heillaðist af öðrum Skota sem
einnig á að baki fyrirsætuferil, er að auki fyrr-
um tengdasonur Body Shop-veldisins og að
auki góðvinur þess fyrrtalda. Það hefur sjálf-
sagt vakið ugg í bijósti einhvers karlmansins
að sjá á eftir tveimur af vænlegustu kvenkost-
um landsins í hendur
Skotum. En yfir því
þýðir vart að fárast, hér
virðist full alvara á ferð
og sönnun þess að ást-
in eigi sér engin landa-
mæri.
Um þá Les Robertsons
sem hefur verið búsett-
ur á Islandi á annað ár,
og Alex McCullan, sem
enn verður að teljast í
hópi nýbúa, er sjaldan
talað án þess að nöfn
kvennanna tveggja beri
fyrst á góma. Að því
leyti eru þeir í sama
hlutverki og konur
hafa löngum verið; í
skugga maka sinna. Út
á við að minnsta kosti.
En þegar betur er að
gáð má greina fingra-
för Skotanna víða í ís-
lenskri dægurmenn-
ingu og allar líkur á að
það eigi eftir að aukast,
eins og Guðrún
Kristjánsdóttir, komst að í samtali við þessa
tvo glæsilegu ungu menn sem hafa sinn
breska háðslega húmor á réttum stað og að
auki athyglisverð viðhorf til íslenska umhverf-
isins.
Eftir nokkrar tilraunir til að ná saman tókst
það loks í miðri viku á kaffihúsi. A leið okkar
þangað var strax þungu fargi af mér létt. Ætli
Skotar séu svona málglaðir? flaug í gegnurn
huga minn. Einkum áttu sú hugsun við Les.
Oðamála fólk getur orðið dálítið þreytandi til
lengdar, en það á ekki við um hann. Les var
enda mættur í hlutverki viðmælanda og það
sem rneira er; hann er skemmtilega málglað-
ur. Það er neisti þama á bak við. Reyndar áttu
þeir félagar báðir stórskemmtilega takta þetta
kvöld. Fyrst velti ég að vísu fýrir mér hvort Alex
væri haldinn þessari svokölluðu nýbúafeimni.
En hún rann þá af honum á næsta götuhomi.
Á göngunni tjáði Les mér að íslendingar séu
nú loks hættir að spyrja hann: Há dújú læk
Æsland. Það hafi átt við undanfarið hálft ár.
Það er líklegast áþreifanlegasta merkið um
það að hann er laus úr viðjum nýbúastimpils-
ins. „Eg er greinilega að verða meðtekinn
þjóðfélagsþegn,“ segir hann og dæsir líkt og
honum sé létt. Barmenningu Islendinga bar
eðlilega einnig á góma, enda við á leið á einn
slíkan. Og Les segist hafa upplifað það þegar
hann flutti til Islands fýrir tæpum tveimur ár-
um að aðeins var röð fýrir utan fjórar krár í
miðbænum um helgar. Nú myndist hins veg-
ar langar raðir fýrir utan allt að tuttugu kiár.
Hann veltir vöngum yfir því hverju þetta sæti;
hvaðan allt þetta fólk sé sprottið en slær því
svo fram að þetta hljóti að felast í að stórir
skemmtistaðir hafi tæmst. Alex kemur hins
vegar með það innlegg að unga fólkið sem áð-
ur hafi verið að skemmta sér í heimahúsum
hljóti að hafa látið af þeim sið og flykkst í mið-
bæinn. Ekki gat ég við svo búið hamið mig og
bæti því við að eldra fólk sé einnig tíðari gestir
í miðbænum en áður. En hvað um það. Við
komumst á leiðarenda og lendum ekki í röð.
Ekki varð komist hjá því að hefja spjallið á því
að lofa og lasta land og þjóð; íslenska þjóðar-
sálin liggur þungt á þeim félögunum. Alex,
sem flakkað hefui' heimshomanna á milli, ým-
ist berandi föggur föður síns í gegnum frum-
skóga jafnt sem eyðimerkur vegna staifa hans
sem blaðamanns eða í eigin starfi sem fýrir-
sæta, segir þrátt fýrir allt flakkið sé Island mjög
ferskt land heim að sækja. „Þegar ég kom fýrst
til Islands í nóvember á síðasta ári sá ég Reykja-
vík fýrir mér sem sætan, lítinn bæ senr hafði
upp á margt að bjóða. Þá var ég reyndar ekki
kominn í kast við kjaftasögurnar. Eg meina,
þegar fólk er sextán ára er það segjandi sögur
af öðrum,“ segir hann forviða. „Vissulega hef-
ur Reykjavtk upp á margt að bjóða en fljótlega
komst ég að því að borgin er ekki eins sæt og
mér fannst við fýrstu kynni. Islendingar taka
manni vel, eru opnir fýrir nýjum hugmyndum
og hvetja mann óspart til dáða en eiga það svo
til að hlæja í bakið á manni geri maður eitt-
hvað sem er öðruvísi."
Les: „Reykjavík er heimsborg í víðasta skiln-
ingi þess orðs. En borgarbúana sjálfa skortir
hins vegar nokkuð á heimsborgaraeðlið. Eg
upplifi Islendinga
frenrur sjálfhverfa.
Miklu meira en nokk-
urn Frakka, Skota eða
Englending sem ég
þekki. En þetta á auð-
vitað sínar skýringar.
Hér býr ein þjóð í einu
landi og allir hafa svo
að segja sömu hug-
myndir um hvemig líf-
ið eigi að ganga fýrir
sig. Þetta er fýrst og
ffemst vegna þess að Is-
lendingar eru óvanir
að taka tillit til fólks
sem lifir öðruvísi Iífi en
það gerir sjálft
Þar sem ólíkum kyn-
þáttum ægir saman
gerist auðvitað heil-
margt sem maður er
löngu hættur að kippa
sér upp við. Eg er ekki
með þessu að segja að
ég sé orðinn dofinn fýr-
ir umhverfinu heldur
hefur þetta með um-
burðarlyndi að gera. Maður veitir því minni
athygli ef einhver er öðruvísi, ólíkt mörgum Is-
lendingum. Eg er samt ekki að segja að Bretar
séu lausir við vandamál, auðvitað er oft slagur
á milli ólíkra kynþátta í úthverfum London.
Þessu er fremur öfugt farið hér, að minnsta
kosti finnst mér það skipta fólk á landsbyggð-
inni ósköp litlu máli hvort maður er údend-
ingttr eðaekki."
Alex: „Islenska þjóðin er líka hrífandi fýrir svo
margt, til dæniis þessi sterku fjölskyldubönd.
Að því leyti má líkja Islendingum við Itali,
nema hvað enginn fjölskyldumeðlimur er
áberandi dómínerandi, eins móðirin er þar.
Svo finnst mér athyglisvert hve mikil virðing er
borin fýrir skoðunum ungs fólks hér á landi. I
Bretlandi er ekkert hlustað á ungt fólk, ef það
opnar munninn er því bara sagt að þegja.
Ungt fólk býr við ótrúlegt frelsi á Islandi, ótrú-
legt,“ ítrekar hann.
Heimsmynd / ágúst - september (59