Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 82
Grillmeistarinn
Gestir Sigurðar L. Hall 7. júní 1993 voru Guðrún Möller flugfteyja
og Magnús Scheving þolfhnimeistari.
Uppskrift fyrir fjóra.
Hvítlaukskryddað grill-
spjót
800 g lambafillet eða svína-
lundir
8 sveppir, stórir
1/2 grænn súkkíní, meðalstór
1/2 rauð paprika
Hvítlaukskryddolía
4-8 hvítlauksgeirar, eftirsmekk
1 búnt steinselja
2 dl jómfrúarólívuolía
1 msk. dijon-sinnep
jurtasalt
börkur af hálfri sítrónu, rifinn
1. Allt sem fara á í hvít-
laukskryddolíuna er sett í
matvinnsluvél og blandað
þar til það hefur
samlagast vel.
2. Skerið lambafillet eða
svínalundir í 16 jafna bita.
Skerið súkkíníið í 8 jafna
bita og rauðu paprikuna
í 4 jafna bita.
3. Þræðið upp á spjót í
þessari röð: Sveppur, kjöt,
súkkíní, kjöt, paprika,
kjöt, súkkíní, kjöt og að
lokum sveppur.
4. Setjið griilspjótið á grill-
ið og penslið stöðugt með
hvítlaukskryddolíunni
meðan á steikingu stend-
irr. Þegar verið er að grilla
og penslað er með olíu er
hætta á að logar blossi
upp. Því þarf grillmeistar-
inn að vera vakandi og
færa matinn til á grilhnu
undan logunum.
Flugfreyjusalat
100 g soðnar pastaslaufur
(farfalle)
1/2 höfuð íssalat
4 tómatar, meðalstórir
1/6 hluti blaðlaukur
1 maísstöngull, ferskur
1 dalayrja
4-6 grillaðar beikonsneiðar
Salatsósa
1 dóssýrður rjómi, 10%
3 msk. hvítlaukskryddolía
1/2 dl eplacider
2 tsk. hlynsíróp
1. Losið salatblöðin í sund-
ur og þvoið vel og þerrið.
Rífið þau gróft niður, með
höndunum, ofan í skál.
2. Skerið tómatana niður í
báta og kljúfið blaðlauk-
inn, hreinsið og skerið
hann fínt niður.
3. Þrífið maísinn vel og
skerið gulu komin af án
þess að fara of langt inn í
stöngulinn.
4. Blandið pastaslaufunum
og grænmetinu saman í
skálina.
5. Skerið dalayrjima og
beikonið í bita og leggið of-
an á.
6. Blandið saman öllu sem
á að fara í salatsósuna og
berið fram sér með salat-
inu.
7. Gott er að hafa hvít-
lauksbrauð með þessum
rétti. Þá er hvítlauks-
kryddolíu og smjörva
blandað saman til helm-
inga og smurt á snittu-
brauð sem er síðan grillað
eða ristað í ofni.
C
82) Sælkerinn / Heimsmynd - ágúst / september