Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 48

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 48
Með forsetann uo Kevin Kuhlke sem þykir einn færasti leiklist- arkennari NewYork-háskóla, hefur komið til Islands tíu sumur í röð. Haldið hér leiklistar- námskeið og notað íslenska náttúru til að leysa sköpunargáfuna úr læðingi. Hann heíur kennt fjölmörgum íslenskum leiklistarnem- um ytra. Einn þeirra, María Ellingsen, hittí Kevin fyrir á Amarstapa nýverið og ræddi við hann um námskeiðahaldið, þjóðina sem ekki þreytist á að koma honum á óvart og Vigdísi forseta sem hann lét Oskarsverðlaunahafann Mary Macdonald nota sem fyrirmynd. Hvað er svona hentugt við að fara langleiðina til Norðurpólsins til að gera leiklistartilraunir? „Einn íslensku nemenda minna kom með hugmyndina fyrir mörgum árum og vakti áhugann, þótt ég byggist ekkert frekar við að það yrði að veruleika. En það var ekki staðið við orðin tóm og hingað var ég drifinn tíl að halda fyrsta tveggjavikna námskeiðið. Leikara- þjálfunin fór þá fram í Reykjavík en útivinnan á Reynisfjalli við Vík í Mýrdal. Og ég varð ást- fanginn af landinu, birtunni og kraftinmn." Og svo fórstu að vinna undir Jöklin- um dularfulla? „Já, annar nemandi minn,Jón Tryggvason, lagði tíl að árið eftír héldum við allt námskeið- ið á Arnarstapa þaðan sem hann er. Hann sýndi mér staðinn og meira þurftí ekki tíl. Þó að félagsheimilið þar væri í mikilli niðumíðslu þá. Mér líður alveg sérlega vel á Arnarstapa, náttúran gefur útivinnunni mikla dýpt og krí- an heldur öllum vakandi. Þetta er einangrað svæði og fátt sem truflar. Þátttakendur geta sökkt sér niður í vinnuna og náð að einbeita sér. Og staðurinn er orkugefandi og örvandi. Hvað það hefiir meðjökulinn að gera veit ég ekki en ég útiloka ekkert“ En þú situr ekki auðum höndum milli þess sem þú vinnur á íslandi, er það? „Nei, Islandsferðimar hafa að vísu algera sér- stöðu í vinnuferlinu, á sama hátt og þegar ég hef unnið sem leikari með tilraunaleikhúsum og leikstjórum á borð við Robert Wilson og Ann Bogart. En aðalvinnan mín er að kenna leiklist, spuna, leiktækni og leikstjóm og það hef ég gert í 20 ár. Síðustu tólf árin við til- raunaleikhúsdeild NewYork-háskóla, sam- hliða því sem ég hef verið að leikstýra og búa tilverk. Síðustu þrjú ár hef ég svo verið yfirmaður deildarinnar og unnið í því að fá listafólk hvaðanæva úr heiminum, auk þess að stofnað sumarskóla í Amsterdam svo nemendur getí víkkað sjóndeildarhringinn.“ Hvað gerir þessa tilraunaleikhúss- deild sérstaka? „Deildin sem við köllum ETW (The Experi- mental Theatre Wing) er níu ára gömul og byggðist frá upphafi á því að fá fólk sem er framúrskarandi á sviði tilraunaleikhúss tíl að koma og kenna við skólann. Sem sagt, allt kennarar sem um leið eru sjálfir virkir iista- menn. Þannig höfúm við safnað saman þekk- ingu á mörgum ólíkum vinnuaðferðum sem með tímanum varð til þess að ný leiktækni þróaðisL Annað sem við leggjum kannski meiri áherslu á en aðrir skólar er að nemendur verði sjálf- stæðir, geti stofnað sína eigin hópa og séu fer- ir um að búa til sín eigin verk. Leikstjórn og handritsgerð er því hluti af náminu. Svo hvetj- um við fólk til að halda áfram eftir námið, verða sér út um reynslu og þjálfún sem „stækk- ar“ það sem leikara. Eg geri þetta sjáifúr, var til dæmis að ljúka tveggja ára kvöldskóla í raun- sæistækni. Það er nauðsynlegt fyrir leikara og ég held allt listafólk að vinna ekki bara við list- ina, heldur að leika sér með listina, gera til- raunir og prófa ýmislegt sem það hefur ekki svigrúm tíl þegar verið er að vinna við sýningu. Þá taka menn skiljanlega engar áhættur. I Bandaríkjunum er orðið mjög vinsælt af at- vinnuleikurum að sælga leiklistartíma og það finnst mér mjög heilbrigð þróun fyrir leiklist- ina.“ Segðu mér hvernig þú smíðar leikrit. , Já, það er mitt uppáhald að vinna verk í leik- smiðju og þá oft úr efni sem er alls ekki ætlað leikhúsi. Heimspeki kannski og sálarfræði og finna þeim leikrænan búning til dæmis í eitt skiptið með því að nota ævintýri eins og Hans og Grétu sem ramma. Annað verk sem ég tann á þennan hátt fjallaði um undirgefni og C yfináð og var það byggt á skrifúm sálgreinand- ans og feministansjessicu Benjamin, Dostoev- sky, Marquis De Sade og Kirkegaard. Leikar- amir kynna sér textann og spinna síðan út frá honum, reyna að finna hvað er hliðstætt því sem textínn fjallar um og búa þannig til senur. Bomlaus vinna en afskaplega lærdómsrík.“ Nú hafa verið þó nokkuð margir ís- lendingar í skólanum, hefurðu orðið var vió einhver sérstök áhrif af því? „Það er alveg með ólíkindum að það er búið að vera stanslaust streymi Islendinga í deildina í tólf, þrettán ár, meira og stöðugra en frá nokkru öðru landi. Eg veit eiginlega ekki hvemig stendur á því. Nú, áhrifin hafa örugglega verið mest á mig sjáifan. Tengt mig Islandi sem hefúr haft áhrif á það sem ég geri. Námskeiðið á Amarstapa verður svo tíl þess að góður hópur nemenda úr deildinni fer til Islands árlega, og sumir fara ár eftír ár. Svo kynntum við íslenska hreyfilist í skólanum eitt árið þegar Guðmundur Boga- son kom og vann hreyfingar fyrir sýningu á Draunii ájónsmessunótt“ Og hverju tókstu eftir við íslendinga þegar þú komst hingað fyrst, fannst þér við lokuð þjóð? „Islendingar eru kannski ekki opnir upp á gátt en mér finnst það bara ágætt því ég er það ekki heldur. Eg man að mér fannst Islending- ar hafa sérkennilegt tímaskyn. Fundur sem á að vera klukkan tvö gætí alit eins orðið klukk- an þijú eða fjögur, og minnir mig á U'maskyn jazztónlistarmanna. Líka er sterk tilfinning hjá ykkur fyrir því að allt sé hægt og ekki mikið mál. Eg man að ég gat aldrei fengið á hreint hvemig fólk hugsaði sér að hlutimir gerðust, var bara sagt að þetta myndi bara reddast. Fyrst gerði þessi óvissa mig alveg vidausan því ég var vanur að hafa allt undir fúllri stjóm, en þetta neyddi mig síð- an til að slappa af yfir hlutunum. Nú treysti ég bara á þetta og ekkert kemur mér lengur á óvart og ég hef lúmskt gaman af að sjá nem- endur sem koma á námskeiðið erlendis frá fá áfallyfirþessu. Fólk hér þekkist líka svo mikið innbyrðis svo það er persónulegur bragur yfir því hvernig 48) ágúst - september / Heimsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.