Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 24

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 24
4> hrifarík meðferð gegn hrukkmn var á meðal efnis í síðasta tölublaði Heims- myndar og hér fjallar Jó- hanna Kondrup, förðunarmeistari, í framhaldinu um framtíðarkremin, nýja tegund krema sem farin eru að vekja mikla athugli um heim alian og byggja í grunninn á sama hlut og hrukkumeð- ferðin, nefnilega ávaxtasýrur. Og í fram- haldinu má finna ýmislegt fróðlegt um sólarpúður og leiðir til að hafa hraust- legt útlit fram á haustið — hvernig sem viðrar. Síðustu mánuði má segja að ný tegund krema hafi flætt inn á markaðinn. Þessi nýju krem innihalda ávaxtasýrur, eða AHA- sýrur eins og þær eru nefndar, og eru einfaldlega bylting í snyrtivörum fyrir húðina. Auðvitað höfum við lengi vitað að ávextir eins og epli, grape, sítrónur og appelsín- ur eru fullir af vítamínum og bæta bæði heilsu og húð. En í þessum ávöxtum og fleirum finnast AHA- sýrurnar sem nú er búið að virkja þannig að virkilegur ár- angur er sýnilegur strax eftir nokkurra daganotkun. Hvemig virka þessi krem? Virkni kremanna er auðvitað mismun- andi eftir því hversu mikið þau innihalda af virkum efnum, þ.e. ávaxtasýrum og sykurreyrssýrum. Munurinn er mikiH á milli krema og virku efnin allt frá 0,2% til 40% innihaldsins. Reyndar eru slík krem framleidd með enn hærri prósentu af virkum efnum, en þá fara þau ekki á almennan markað, heldur er um að ræða krem sem notuð eru í meðferð hjá húð- læknum, eins og þeirri sem við sögðum frá í síðasta blaði. Þau eru einnig notuð við að afmá ör, litaða húðbletti og önnur lýti í húðinni og um leið slétta þau húð- ina og þurrka út iitlu hrukkurnar. Kremin sem innihalda 0,2 til 10% virkra efna eru fyrst og fremst mjög góð raka- krem, sem gefa húðinni frísklegt útlit. Sterkari kremin hafa því til viðbótar þau áhrif að losa húðina við líflausar og þurr- ar frumur af yfirborðinu. Kremið virkar þá eins og „peeling-krem“ á húðina, mýkir yfirborð hennar um leið og efnin virka á dýpri húðfrumur, örva efnaskipt- ingu og gera húðina stinnari og sterk- ari. Og það allra nýjasta sem vísindamenn segjast hafa uppgötvað varðandi ávaxta- sýrumar er enn ein rósin í hnappagatið, því þær hafa örvandi áhrif á kollagen- framleiðslu húðarinnar og þar með stinnleika hennar. Hversu oft á að nota kremin? Það fer alveg eftir því um hvernig krem er að ræða og úr mörgu er að velja. Sum kremaima eru til að bera á sig daglega, bæði kvölds og morgna. Onnur eru gerð til þess að notast í kúrum nokkrum sinn- um á ári, til dæmis í byrjun hverrar árs- tíðar. Hvert krem hefur sína sérstæðu eiginleika og því er nauðsynlegt að fylgja vel leiðbeiningum snyrtifræðinga um notkun þeirra. Helstu kremin í verslunum Fýrstu ávaxtasýrukremin sem sett voru á markað voru bandarísk, eins og t.d. Fruition frá Estée Lauder, Turnaround Cream, frá Oinique. Svo komu krem eins og Age Manegment Serum frá La Pra- irie. Og flest snyrtivörumerki hafa nú annað hvort sett á markað eða eru um það bil að markaðssetja sínar Heyniform- úlur“ sem við fylgjumst spenntar með. Hjá Chanel er Formule Intensive töfra- vökvi morgunsins og Elisabeth Arden býður upp á Alpha Ceramide sem er átta vikna meðferð í fjórum litlum glösum með smáhækkandi magni af AHA- ávaxtasýrum. Frá René Guinot kemur kremið Peau Neve sem myndi þýðast sem Ný húð, en það inniheldur bæði AHA-sýrur og A- og E-vítamín. Frá J. Gatineu er komið nýtt rakakrem Diffus- anœ triple hydratation með vægu magni af ávaxtasýrum og YSL er með Preventi- on+2 sem inniheldur glýkól-sýrur, unn- 24) ágúst - september / Heimsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.