Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 24
4>
hrifarík meðferð gegn
hrukkmn var á meðal efnis í
síðasta tölublaði Heims-
myndar og hér fjallar Jó-
hanna Kondrup, förðunarmeistari, í
framhaldinu um framtíðarkremin, nýja
tegund krema sem farin eru að vekja
mikla athugli um heim alian og byggja í
grunninn á sama hlut og hrukkumeð-
ferðin, nefnilega ávaxtasýrur. Og í fram-
haldinu má finna ýmislegt fróðlegt um
sólarpúður og leiðir til að hafa hraust-
legt útlit fram á haustið — hvernig sem
viðrar.
Síðustu mánuði má segja að ný tegund
krema hafi flætt inn á markaðinn. Þessi
nýju krem innihalda ávaxtasýrur, eða
AHA- sýrur eins og þær eru nefndar, og
eru einfaldlega bylting í snyrtivörum
fyrir húðina.
Auðvitað höfum við lengi vitað að ávextir
eins og epli, grape, sítrónur og appelsín-
ur eru fullir af vítamínum og bæta bæði
heilsu og húð. En í þessum ávöxtum og
fleirum finnast AHA- sýrurnar sem nú
er búið að virkja þannig að virkilegur ár-
angur er sýnilegur strax eftir nokkurra
daganotkun.
Hvemig virka þessi krem?
Virkni kremanna er auðvitað mismun-
andi eftir því hversu mikið þau innihalda
af virkum efnum, þ.e. ávaxtasýrum og
sykurreyrssýrum. Munurinn er mikiH á
milli krema og virku efnin allt frá 0,2%
til 40% innihaldsins. Reyndar eru slík
krem framleidd með enn hærri prósentu
af virkum efnum, en þá fara þau ekki á
almennan markað, heldur er um að ræða
krem sem notuð eru í meðferð hjá húð-
læknum, eins og þeirri sem við sögðum
frá í síðasta blaði. Þau eru einnig notuð
við að afmá ör, litaða húðbletti og önnur
lýti í húðinni og um leið slétta þau húð-
ina og þurrka út iitlu hrukkurnar.
Kremin sem innihalda 0,2 til 10% virkra
efna eru fyrst og fremst mjög góð raka-
krem, sem gefa húðinni frísklegt útlit.
Sterkari kremin hafa því til viðbótar þau
áhrif að losa húðina við líflausar og þurr-
ar frumur af yfirborðinu. Kremið virkar
þá eins og „peeling-krem“ á húðina,
mýkir yfirborð hennar um leið og efnin
virka á dýpri húðfrumur, örva efnaskipt-
ingu og gera húðina stinnari og sterk-
ari.
Og það allra nýjasta sem vísindamenn
segjast hafa uppgötvað varðandi ávaxta-
sýrumar er enn ein rósin í hnappagatið,
því þær hafa örvandi áhrif á kollagen-
framleiðslu húðarinnar og þar með
stinnleika hennar.
Hversu oft á að nota kremin?
Það fer alveg eftir því um hvernig krem
er að ræða og úr mörgu er að velja. Sum
kremaima eru til að bera á sig daglega,
bæði kvölds og morgna. Onnur eru gerð
til þess að notast í kúrum nokkrum sinn-
um á ári, til dæmis í byrjun hverrar árs-
tíðar. Hvert krem hefur sína sérstæðu
eiginleika og því er nauðsynlegt að
fylgja vel leiðbeiningum snyrtifræðinga
um notkun þeirra.
Helstu kremin í verslunum
Fýrstu ávaxtasýrukremin sem sett voru
á markað voru bandarísk, eins og t.d.
Fruition frá Estée Lauder, Turnaround
Cream, frá Oinique. Svo komu krem eins
og Age Manegment Serum frá La Pra-
irie. Og flest snyrtivörumerki hafa nú
annað hvort sett á markað eða eru um
það bil að markaðssetja sínar Heyniform-
úlur“ sem við fylgjumst spenntar með.
Hjá Chanel er Formule Intensive töfra-
vökvi morgunsins og Elisabeth Arden
býður upp á Alpha Ceramide sem er átta
vikna meðferð í fjórum litlum glösum
með smáhækkandi magni af AHA-
ávaxtasýrum. Frá René Guinot kemur
kremið Peau Neve sem myndi þýðast
sem Ný húð, en það inniheldur bæði
AHA-sýrur og A- og E-vítamín. Frá J.
Gatineu er komið nýtt rakakrem Diffus-
anœ triple hydratation með vægu magni
af ávaxtasýrum og YSL er með Preventi-
on+2 sem inniheldur glýkól-sýrur, unn-
24) ágúst - september / Heimsmynd