Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 42
Marlene 1928 með eigin-
manninum Rudi.
Þýska leik- og söngkonan Marlene Dietrich
lést í maímánuði 1992 en var löngu fyrir
dauða sinn orðin goðsögn. Leikhæfileikar
hennar voru reyndar aldrei ýkja miklir en hún
bjó yfir einstæðum og dulúðugum en þó ögr-
andi stíl, mikilli fegurð og rödd hennar er
„Marlene Dietrich ætlaði
sér aldrei að verða leik-
kona. Hún þótti afbragðs
fiðluleikari og ætlaði sér
frama í því starfi, en varð
fýrir slysi á hendi sem
eyðilagði þau áformu
ógleymanleg. Það var ætíð eins og leikkonan
væri sveipuð dulúð, væri næstum ósnertanleg,
og sjálf lagði hún sitt af mörkum til að ýta und-
ir hina goðumlíku ímynd. Eftír andlát Diet-
rich hafa ævisagnaritarar dregið fram í dags-
ljósið staðreyndir sem áður voru á huldu um
líf leikkonunnar og margt sem þar kemur
fram verður ekki kallað annað en safaríkt.
Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmennta-
fræðingur rekur hér í athyglisverðri grein
ótrúlegan feril Dietrich á rnilli elskhuga og ást-
kvenna.
HÚN FÆDDIST 27. DESEMBER 1901 Og hét ftíllu
nafni Maria Magdalena Dietrich. Systir henn-
ar, ári eldri, hét Elísabet, en rnilli þeirra var
aldrei náið samband og sem Hollywood-
stjarna hélt Dietrich því staðfastlega fram að
hún væri einbimi. Dietrich ólst upp í borgara-
42) ág'úst - september / Heimsmynd
Marlene og leikar-
inn John Gilbert
legu umhverfi við mikinn aga og og lítíð ást-
ríki. Faðir hennar, lögiæglumaður lést þegar
hún var sex ára. Hann fékk hjartaáfall eftir að
hafafallið af hestbaki. Móðirin giftist aftur en
sá maður féll á vígvelli í fyrri heimsstyrjöld eftir
nokkuira ára hjónaband.
Dietilch þótti þegar á barnsaldri einstaklega
fallegt barn. Hún var feimin og hlédræg og
eftirlætísiðja hennai' var að spila á fiðltma sína.
I bamaskóla varð hún ástfangin í fyrsta sinn.
„Hin sanna, leynilega ást mín,“ eins og hún
orðaði það sjálf var kennslukonan hennar.
Onnur kona vann hug og hjarta hennar
nokkrum ámm síðar. Það var þýska leikkonan
Henny Potten sem á þeim tíma var mikið eft-
irlætí Þjóðt'eija. Diefiich tók upp þann sið að
bíða Potten í anddyri leikhússins þai' sem leik-
konan var við störf og spila á fiðlu í þeim til-
gangi að heilla hana. Aðdáunin snerist að lok-
um upp í þráhyggju þegar Dietrich, tólf ára
gömul eltí Potten og eiginmann hennar upp í
sveit, stillti sér upp á grasflötinni og spilaði á
fiðlu.
En strax í skóla var hún farin að veita karl-
mönnum nána athygli og skólasysturnar
sögðu að hún horfði „svefnherbergisaugum“
á karlkynskennara sína. Einn sýndi henni
reyndar svo áberandi áhuga að honum var vís-
að úr staifi.
Fyrsta elskhugann eign-
aðist Dietrich þegar
hún var átján ára. Það
var fiðlukennari henn-
ar, giftur og nokkurra
barna faðir. Það voru
einhver fleiri ástaiævin-
týii fyrir tvítugsaldur en
síðan varð Dietrich ást-
fangin af Gerdu Huber,
rithöfundi, sem hún
bjó með í nokkra mán-
uði. Það ástarævintýri
endaði sem ágæt vin-
átta og á fyrstu Holly-
woodárum Dietrich
kom Gerda þangað og gerðist einkaritari fýrr-
um ástkonu sinnar. Marlene Dietrich ætlaði
sér ekki að verða leikkona. Hún þótti afbragðs
fiðluleikari og ætlaði sér frama í því starfi en
varð meiðsl á hendi gerðu slík áform að engu.
Þess í stað einbeittí hún sér að söng. Söng í ka-
barettum og á krám og vakti fljótlega athygli
fyrir flutning á djörfum söngvum um ástir
milli kvenna. Hún þóttí lagleg kona án þess að
vera áberandi fögur, nokkuð feitlagin, en var
sögð hafa fallegustu fótleggi í Berlín. Hún sást
öðm hvoru klædd karlmannsfötum og hélt
þeim sið alla ævi. Annar siður hennar sem
þótti í djarfara lagi var sá að ganga ekki í nær-
fötum.
Skömmu áður en hún lék í fýrstu kvikmynd-
inni, breytti hún nafiiinu, skeyttí saman fýrstu
og síðusúi orðunum í hinum tveimur skímar-
nöfnum og nefndi sig nú Dietrich. Við kvik-
myndagerð kynntist hún fýrsta og eina eigin-
rnanni sínum, aðstoðarleikstjóranum Rudolf
Sieber, sem var 25, fjórum ámm eldri en Diet-
rich, og mikið kvennagull. Sieber var þá trú-
lofaður ungri leikkonu, Evu May, sem skar sig
á púls þegar hann sleit trúlofúninni. Það tókst
að bjarga lífi hennar en ári síðar fúllkomnaði
hún ætlunarverkið og skaut sig.
Dietrich og Sieber, eða Rudi eins og hann var
ævinlega nefndur, giftust eftír stutt tilhugalíf
og voru gift í nær hálfa öld eða þar til hann
lést. Strax á fýrstu hjónabandsmánuðum
þeirra var þó ljóst að hvorugt gerði sérlega
strangar kröfur til trygglyndis. Dietrich sást
iðulega í fýlgd með leikaranum Wili Forst eða
hinni rúmlega fertugu, lesbísku söngkonu
Claire Waldoff. Rudi aftur á móti hóf sam-
band við unga, rússneska dansmey, Tamöm,
sem var ástkona hans meðan hún lifði.
Dietrich og Rudi bjuggu ekki saman nema í
örfá ár en milli þeirra ríktí alla tíð vinátta og
virðing. Þau eignuðust eina dóttur, Maríu,
sem Dietrich vai' afar stolt af. Dóttirin fékk þó
aldrei þá umhyggju frá móður sinni sem hún
þráði og hún varð snemma einræn og þung-
lynd. En móðirin naut hins ljúfa lífs. Hún var
orðin þekkt leikkona og vinsæll skemmtikraft-
ur á næturklúbbum Berlínai'. Þar sá þýski leik-
stjórinn Joseph von
Sternberg hana á sviði
og bauð henni hlut-
verk kabarettsöngkon-
unnar Lolu Lolu í kvik-
myndinni Bláa englin-
um. Sternberg naut
virðingar um allan
heim fýrir kvikmyndir
sínar en menn höfðu
takmarkað dálæti á
manninum sjálfum.
Hann þóttí hégómleg-
ur, sjálfselskur og
drottnunargjarn og
sagði eitt sinn. „Eg er ís-