Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 9

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 9
Valdís Gunnarsdóttir er ein fárra íslend- inga sem hefur haft það að atvinnu sinni að vera rómantísk, sérstaklega í útvarpsþætti sín- um Stefnumóti, þar sem hún kom fólki saman í beinni útsendingu. Rómantíkin í lífi hennar þessa dagana hefur hins vegar lítið með öldur ljósvakans að gera, eins og María Ellingsen komst að. Karlmaðurinn sem á hug hennar allan er litli sonurinn Hrafnjónsson, aðeins þriggja mánaða gamall. María: Hvemig finnst þér? Valdís: Eg hef aldrei verið talsmaður barn- eigna, verið frekar iítið inná þessati bamalínu. Og þegar vinkonur mínar hafa verið að tala um þvottinn, bömin og gardínumar hef ég nú bara horft í aðra átt. En nú þegar ég er dottin inn í þettasjálf þá finnst mér ekkert mikilvægara í lífinu og allt annað hégómi. Það er bara engan veginn hægt að lýsa þessari tilfinningu. Eg get varla hugsað til þess að fara að vinna frá honum. Það þyrfti að vera hér níu mánaða fæðingarorlof og helst eitt ár, svo maður fengi bara að njóta þess. María: En em þetta ekki viðbrigði? Valdís: Það eru auðvitað viðbrigði þegar mað- ur er búinn að vera einn í öll þessi ár og hefur ekki þurft að taka tillit til neins nema sambýlis- manns, að geta ekki skroppið útí búð, í bíó og út að borða svona einn, tveir og þrír. Ég sakna þess samt varla enda búin að taka þetta frelsi svo rækilega út. Mér fmnst bara yndislegt að fá vini mína hingað heim í mat í staðinn. María: Og hvemig gekk svo meðgangan og þaðallt? Valdís: Það er hollt að ganga með barn hvað sem hver segir og maður á að njóta meðgöng- unnar en ekki telja dagana. Ég blómstraði á þessum tíma. Og svo að upplifa fæðingu á þessum aldri, ég er þijátíu og ftmm, það var stærsta stund lífs míns þegar hann kom í heiminn og þetta var bara ekkert mál. Fagfólk í kringum mann og maður sjálfiir vel upplýstur og undirbúinn. Ég upplifði að eiga barn fýrir tuttugu árum, erfiða meðgöngu og fæðingu enda bara 15 ára og átti sárar minningar frá því. Svo það breytir miklu að vera tilbúin í þetta. María: Hvað kom mest á óvart, svona eftir á að hyggja? Valdís: Ég átti nú alls ekki von á því að líta svona vel út eftir þetta. Vöxturinn hefur svo mikið breyst og þá aðallega til batnaðar. Ég hef ekki verið svona grönn síðan ég var unglingur. Aldrei verið með svona mikið mitti og ég næ því nú ekki. Svo hef ég aldrei haft aðra eins fýllingu í lífinu og tilgang. Fyrstu fjórar vikumar voru strembn- ar, líka af því að þá var maður að ná öryggi og fóta sig í móðurhlutverkinu. En svo kom fýrsta brosið og það mynduðust þessi ólýsanlegu tengsl. Ég er búin að kjafta þvílíkt við hann útí eitt og lofa honum öllu fögru að ég vona að ég geti staðið við einhvern hluta af þessu. Ég er orðin eins og stjómmálamaður og lofa upp í ermarnar á mér. Skrýtin líka þessi eignartil- finning. Þótt einhverstaðar standi að maður haft börnin sín bara að láni þá er svo sterk til- ftnningin að vilja umvefja og vemda þetta litla líf að það má helst enginn koma nálægt hon- um. Égá’ann. María: Hvað finnst þér svo um rómantík núna? Valdís: Allt lífsgæðamatið er svo breytt. Það hlýtur að hafa verið svo brenglað hér áður að mér fmnst ég þurfa að endurskoða það allt saman. Ef ég hugsa um hvað mér hefur fund- ist rómantískt í gegnum tíðina þá kemur upp í hugann góð stund á ítölsku veitingahúsi á Col- umbus Avenue í New York á þakkargjörðar- daginn fýrir mörgum átrim, ég bæði ástfangin af manninum og borginni. Og svo situr líka í mér bíóferð í Háskólabíó á þá ólíklegu mynd Lömbin þagna. Það er líklega aðalmálið hver manneskjan er sem maður er með. Nú rauðvín og kertaljós finnast mér alltaf vera rómantísk. Góðar minn- ingar. Snæfellsnes. Húsið mitt á vetrarkvöldi þegarjafnfallinn snjór er ájólatrjánum í garð- inurn og ég með kveikt á kertum og Strauss á fóninum. En hvað sem ég hef áður sagt um rómantík í útvarpi, stelpur mínar, þá er þetta toppurinn á rómantíkinni. Égvildi óskaað ég hefði treyst mér í þetta fyrr, en svona hefur þetta átt að vera og nú er hann kominn litli strákurinn minn og heitir Hrafn eins og ég var löngu búin að ákveða. Heimsmynd / ág'úst - september (9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.