Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 96

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 96
Kjötsúpan hennar mömmu Hjúnin Margrét K. Sigurðardóttir, markaðsstjóri Morgun- blaósins, og Jón Þórisson, útibússtjóri fslandsbanka. Máltíðin sem aldrei var borðuð máltíðni Fyrir nokkrum árum fórum við ungu hjónin í brúðkaupsferð til Ítalíu. Það má segja að þetta hafi einnig verið hálfgerð sælkera- ferð, þvívið vorum í því að borða og prufa bæði mat og vín í þessari ferð. Einn daginn fórum við til Veróna til þess m.a að sjá óperuna Aidu sem átti að flytja þann daginn í hinum fornu, frægu rústum hring- leikahússins ÍVeróna Við komum þangað um hádegisbil, keyptum okkur miða á óperuna og höfðum góðam tíma til stefnu fram að sýningu. Notuðum hann til að skoða okkur um á þessum fallega, rómantíska stað og sáum m.a svalirn- ar frægu þar sem Rómeó og Júlía áttu sínar dramat- ísku stundir. Eftir að við höfðum spókað okkur um Veróna ákváð- um við að fá okkur góða máltíð. Fundum á torginu fal- legan og aðlaðandi veitingastað með útsýni yfir mann- lífið og hringleikahúsið gamla sást úr fjarska Þetta er fínasti veitingastaður og margt aðlaðandi á matseðlinum. Þarvar meðal annars á boðstólum írskur Guinnes- bjór og af öllum stöðum í heiminum þá ákveður Jón að ÍVeróna ætli hann að fá sér einn til prufu, því írskan Guinness hafði hann aldrei bragðað áður. Margrét fékk sér hvítvínsglas og síðan var pantað Ravíólí og annað pasta „Þetta veitingahús bauð upp á flott eftirréttahIaðborð og þar sem Margrét er mikill aðdáandi eftirrétta ákvað hún að fara og skoða þetta fallega desserthlaðborð," segir Jón. Eg sit þama og sötra Guinnes-bjór sem er í raun alveg ógeðslega vondur, eins og uppleystur skóáburður á bragðið, þegar inn kemur þessi rosalega flotta kona, klædd í hvítan kjól og svo hlaðin skartgripum að það klingdi í henni. Allt greinilega í hæsta verðflokki. Með henni varsvo þessi gamli, bogni, pervisni karl og greini- legt að það eina sem hún sá við hann var veskið hans. Og þau settust við borðið við hliðina á okkur. Eg var nú aðeins farinn að undrast um hvað Margrét ílentist við eftirréttaborðið og snéri mérvið til að athuga með hana. Rak mig um leið í glasið með þessum þykka, svarta bjór og heyri þá þetta skerandi óp. Lít til baka og sé þessa glæsilegu konu íkjólnum, ekki leng- ur hvítum heldur svartdoppóttum. Um leið upphófust mikil læti og handapat Þjónarnir allir sem einn komu hlaupandi að borðinu og jafnvel gestir á næstu borð- um tóku til við við að róa hysteríska konuna Ég hvftnaði upp þegar ég áttaði mig á aðstæðum. Sá í huganum allan gjaldeyrisforða okkar hjónanna fjúka burt og vissi alls ekki hvaðan á mig stóð veðrið. En mitt í öllum hamaganginum var gripið um handlegginn á mér og ég dreginn út úr þvögunni. Margrét var sem sé komin mér til bjargar og við tókum bara til fótanna. Forðuðum okkur inn í næstu hliðargötu og horfðum á uppþotið úr fjarska. Ég skal nú alveg viðurkenna að mér fannst ekki beinlínis karlmannlegt að hlaupast á brott, en verð nú samt að viðurkenna að við sáum kómísku hliðina á þessu öllu saman og í dag er þetta bara fyndin endu'rminning. Nú, þessi máltíð sem hefði átt að vera einn af há- punktum brúðkaupsferðarinnar endaði í ftölskum sam- lokum með parmaskinku og appelsínudjús á áhorf- endapöllunum í óperusýningunni Aidu ÍVerona /SLH Þegar ég velti þessari spurningu fyrir mér rifj- aðist ýmislegt upp. Að vísu gæti ég talið upp ýmsa málsverði sem bæði hafa ver- ið frábærir og mikil upplifun á sinn hátt. En minnisstæðasta máltíðin er samt alltaf kjötsúpan sem ég fékk hjá mömmu fyrir mörgum árum. Það var fyrsta misserið mitt í mannfræð- inni og ég var að koma heim í jólafrí frá London. Ég var rétt um tvftugt og hugsaði mikið heim þennan vetur- inn. Það var snjór og kuldi þegar ég kom til íslands og þegar ég kom að heimilinu tók á móti mér þessi ynd- islegi matarilmur, mömmuilmurinn. Og þegar ínn var komið var á borð- um rjúkandi íslensk kjötsúpa Betra gat það ekki verið tyrir ungan mann- fræðistúdentinn, sem var í fyrsta sinn í burtu að heiman. Ég gleymi þessari kjötsúpu aldrei. Eftir þetta var það hefð, að í þau sjö ár sem ég var í námi erlendis var kjötsúpan hennar mömmu alltaf á borðum þegar ág kom heim. En hún var samt aldrei eins góð og þennan kalda desemberdag, fyrir mörgum árum, þegar ég kom heim í fyrsta sinn. <*» ». 96) Sælkerinn / Heimsmynd - ág-úst / september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.