Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 64

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 64
Les „Nei, mín vinna í Baðhúsinu er að mestu búin, enda fólst hún í að hanna innviðið í þessum kvennaklúbbi og vinna dag og nótt við að koma honum í stand. En Linda sér dag- lega reksturinn og heldur utan um þetta allt saman núna. Nei, það sem ég var að tala um er undirbúningur sem við erum á fullu í fyrir stóra og nýstárlega sýningu sem verður í Perl- unni í nóvember. Og við erum báðir félagam- ir að vinna í undirbúningnum saman.“ Og um hvað snýst málið? Les: Þetta er stór sýning sem á sér fýrirmynd í stærstu árlegu svokölluðu vörusýningunni í London. Sú sýning heitir Clothes-show (sbr. samnefnt tímarit og vikulegan sjón- varpsþátt í Bretlandi). Sýninguna hér ædum við að nefna Lífsstíl 2000 og hún stendur yfir í viku. Yfirskrift sýningarinnar segir allt sem þarf, því við verðum með flest það sem til- heyrir lífsstíl fólks. Þarna sýna fjöl- margir aðilar, bæði hönnuðir, heildsalar, verslanir, snyrti-ogförð- unatfólk, hárgreiðslufólk og aðilar í innanhúshönnin, bílainnflutningi, hátækni fýrir heimili og margir aðr- ir. Eg myndi lengja viðtalið til muna ef þeir ættu allir að komast að, en allt tengist þetta lífsstíl á breiðunt gmndvelli. Þamaverða líka tilheyr- andi uppákomur og sérsýningar á tísku og fleiru.“ Nú tala þeir hvor í kapp við annan og það fer ekki á milli mála að þetta verkefni á hug þeirra allan í augnablikinu. En yfir í aðra sálma. Konumar þeinæ Hvað hafið þið lært af þessum ís- lenskum konum ykkar? Alex: „Ymislegt, eðlilega og sjálfsagt þær af okkur. Ut á það ganga sambönd.“ Les: „Eg held að við höfum aukið víðsýni þeirra, að sama skapi hafa þær veitt okkur inn- sýn í íslenskt ]ajóðfélag.“ Les/Alex í kór: „Þetta eru stórkostlegustu konur sem við höflim nokkum tíma hitt.“ Alex: „Þetta er eins og hver önnur bölvun. Við emm hér af því við elskum þær.“ Les: Jafnvel þótt þær séu 1.000 mílum og 35 þústmd krónum fra heintaborg okkar.“ Eru þær í ykkar augum dæmigerðar íslenskar konur? „Ná!!“Enn ogaftursammála. Les: „Þær eru alveg einstaklega sterkir per- sónuleikar báðar tvær. Það er sjálfsagt af því að báðar hafa þær þurft að hafa töluvert fýrir líf- inu. Jafnvel þótt Linda sé sex ámm yngri en ég hefur hún oft vit fýrir ntér og ég hlusta. Oftast vita þær báðar betur.“ Alex: „íslenskar konur em margar býsna sterk- ir persónuleikar, sýnist mér. Mér finnst í raun íslenskar konur miklu sterkari en íslenskir karlmenn.“ Les: „Svo ég komi aftur að uppeldi þjóðarinn- ar, held ég að þetta felist í frelsi unga fólksins. Konm' mega svo að segja allt, ólíkt því sem ger- ist í segjurn kaþólskum samfélögum í Evrópu. Hér mega konur faia út að skemmta sér, þær geta sofið hjá án þess að nokkrum komi það við, drukkið sig fullar og svo fianivegis.“ Alex: „Mér þykja íslenskir karlmenn hins veg- ar ofurviðkvæmir, en ájákvæðan hátt. Það sem ég meina er að þeir em miklu næmari á konur og bera miklu meiri virðingu fyiir kon- um en nokkum tíma breskir karlmenn." Alex: „Eg hef meiri tengsl við konur en karl- menn á Islandi í gegnum Filippíu. En það sem ég hef þegar af kynnum mínum af ís- lenskum karlmönnum að segja er að mér „Eg hef sterklega á tilfinningunni að þessi kaldhæðnislegi enski húmor okkar virki fráhrindandi. Hann hljómar að minnsta kosti ekki vel þegar það þarf að þýða hann yfir á íslensku" finnst þeir bæði viðkvæmati og þögulli.“ Les grípur orðið: „Eg átti ekki við þögulli þeg- ar ég var að tala um þá áðan. Eg hef átt mörg samtöl við íslenska karlmenn þar sem þeir tala opinskátt um sambönd sín við íslenskar kon- ur.“ Það er forvitnilegt, upplýstu mig frekar um það? Les: „Þegar maður spyr t.d. íslenska karlmenn um konumar þeirra fær maður aldrei snubb- ótt svör, eða einhverja útúrsnúninga. Þeir vilja alltaf ræða konumai' sínar og bera augljóslega mikla virðingu fýrir þeim. Tala um þær eins og þeim finnist þær einstakar og allt sem þær gera.“ Áttu við að þeir séu mjúkir? „Nei, alls ekki, þeir þekkja bara konur. Svo er annað atriði varðandi konurnar hér, þær hugsa svo vel um sig. Það skiptir engu máli hvar þú ert, þess vegna á sveitaballi á Hornafirði, vel til hafðar konur em allstaðar. Mér finnast íslenskar konur em allar sem ein vera mjög meðvitaðar um útlit sitt,“ segir Les. Og Alex bætir um betur, „og þær líta líka alvegjafnvel út þótt þær eigi tvö, jafnvel þijú börn. Islenskar konur gefast greinilega aldrei upp.“ Eigið þið ekkert líf fyrir utan vinnuna og konurnar? Les: „Það er kannski ekki mikið. En mér finnst líka gaman að vinna. Hvort sem það er svona skipulags- vinna eins og núna, eða þegar mað- ur var á kafi í drullugallanum við að standsetja Baðhúsið eða eitthvað annað. En auðvitað geri ég meira en að vinna. Mér þykir gott að slaka á og hlusta á góða tónlist og mér finnst gaman að fara í veiði og svo hef ég mjög gaman að því að spila golf. Endilega komdu því að í viðtal- inu að mig vantar golfklúbb tíl að gerast félagi í.“ Því er komið að og sömu spumingu vaipað til Alex. Alex: „Fyrst þú spyrð, ætli tíminn fýrir utan vinnuna hafi ekki bara farið í það að endur- skipuleggja líf sitt í nýju umhverfi. Svona á milli þess sem maður les Sunday Times upp til agna.“ Er nauðsynlegt að fylgjast með öðru en því sem er að gerast í þessu litla landi? Les: „Hver er að tala um að Island sé lítið land. Það er álíka stórt og Irland og þó nokkuð stærra en Wales.“ Þama slær skoski hreimur- inn hans Les öllu við. Hann svarar spuming- unni áfram: „Ef maður ætlar hreinlega ekki að tapa áttum verður maður að fylgjast með fréttum í gegnum breska fjölmiðla. Grátlegt dæmi um það var þegar ég var að horfa á fr étt- imar fýrir skömmu í sjónvarpinu, en þá spilaði einhver hljómsveit og í beinu framhaldi er sagt var frá látí hundruða manna í Rúanda. Hverskonar fféttamat er þetta eiginlega?“ Eg leyfi honum að varpa spumingunni til les- enda, enda langt liðið á kvöldið og verkefna- listínn ekki tæmdur. Fyrst var myndatakan í breska tívolíinu á hafnarbakkanum þar sem bæði viðmælendurnir og ljósmyndarinn skemmtu sér hið besta og í framhaldinu beið þeirra við botnlaus skipulagsvinna með til- heyrandi utanferðum og öðm tílstandi tíl að gera I jfsstflinn að veruleika. 64) ágúst - september / Heimsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.