Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 60
Les: „Mér finnst það mikill kostur, enda eru
ungir Islendingar bæði mjög sjálfstæðir og
yfirleitt vel að sér um ólíklegustu hluti,“ segir
Les og skerpir á skoðunum sínum með dæmi.
„Ef ungur Breti á aldri við mig (30 ára) væri
spurður hver er forsætisráðherra Bretlands,
yrði svarið hikandi; ,John Major, er það ekki?
Hár þekkingarstandard hér á landi heíur sjálf-
sagt með smæð þjóðarinnar að gera. Fjölmiðl-
arnir ná til allra. Enda hefur maður sosum
ekkert annað að gera en að sitja yfir fréttatím-
unum á kvöldin. Það er að minnsta kosti úr
fáu öðru að velja í íslensku sjónvatpi á sama
tíma.“
Alex (25 ára), þrátt fyrir styttri viðveru
fæ ég ekki betur séó en aó þú hafir
einhverja innsýn inn í íslenskan kúl-
túr. Ykkur Filippíu tókst bærilega
upp með tískusýninguna í Kolaport-
inu.
Alex: „Ég held að kjarni málsins sé sá að Is-
lendingar standa á tímamótum. Ég merkti
það til dæmis á því að allir voru tilbúnir að
leggja sitt af mörkum, og það með glöðu geði.
Maður fann þarna fyrir feikna orku sem er
orðið tímabært að virkja. Það var hreint frá-
bært að vinna að þessari sýningu. Þetta vannst
allt miklu betur en við þorðum nokkum tíma
að vona. En fólkið var ekki bara opið heldur
voru margir tilbúnir að kosta sýninguna og
svo sýndu fjölmiðlamir okkur mikinn áhuga.“
Þetta hefur væntanlega líka eitthvað
með velgengni Filippíu í Smirnoff-
keppninni f Brasilíu að gera. Það
hafa margir beðið þess að sjá meira
frá henni.
Alex: ,Já,já velgengni Filippíu sem fatahönn-
uðar er augljós ástæða allrar athyglinnar.“
Les: „Fólk er líka farið að skynja að tískusýning
er ekki bara einhver fatasýning á einhvemveg-
in fötum. Það er hönnun, hugsun, heild og
heilmikil vinna á bak við svona sýningu. Og
þegar það allt gengur upp, þá er tískusýningin
líka skemmtun. Sýningin í Kolaportinu var
líka fagmannlega unnin, en þar kom reynsla
okkar Alexar af fýrirsætustörfunum að góðu
gagni.“
Alex: „Næst held ég það verði verði erfiðara
að ná sömu athygli. Menn væntu mikils af Fil-
ippíu og hún stóð fyllilega undir þeim vænt-
ingtun. Svo er allt nýtt svo spennandi. Og þessi
sýning var eitthvað alveg „nýtt“ á Islandi.“
Hefði þessi sama sýning gengið upp
á sömu forsendum í Bretlandi?
Alex: „Það hefði verið miklu eifiðaia. Það ligg-
ur í augum uppi að á Islandi hefur Filippía
góð sambönd og hér er samkeppnin miklu
minni en úti. Það hefði verið hægt, en það
hefði krafist enn meiri vinnu. Annars tel ég að
sýningin sem slík hefði sómt sér hvar sem er í
heiminum. Fyiir mína parta fmnst mér alveg
kominn tími á að Islendingar spreyti sig er-
lendis með eigin stfl. Þeir hafa allt til alls, næga
undirbyggingu; háa greindarvísitölu, sterka
fjölskyldu. Allt. Stoðirnar eru svo sterkar hjá
ykkur.“
Les: „Það á ekki bara við um famað. Island er
bæði hreint og fagurt land og ætti að gera
skurk í því að markaðssetja sig sem umhverfis-
vænt land. Það er til lítils að selja íslenskt vatn í
útlöndum ef enginn veit svo mikið sem hvar
Island er staðsett á landakortinu og hvað land-
ið hefixr upp á að bjóða.“
Alex: „Þegar ég hef sagt fólki frá veru minni á
Islandi fá flestir hroll. Almennt telur fólk að Is-
land sé eitt stórt ffystihús.“
Hvernig hefur ykkur annars verið
tekiö, Skotum á íslandi, er stutt í
hrokann?
„Nei.. .eða njá,“ segir Les og hikar. Alex getur
ekki stillt sig um að hlæja. En Les heldur
áfram. „Ég hef mikið verið að velta þessu fýrir
mér. Linda segir að þetta sé feimni. Eðlilega
er fólk feimið við rnann. Maður kemurjú frá
„Þegar ég kom fyrst
sá ég Reykjavík fyrir
mér sem lítinn bæ
með margt upp á að
bjóða. Þá var ég
reyndar ekki kominn
í kast við kjaftasög-
urnar“
öðru landi og talar dagsdaglega annað tungu-
mál. Þessi feimni kemur stundum fram í að
fólk rýfur snögglega samræður við rnann og
án skýringa. Islendingar eru kannski margir
óvanir að tjá sig á ensku í sínu heimalandi.
Þeir eiga þó til að bjóða manni upp á glas og
sýna þannig hug sinn í stað þess að leggja út í
flóknar samræður. Svo hef ég sterklega á tíl-
finningunni að þessi kaldhæðnislegi, enski
húmor okkar virki stundum fráhrindandi.
Hann hljóma að minnsta kosti ekki vel þegar
þa þarf að þýða hann yfir á íslensku. En hann
hefur öfuga merkingu“ segir Les afsakandi.
„Húmorinn felst í gagnstæðri merkingu orð-
anna,“ ítrekar Alex, svo það hvarflar óneitan-
lega að manni að fleiri en einn hafi tekið kald-
hæðni þeirra óstinnt upp.
Alex: „Við erum bara velmeinandi. Þýðing
getur eðlilega misfarist. Við verðum líklega
bara að sætta okkur við það að tala svona okk-
ar á rnilli. Maður er alltaf að læra.“
Les: „Það er líka annað og meira sem tak-
markar okkur og ekki síður ykkur Islending-
ana líka, en það er verðlagið.“
Áttu við t.d. verðlagið á bjórnum,
spyr ég eóli málsins samkvæmt þar
sem við höfum þegar hvert um sig
skolað í það minnsta einum niður og
erum enn ekki orðin nógu kærulaus
til þess bíða án kvíða eftir reikningn-
um.
„Skítt með bjórinn," svarar Les. „En ef það
væri hægt að ferðast ódýrar, þá væri manni
borgið. Hugsaðu þér, það kostar mig minnst
35 þúsund kall að ferðast til og frá London.
Ég er viss um að ýmislegt í fari Islendinga væri
öðruvísi ef þeir hefðu tök á því að flakka
meira. Auðvitað veit ég að Islendingar ferðast
mjög mikið, en ég er ekki að tala um margra
vikna frí, heldur þetta að geta skroppið í ann-
að land og átt svona stutt stopp í öðruvísi um-
hverfi. Hins vegar eru þessa ferðir mínar ekki
til þess að slaka á og skemmta mér í nýju um-
hverfi, því ég fer reglulega út til að vera með
syni mínum sem býr í London. En ég hef oft
velt því fýrir mér hvort ýmislegt væri ekki öðru-
vísi hér ef fólk ætti tök á að slaka á í nýju um-
hverfi, rétt eins og Evrópubúar geta gert, án
þess að það kostaði þessi ósköp.“
Alex: „Verðlagið verður að breytast. Ég þekki
marga sem eru æstir í að koma hingað til
lands og myndu hiklaust gera ef það væri ekki
svona dýrL“
Les: „Marga vina okkar í London langar mik-
ið til að korna til Islands, en þegar þeir heyra
hvað það kostar að lifa hér í viku og hafa það
nokkuð gott fallast þeim hendur. Það kostar
minnst 100 þúsund kall að eyða viku á Islandi
með öllu tilheyrandi. Fyrir sama pening er
hægt að fara til sólarlanda, t.d. Spánar eða
Marokkó, og lifa í vellystíngum í lengri tíma.
Ef þetta breytist á Island glæsta framtíð fýrir
sér, ekki síst Islendingar sem veitír ekki af því
að fá að anda endrum og sinnum.“
Svo líf ykkar á Fróni er ekki eintómur
dans á rósum?
„Því fýlgjajafnmargir kostir og gallar að búa á
Islandi," segir Les og verður hugsi og um leið
virðist sem viðtalið sé að taka aðra stefnu. Og
hannjánkar næstu spumingu. „Það er alveg
rétt, það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera
útlenski kærastínn hennar Lindu Pé héma á
Islandi. Hefur bara stundum verið dálítið erf-
itt, skal ég segja þér.“ Hann hækkar róminn:
„En svo kemur á móti að þetta hefur líka verið
afar skemmtílegt tímabil, þótt það hafi verið
stöðugt álag á sambandi okkar.“
Hvað segir þú, Alex, eftir þriggja
mánaða dvöl á Islandi?
Alex: „Það er sko ólíku saman aðjafna að búa
í London eða í Reyljavík. I sjö milljóna
manna borg er ekkert auðveldara en að láta
sig hverfa í mannhafið. I London fer maður
frjáls ferða sinna; fer út að skemmta sér á
föstudagskvöldi og þarf ekki að hafa höfuð-
verk þegar maður vaknar á mánudagsmorgni.
Enginn veit með hverjum þú varst, hvert þú
60) ágúst - september / Heimsmynd