Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 56

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 56
□awomBoD Allsherjaraoði Jörmundur Ingi Hansen hefur verið Alls- heijargoði Asatrúarfélagsins frá áramótum þó hin eiginlega innsemingarathöfn hafi ekki far- ið fram fyiT en íjúlí. Hann var skírður Jörgen eftir dönskum afa sínum en lét breyta nafni sínu þvf honum finnst íslenskir ríkisborgarar eiga að bera íslensk nöfn. Jóhanna V. Guð- mundsdóttir hittijörmund í síðdegiskaffi á Hótel Borg. En einmittþar, í tumherberginu, stofnuðu þeir Sveinbjöm Beinteinsson Asatrú- arfélagið formlega við þriðja mann árið 1972. Hvers vegna stofnuðuð þið Ásatrúar- félagið? Við töldum okkur lengi hafa verið ásatrúar og fannst vanta vettvang fyrir ásatrúarmenn að koma saman. Stofnuðum því félagið sumar- daginn íyrsta 1972. Út á hvað gengur starfsemin? Hún skiptist í trúailegt staif og í félagsstarf. Fé- lagsstarfið felst aðallega í sambandi við með- limi og útgáfu félagsrits. Núna erum við að undirbúa miklar lagabreytingar innan félags- ins og svo erum við að ganga frá kaupum á húsnæði, undir skrifstofu og fundarsal, en við fjölgunina í félaginu er það nauðsynlegL Ersvona mikil aðsókn í Ásatrúarfé- lagið? Já, núna er fjöldi fólks að ganga í félagið. Ég held að þetta sé fólk sem telur sig ásatrúar og fmnur að það á samleið með félaginu. Það gengu ansi margir í félagið eftir að Sveinbjöm dó og ég talaði við nokkra þeirra því þetta kom svolítið á óvart. Svör fólks vom yfirleitt á þá leið að það hefði hugsað lengi um að ganga í félagið en ekki gert. Þegar Sveinbjöm dó sáu rnargir að ekkert er eilíft og það held ég að hafi hrist upp í fólki sem annars hefði ekki komið í félagið fyrr en löngu seinna. Fé- lagsmenn eru hátt í 200 og mér kæmi ekki á óvart þó þeir yrðu 300 fyrir árslok. Skráðir þú þig úr Þjóðkirkjunni við stofnun Ásatrúarfélagsins? Nei, það gerði ég ekki fyrr en félagið varð lög- gilt árið 1973. Ég sá enga ástæðu til þess fyrr. Það er ekkert lögmál að vera ekki í Þjóðkirkj- tmni ef þú ert í Asatrúarfélaginu. Persónulega hef ég ekkert á móti Þjóðkirkjunni og er reyndar fylgjandi því að til sé Þjóðkirkja á meðan yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur sig vera lútherskan. Telurðu trúfrelsi skv. stjórnarskránni vera tryggt hér miðað við hversu erf- iðlega gekk að fá Ásatrúarfélagió viðurkennt á sínum tíma? Ég held að erfiðleikamir hafi bara komið til af því að fólk vildi fara varlega. Þegar þeir sem því réðu sáu að alvara var á bak við stofhun fé- lagsins en ekki einhver óknytti gekk það í gegn. Ég var að koma frá ásatrúamrönnum í Bretlandi sem börðust í 20 ár fyrir löggildingu á söfhuði sínum. Þeir fengu loks fyrir skömrnu bréf ffá drottningunni sem jafngildir löggild- ingu. Því getum við ekki kvartað yfir seina- gangi. I Bandaríkjunum hins vegar túlka menn trúfrelsi þannig að hver sem er geti stofnað trúfélag um hvað sem er og gert það hvernig sem er. Þannig held ég að enginn vildi láta hlutina ganga fyrir sig hér. En ís- lenska kerfið gengur dálítið lengra en það bandaríska varðandi viðurkenningu á trúar- söfnuðum. Forstöðumenn löggildra trúar- söfnuða hér framkvæma giftingar, gi'eftranir, nafngjafir og fleira sem hefur lagalegt gildi. Því er skiljanlegt að ríkisvaldið láti það ekki í hendumar á hveijum sem er. Hvar framkvæmir Ásatrúarfélagið giftingar? A því em tvær meginreglur. Annars vegar að athöfnin fari fram utandyra, eins og nú er reyndar í tísku hjá Þjóðkirkjunni, og hins veg- ar að giftingin gerist í sjálfri brúðkaupsveisl- unni. Giftingin hjá okkur er ekki trúarleg at- höfn heldur borgaraleg og reyndar skilst mér að Þjóðkirkjan líti einnig á giftingu sem borg- aralega athöfn. Hvernig fara blót ásatrúarmanna fram? Það er fremur erfitt að lýsa öðm en bara skel- inni. Því sem raunvemlega gerist er ekki hægt að lýsa með orðum. Blót ásatrúarmanna fylgja árstíðum og hvert blót er hátíð sem tengist og helgast af æðra stigi sköpunar. Fyrsta blótið er 1. vetrardag og þá er sköpunar efnisins minnst. Næsta erjólablótið, venjulega haldið 21. desember, og tileinkað sköpun ljóssins.Jól- in em ljóshátíð, þau tengjast sólardýrkun og jól þýða mjög líklega upphaf eða upphafsstað- ur. Sá upphafsstaður í Reykjavík liggur í fjall- inu Keili þar sem sólin sest ájólum. Þriðja blótið er á sumardaginn fyrsta. Það er hámark sköpunarinnar, sköpun lífsins og sköpun mannsins. Fjórða blótið er síðan á Þingvöllum fimmtudaginn í 10. viku sumars, en það er hinn forni þinghelgunardagur og dagurinn sem Alþingi var stofnað. Þetta blót er tileinkað þjóðfélaginu, lögunum og reglun- um sem menn hafa í mannlegu samfélagi. Blótin þróast frá því að vera sköpun efnisins, gegnum sköpun Ijóssins, í sköpun lífsins og síðan í þær reglur sem em manna á milli. Svo má í raun tala um fimmta blótið, haustblót, sem er þríþætt og nálgast það sem kallaðist töðugjöld í gamla daga. Uppskerublót en líka í leiðinni blót dauðans og endalokanna. Þetta blót fellur saman við fýrsta blótið þannig að endalokin og upphafið em sami hluturinn. Halda ásatrúarmenn jól? Já, við höldum nákvæmlega einsjólahátíð og ( 56 J ágúst - september / Heimsmynd aðrir. Jólin eru alls ekki kristileg hátíð, þau voru alltaf haldin á Islandi til forna meðal heiðinna manna og hafa í upphafi ekkert með kristna trú að gera. Meðal Rómveija vom jólin fæðingarhátíð sólguðsins og þegar kristni varð ríkistrú í Róm héldu þeir þessum hátíðarhöldum en settuJesú inn í stað sól- guðsins. Það var í fyrsta lagi á móti öllum regl- um kristinna manna að halda upp á fæðingar- hátíðir. Hjá öllum öðrum helgum mönnum og konum innan kristninnar er haldið upp á dánardaginn. Því eru páskarnir aðalhátíð kristinna manna. Sá siður að fagnajólum með ljósum, jólagjöfum og með því að bera græn tré inn í hús er mjög fom, heiðinn siður. Eru galdratákn og rúnir notuð í blótum? Nei, ekki opinberlega hjá Asatrúarfélaginu. Rúnir em máttug tákn sem tengjast goðunum en það er ákaflega lítill munur á því hvort fólk notarrúnir, tarotspil eðavenjulegbridsspil til að sjá inn í framtíðina. Það er ekki það sem býr í rúnunum sem skiptir máli heldur það sem býr innra með þeim sem notar þær. Hver er hlutur kvenna innan félagsins? Ég vildi gjarnan að konur innan félagsins kæmu sér upp sérstakri deild vegna þess að konur líta guðdóminn út frá öðru sjónarmiði en karlmenn. Sumir hlutir eru að sjálfsögðu sameiginlegir eins og að konur og karlar séu saman á öllum höfuðblótum. En ég sæi ekk- ert því til fyrirstöðu að konur blótuðu Freyju eða aðrar gyðjur með eigin aðferðum og út frá kvenlegu innsæi á sérstökum blótum. Höfuðblótin eru fallegar helgiathafnir sem eru gerðar til þess að allir geti tekið þátt í þeim, karlar og konur og hvort sem menri blóta vatni, æsi, landvætti eða bara mátt sinn og megin. Höfuðblótin halda Asatrúarfélag- inu saman. Það væri hins vegar ákjósanlegt ef stofnaðar væru ýmsar undirdeildir innan fé- lagsins, ekki til að skilja fólk í sundur heldur til að fólk finni það sem er því sameiginlegt með að hver og einn fari sína eigin leið. Það er kín- verskt máltæki sem segir: Það eru óteljandi leiðir upp fjallið en þegai' þú ert kominn upp á toppinn þá er útsýnið alltaf það sama. Hvaða hlutverki gegnir Allsherjargoði? Ætli Allsheijargoðinn sé ekki bara fremstur meðaljafningja. Einhver verður að veraút- gangspunkturinn í félaginu og það er ég í augnablikinu. Trúarlega séð er ég ekki hærra settur en aðrir í félaginu. Því þótt félagið skipt- ist í almenna félagsmenn og goða er samt ekki hægt að segja að innan þess ríki stéttaskipting. x b» s a co c > « ■ö c I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.