Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 12

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 12
Samviskumál þjóðarinnar Kristmann Guðmundsson, rithöfundur. Helgi Felixson, kvikmyndagerðarmaður, hefur gert umdeildar heimildarmyndir eins og Sœnsku mafíima og Bóndi er bústólpi, Næsta heimildarmynd hans er einnig líkleg til að kalla á sterk viðbrögð, en hvin fjallar um Krist- mann Guðmundsson, rithöfund, og tekur á meðferð þjóðarinar á þessurn metsöluhöf- undi. Meðferð, sem Helgi segir í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, bókmennta- ffæðing, að sé eitt af samviskumálum íslensku þjóðarinnar. ristmann Guðmundsson var einn vinsælasti skáld- sagnahöfundur Islendinga á þessari öld. Vinsældir hans náðu reyndar langt út íyrir landsteinana, en bækur hans voru þýdd- ar á þrjátíu og fimm tungumál. Verk Krist- manns hlutu almennt mjög góða dóma er- lendis, honum var þar jafnvel líkt við skáld- jöfra á borð við Knut Hamsun. Fáir gagnrýn- endur hér á landi vom reiðubúnir til að viður- kenna þá samlíkingu, allflestir fóm hörðum orðum um verk hans, sögðu þau léttvæga af- þreyingu í verra lagi. Lífsferill þessa manns sem ungur hélt til Nor- egs og raðaði bókum sínum á metsölulista þai' í landi en sneri heim frægur rithöfundur til þess eins að mæta óvild og andúð stórs hóps kollega sinna og gagnrýnenda vakti áhuga Helga Felixsonai' sem vinnur nú að heimildar- mynd um skáldið. Helgi hefur verið búsettur í Svíþjóð í sautján ár og rekur þar kvikmyndafýrirtækið IDE film. Helgi hefur meðal annars unnið að gerð heimildarmynda sem sýndar hafa verið í sjón- varpi hér á landi og sumar hverjar vakið nokkra ólgu. Þar á meðal má nefna heimild- armyndina Sænsku mafíuna og nú síðast Bóndi er bústólpi. „I báðum þeirn rnyndum var ég að fjalla um samviskuspurningar sem ég hef gaman af að velta fyrir mér,“ segir Helgi. „Eg veit ekki hversu vinsæll ég er eftir sýningu á Bóndi er bústólpi en ég skrifa enn undii' allt það sem kom ffam í þeirri mynd. Eg er sáttur við hana.“ Sú gagnrýni sem kom fram á myndina hefur ekki lagst illa í hann. „Mér finnst gott að verk mín veki viðbrögð, sérstaklega ef mér finnst ég hafa verið að fylgja sannfæringu minni og það gerði ég í myndinni." Og næsta mynd Helga verður heimildarmynd um Kristmann Guðmundsson og það er óhætt að lofa því fyrirfram að myndin verði hin adiyglisverðasta. En af hveiju Kristmann? „Þama er eiginlega garnall draumur að rætasL Mig hefur alltaf langað til að gera mynd um rithöfund,“ segir Helgi. „Fyrir nokkru las ég sjálfsævisögu Kristmanns og af henni mátti ráða að þama hefur verið á ferðinni ákaflega merkilegur maður enda lék engin lognmolla um hann. Kristmann gaf á sínurn tíma út ævisögu sína sem var fimm binda verk og það fór óguriega í taugamar á fólki að einhver skyldi skrifa fimm bækur um sjálfan sig, það væri ekki hægt að hafa frá svo miklu að segja. En Kristmann hafði frá svo miklu að segja. Hver dagur í hans lífi var óskaplega dramatískur. Eg veit ekki hversu rnikil skil er hægt að gera manni eins og honum í stuttri heimildarmynd því líf hans var fullt af viðburðum. Það er eins og dulaifull saga og ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að botna hana. Þetta er saga af manni sem heldur til Noregs 1924 með tvær krónur í vasanum og kann ekki orð í norsku. Hann hefur einungis verið eitt ár í Noregi þegar hann er kominn með handrit að fýrstu bók sinni og hún kemur út árið eftir. Eftir fjórtán ára dvöl í Noregi eru bækumar orðnar tólf. Þær hafa hlotið gífur- lega útbreiðslu. Hann er orðinn metsöluhöf- undur, bækur hans em yfirleitt í þriðja til sjö- unda sæti í bóksölu, ásamt verkum Hamsun og fleiri frægra rithöfunda. Bækur hans seld- ust í 15-40.000 eintökum sem enn þann dag í dag er gíftirleg sala á bók. Hann heldur síðan heim til íslands og verður strax var við að vinir hans hafa snúið við honum bakinu. Hann fer að heyra sögur um sjálfan sig utan úr bæ þess efnis að hann bíti geirvörtur af konum og gi-afi upp lík í kirljugarðintim. Sögumar vom margfalt fleiri, ég nefni aðeins tvær sem koma strax upp í hugann.“ Það varð varla til að lægja slúðuröldumar hér á landi að hjónabönd Kristmanns urðu níu talsins? „Krismiann var ákaflega rómantískur,“ segir Helgi. „Eg hitti fyrstu eiginkonu hans í Nor- egi. Hún sagði að hann hefði orðið óskaplega ástfanginn, varð eins og gagntekinn. I sjálf- sævisögu sinni segist hann vera forlagatmar og hann hafði endurholdgunarkenninguna sér til stuðnings í lífinu. Oft og tíðum fram- kvæmdi hann hluti, án þess að um raunvem- legan vilja hans væri að ræða, vegna þess að hann trúði því að honum væri ætlað að gera það Hann taldi sig vera að taka skref til per- sónulegs þroska. Eg held líka að þegar hann valdi sér konu hafi hann valið hana vegna þess að hann hafi talið að svo ætti að verða. Kannski hefði hann betur unnið sig I gegnum fýrsta hjónaband sitt í stað þess að fá sér sífellt nýja konu.“ - Hvaða skýringar heldurðu að séu á því að Kristmann hafi mætt svo mikilli andúð hér á landi á meðan hann var afar vinsæll erlendis? „Eg held að þær séu mjög margslungnar. Ég finn aldrei haldbæra skýringu enda held ég að ekki sé hægt að ætla mér það hlutverk en ég get velt því upp hvað hugsanlega gerist þegar maður hlýtui' alþjóðlega athygli og viðurkenn- ingu. Hugleitt hvað gerist hjá okkur hinum.“ Sú heiftúðuga gagnrýni sem verk Kristmanns hlutu hér á landi segir Helgi mjög athyglis- verða. „Bókmenntafræðingar vissu að Kristmann var undir mjög sterkum áhrifúm rómantíkur. En hér á landi var sósíalískur hugsanaháttur áð ryðja sér til rúms og hann virðist hafa verið fýrr á ferðinni hér á landi en í Noregi. Það var svo mikill ofsi og heift á þessum tíma sem við könnumst ekki við í dag. Tíðarandinn var allt annar. Kristmann hafði engan hug á því að verða framlengdur armur kommúnismans, en það stóð honum vissulega til boða í byrjun. Hann þótti því ekki liðtækur í þá menning- armafíu sem hér réði ríkjum. Það var harðvít- ug bókmenntamafía sem vann gegn Krist- manni og gerði allt til að koma í veg fýrir fram- gang hans. Þetta var sambland af pólitík og öf- undsýki, fæstir höfundar fá tækifæri til að komast á alþjóðlegan markað. Og sú gagnrýni 12) ágúst - september / Heimsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.