Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 38
UsncÐSDfflOcBBg G(£
og tilþrif
í leiklistinni
Hinrik Ólafsson, leikari hefur stigið á ólík
svið leiklistarinnar á sínu fyrsta ári sem at-
vinnuleikari. Vilborg Einarsdóttir ræddi
við hann um leiðina í leiklistina, óperusöng í
æsku, erfiða kvikmyndavinnu, söngleikinn
Hárið og samanburð við stóra bróðurinn.
Hann er einn af ungu leikurunum sem út-
skrifuðust úr Leiklistarskóla Islands fyrir rúmu
ári og hafa á stuttum tíma komið víða við í
leiklistinni. Nú síðast í einu aðalhlutverka
söngleiksins Hársins. I þá sýningu kom hann
beint úr upptökum á bandarísku víkinga-
myndinni Kjartanssögu, en samfara vinnunni
við kvikmyndina lék hann í bamaleikritinu
Skilaboðaskjóðunni og leikritinu Gauragangi
í Þjóðleikhúsinu. Þar á undan lék hann í
tveimur verkum sem ekki hafa enn komið fyr-
ir sjónir landans, sjónvarpsleikriti Þráins Bert-
elssonar, Sigla himinfley og kvikmynd Þor-
steinsjónssonar, Skýjahöllinni. Leiklistin hef-
ur sem sé verið ein alsheijar töm undanfarið
íúmt ár og henni til viðbótar heftir Hinrik lagt
stund á söngnám í Söngskólanum og tekið að
sér að syngja við sérstök tækifæri. Það er því
dálítið þreyttur þijátíu og eins árs gamall mað-
ur sem ég hitti tveimur dögum eftir frumsýn-
inguna á Hárinu.
„Þreyttur, já. Annars er maður fljómr að jafna
sig. En ég skal viðurkenna að á tímabili var ég
farin að efast um að ég myndi hreinlega halda
í við sjálfan mig. Svona á dögum eins og þegar
að ég var að leika morðóðan hrotta sveiflandi
tíu kílóa sverði á báða bóga að morgni austur
á Vík, keyrði svo í einu kasti til Reykajvíkur og
fór í hlutverk úlfsins í Skilaboðaskjóðunni um
eftirmiðdaginn, gerðistAkureyringurí Gaura-
gangi um kvöldið og söng í einu brúðkaupi í
millitíðinni. En eftir á að hyggja þá hefði ég
ekki viljað sleppa einu einasta tækifæri sem ég
hef tekið ffá því að skólanum lauk,“ segir Hin-
rik. „En það er ósköp góð tilhugsun að næstu
vikurnar verður tímanum skipt á milli Hárs-
ins, afslöppunnar og hestanna minna sem
haia verið verulega vanræktir síðasta árið.“
Leið Hinriks í leiklistina lá á sínum tíma eftir
dálitlum krókaleiðum. Llpphafiega ætlaði
hann nefnilega að gerast tannsmiður og fór til
Danmerkur í nám. Til að gera langa sögu
stutta kynntist hann þar söngelskum tann-
smið sem kom með þá uppástungu að þeir
tæiju að sér að syngja með kirkjukór viðjarð-
arfarir í hádeginu til að verða sér úti um bjór-
peninga fyrir kvöldið. Þegar Hinrik svo flutti
heim fór hann í Söngskólann og hélt síðan í
ársnám í tónlistarháskólanum í Vín.
,Á því ári þuifti ég að gera upp við mig hvort
ég ætlaði mér að verða óperusöngvari eða eitt-
hvað annað. Leiklistaráhuginn vaknaði líka á
þessum tíma, bæði af því að ég stundaði leik-
hús mikið í Vín, sá mikið af góðu leikhúsi og
einhvemveginn upplifði slagkraftinn í leiklist-
inni. Og svo ekki síst vegna þess að ég fann í
náminu hvað það átti miklu bentr við mig að
leika bókmenntir á sviði, en að syngja bók-
menntir á sviði.“
Sjálfsagt hefði það komið fæstum á óvait sem
hafa staðið Hinrik nær í gegnum tíðina þótt
hann hefði ákveðið að gerast óperusöngvari.
„Eg er alinn upp við óperutónlist, því að
mamma spilaði óperur eins og henni væri
borgað fyrir það og gerir enn. Eg var ekkert
38) ágúst - september / Heimsmynd