Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 50
Guóný Halldórsdóttir, einnig þekkt sem Duna Laxness,
í hraustlegu samtali við Sigmund Erni Rúnarsson um úldna
pólitík, kikkió í kvikmyndum og hlutskipti þess,
sem á nóbelskáld aó föóur.
Hundadagar eru hafnir og há-
sumarið lyktar af nýsleginni
töðu. Bílnum er ekið út úr
borginni og þess verður bráð-
lega vart að sveitin nálgast. Framundan er
þyngslaleg dráttarvél sem vaggar eins og
gæs á ferlegum dekkjunum og verður
ekki með góðu móti komist fram úr. A
svona stundum stöðvast tíminn. Og
smám saman rökkvar. Mosfellsdalurinn
húkir milli helgra fella og innar dæsir
Grímannsfellið, næstum fimmhundruð
metra hátt. Þar í hlíðurn, þétt við þjóð-
leiðina, stendur Melkot, lítil hjáleiga aust-
an Gljúfrasteins. Heimkeyrslan er þar
sem hann þagnar þessi kviki niður Köldu-
kvíslar. Strekktur Land Rover stendur í
hlaði, svolítið þjakaður af þúfnum ófær-
um þessa lands. Húsið einlyft, klætt grófu
timbri úr skógum rússnesku túndrunnar.
Umhverfis bærist þéttur víðirinn, vankað-
ur af heitu sumri, og þegar komið er upp
að anddyrinu gerist það sem góðum hús-
um hæfir; það brakar í fótmáli. Húsfreyj-
an er ekki heima og þeir nafnar júníor og
bóndinn segja hana vera að paufast í
henni pólitík. Halldór og Halldór og
Halldórsdóttir á heimleið. Nafnið á við
staðinn og þegar ég sest í bólstraðan stól-
inn finnst mér næstum vont að heita ekki
Halldór líka. Allt annað virðist svo lang-
sótt. Svo stekkur hún inn, kvik og kveðst
kölluð Duna. Eg spyr af hverju og svarið
er einfalt: „Sigga systir gat ómögulega
borið mig fram. Svo úr varð Duna, sem er
ágætt. Annars kallar fólkið í dalnum mig
oftast Guðnýjvi með þessum glæsilega
framburði þar sem vaffið nýtur sín til
fulls!“ Hún segist hafa tafist á fundi með
félögum sínum í bandalagi alþýðunnar,
komin þetta líka á fullt í pólitíkina.
Ovænt, já svolítið, en sigurinn er sætur.
„Afskaplega,“ segir hún og yfir andlitið
færist þetta hæga og hlýlega bros sem
ánægju stafar af. Engin furða, íhaldið
sigrað í sjöttu tilraun. Sjálfstæðisflokkur-
inn í bænum virtist ósigrandi vígi. Tutt-
ugu ára samfelld seta í meirihluta og einu
virtist gilda hvernig hinir flokkarnir fóru
að honum. En múrinn molnaði í maí;
Framsókn fékk tvo, Alþýðubandalagið
annað eins og Duna með dúndrandi
kosningu. Onnur á lista og til alls líkleg.
- En til hvers er pólitík?
„Pólitík er mannréttindi,“ svarar hún að
bragði, giska gáttuð á spumingu blaðamanns.
„Pólitík snýst um allt sem skiptir máli. Sjálft líf-
ið er ein samfelld pólitík," og það er eins og
hún taki atrennu að þessum skörpu meining-
um sínum.
- En er endilega samhengi á milli
politíkur og pólitíkusa?
„Nja,“ og hún hikar aðeins. Tekur svo á rás:
„Það em alltof margir atvinnupólitíkusar sem
komast upp með áralangt hangs. Þeir fara af
stað með viljann að vopni, en verður æ minna
úr verki eftir því sem tímar líða fram. Þeim fer
að líða of vel í starfi, sem sumpart er ofvemd-
að af allskonar embættismönnum í kringum
þá. Islenska pólitík vantarferskleika, djörfiing
og áræðni. Að mínu viti er mestur hluti henn-
ar kasúldinn, í besta falli rykfallinn.“
- Hvað veldur?
„Fámennið. Það þorir enginn að stíga út af
stígnum af ótta við að týnast eða vera álitinn
50) ágúst - september / Heimsmynd