Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 99

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 99
Hvítvín, Frakkland. La Chablisienne, frá Chablis, árgerð 1990. Þegar liturinn á víninu er skoðað- ur kemur í ljós fallegur gylltur blær. Þetta vín er búið til úr Char- donnay-þrúgunum og er eikar- lykún afgerandi. Afskaplega ljúft bragð og góð fylling. Þetta er venjulegt Chablis-vín en vínum frá því héraði er skipt í þrjá flokka, venjuleg, premier cru og grand cru. Aðeins 7 garðar hafa leyfl til að nota grand cru. Til samanburðar var opnuð flaska af La Chablisienne Premiere cru ffá sama ári. Af því víni vantar eikar- lyktina en vínið er feitara. Bragð- ið er aðeins fínlegra vegna þess að eikina vantar. Þess má geta að báðar þessar tegundir eru á vín- lista Grillsins og eru afar góð kaupíþessuvíni. Þetta eru góð vin. Verö ca. 1.550 krónur. Rauövín, Bandaríkin. Blossom Hill frá Kaliforníu. Þetta vín er mjög ljóst, nánast al- veg gegnsætt þegar glasinu er velt. Lyktar sem beijasaft, örlítíð kirsuber og krækiber. Bragðast einnig sem betjasaft og er mjög gott sem slíkt. Þetta vín hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum og er orðið afar vinsælt á Islandi. Vinsældimar má sjáifsagt rekja til hins milda og beijaríka bragðs. Athugið að þetta vín á að drekka kaldara en venjuleg rauðvín. Skemmtilegt er að prufa þetta vín með fiskréttum og auðvitað er það gott eitt og sér. Verð 920 krónur, er í hillum ÁTVR. Rauðvín, Ungverjaland. Egrí Bikavér, árgerð 1991, frá Eger. Það er sterkari lykt af þessu en Blossom Hill en erfitt er að skil- greina lyktína sérstaklega. Vínið rífur í tunguna við fyrstu smökk- un og mikil fylling í fyrstu en hún hverfur jafnskjótt. Þetta vín er óhætt að drekka með flestu kjöti. Verð 800 krónur, er í hillum ÁTVR. Rauðvín, Frakkland. Hautes-Cotes de Nuits árgerð 1990 frá Bourgogne. Mjög ljós litur eins og við er að búast af Búrgundarvíni. Vínið er faríð að brúnkast og orðið nokk- uð þroskað en vín sem brugguð eru úr Pinot Noir-þrúgunni þroskast tíltölulega fljótt. Það er léttnr tónn í lyktinni, örlíúljarðar- berjalykt í bakgrunni. Pinot Noir- vínin lykta oft sérkennilega en Kaninn segir þau lykta eins og skít. Þetta vín er þó frábrugðið með sína mildu lykt. Þokkaleg fylling og nokkuð af tannín sem þurrkar góminn. Gott vín með nautakjöti. Það er útbreidd skoð- un að kröftug vín hæfi nautakjöti. Það er ekki rétt og er því betra að drekka t.d. Bordeux-vín með lambakjöti og villibráð. Margir munu kannast við bragðið og líkja við Geisweiler Reserve sem tekið var úr hillum ATVR fyrir fimm árum, sem er ekki útí loftið því þessi framleiðandi seldi Geis- weiler ffamleiðslu sína. Verð ca. 1.250 krónur. Rauðvín, Ástralía. Wolf Blass Yellow Label, árgerð 1992, frá Suður-Ástralíu. Þetta vín er eingöngu bruggað úr Cabernet Sauvignon-þrúgum. Þegar lyktað er af víninu er nán- ast augljóst að um Astralíuvín er að ræða, mikil eik blönduð gúmmi og tjöru. Bragðið er af- gerandi en og mikil fylling. Þetta er gott vín sem hæfir villibráð og lambaljötí enda kröftugt vín og mikið. Verð c.a. 1.200 krónur. Rauðvín, Ástralía Wolf Blass Red Label árgerð 1992 frá Suður-Ástralíu Þetta vín er blandað úr Shiraz- og Cabernet Sauvignon-þrúgum, nokkuð dæmigerð blanda fyrir vín fráÁstralíu. Ástralar standa mjög framarlega í allri víntækni og hafa lagað víngerð sína að heimseftirspum með því að gera vínin ávaxtaríkari og minni vigt á eikarbragðið. Woff Blass stendur framarlega í flokki ástralska vín- framleiðenda og hefur sópað til sín fjölda verðlauna. Mildari lykt er af þessu víni en afYellow La- bel. Erfitt að lýsa lyktinni. Svolíúð harðari keimur en af Yellow La- bel og ljóst að vínið þaif að eldast svona 2-3 ár í viðbót til að vera verulega gott. Þetta er hrátt en kraftmikið vín, svipar ögn til Cha- tenauf du Pape og Hermitage- vína. Verð ca. 1.200 krónur. Rauðvín, Bandaríkin. Columbia Crest frá Colombia Valley. Mjög dökkur litur og greinilega vel þroskað vín. Smá súkkulaði- lykt og keimur rnjög skemmúleg- ur. Vínið verður ekki betra við geymslu. Merlot-þmgan nýtur sín tíl fullnustu. Þetta vín er kröfugt og hentar með villibráð og lambaigöú. Sælkerinn / Heimsmynd - ágúst / september (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.