Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 22
Mannleg samskipti
I framhaldi af
framhjáhaldi
ekkir þú hjón sem giftust
og lifðu átakalaust, ham-
ingjusöm og ástfangin
allt til æviloka? Varla. í
hjónaböndum skiptast á
skin og skúrir, þótt ekki sólbrenni allir
og hjá sumum komi litlar dembur en
öðrum steypiregn. Framhjáhald mjmdu
flestir flokka sem óveður í þessum skiln-
ingi, en framhjáhald er oft ekki sú mikla
dramatík sem ætla mætti. Hvorki á und-
an eða eftir, eins og fjöiskylduráðgjafmn
Nanna K. Signrðardóttir bendir hér á
um leið og hún rekur sögu hjóna sem
margir eiga sínar útgáfur af.
Ég kalla þau Ella og Siggu, nákvæm-
lega af því að það eru ekki þeirra réttu
nöfn. En þau gætu heitið ansi mörgum
nöfnum því feriil þessa tiltekna pars er í
grunninn ekki ólíkur því sem mörg
önnur hafa gengið í gegnum. Elli og
Sigga byrjuðu saman í menntaskóla, ár-
ið sem hún hóf nám og hann útskrifað-
ist. Elli var áberandi í skólanum, ekki
síst vegna þess að hann var einn helsti
afreksmaður skólans í íþróttum. Sigga,
aftur á móti, tók öll árin mikinn þátt í
leikfélagi skólans og hafði lítinn áhuga
á íþróttum. Þau byrjuðu saman um ára-
mót, en giftu sig nær fjórum árum síðar,
að Sigga varð stúdent.
Svo eru liðin 15 ár, börnin orðin tvö og
hjónin búin að koma sér ágætlega fyxir í
lífinu. Bæði menntuðu sig í háskólan-
um, Elli útskrifaðist sem lögfræðingur
og Sigga lauk BA-prófi í tungumálum. I
dag er hann lögfræðingur hjá stóru fyr-
irtæki, en hún vinnur hálfan daginn í
þjónustufyrirtækL.
Heimilið er fallegt og þau hafa verið
samtaka um að koma sér áfram með
mikilli vinnu. Fastar skorður eru á
heimilishaldinu, þótt Elli komi lítið ná-
lægt því, enda mikið fjarverandi vegna
vinnunnar. En Sigga sér um þau mál,
fær húshjálp einu sinni í viku og er með
fasta barnfóstru ef þarf á kvöldin og um
helgar. Bæði taka þátt í félagslífi hvort
um sig, en sjaldnast saman. Eiginlega
ekki nema þegar kemur að fjölskyldu-
boðum á jólum, páskum og afmælum og
svo mæta þau bæði á árshátíðir fyrir-
tækjanna. Sameiginlega áhugamálið er
börnin og heimilið og þar eru þau sam-
stiga, en geta þó sjaldan sinnt heimilinu
eða bömunum á sama tíma.
Þegar þessi hjón hófu sambandið töluðu
þau mikið saman, sögðu hvort öðru frá
því sem þau voru að gera, frá fólkinu í
kringum sig, þau vissu hvað hinu
fannst um allt mögulegt og þau vissu
drauma og þrár hvort annars. Þau voru
ástfangin og galopin hvort í annars
garð.
Núna hafa þau bara ekki tímann til að
tala saman. Og það eru ekki bara sam-
ræður sem hafa einhvernveginn fjarað
út, ástarlífíð og kyniífið einhvemveginn
líka. Ekki bara af áhugaleysi, stundum
hafa þau einfaldlega verið of þreytt til að
nálgast og vantað neistann sem þarf.
Þau hafa verið varkár í fjármálum og á
síðasta ári fannst þeim í fyrsta sinn þau
eiga raunhæfan möguleika á að fara í
gott sumarfrí með bömin. Þegar sumar-
ið rann upp kom hins vegar á daginn að
Elli gat ekki farið frá fyrirtækinu í þrjár
vikur. Hann þurfti að taka fríið sitt dag
og dag sem varð til þess að upphaflegri
ferðaáætlun var breytt. Hann notaði frí-
dagana sína mest til að fara í veiði með
félögunum, en Sigga fór í 10 daga til út-
landa með bömin.
En það sem hristi upp í hjónabandinu
byrjaði fyrir um tveimur árum. Þá var
Sigga í jólaglöggi í vinnunni þegar
starfsmaður sem hún hafði lítið um-
gengist settist hjá henni og þau tóku tal.
Maðurinn, sem er talsvert eldri en
Sigga, trúði henni fyrir því að hann
hefði tekið eftir henni í langan tíma og
eiginlega beðið eftir tækifæri til að kynn-
ast henni nánar. í kjölfarið fylgdu alls-
konar gullhamrar og Sigga segist hafa
farið dálítið hjá sér. Þau ræddu lengi
saman um kvöldið og samræðurnar
urðu persónulegar. Sigga sagði frá sínu
lífi og fékk að vita heilmikið um mann-
inn. Svo sem það að hann dáðist að sam-
heldni hennar og Ella, þvi sjálfur væri
hann í sjálfdauðu hjónabandi sem héngi
saman vegna bömunum.
Það gerðist ekkert annað þetta kvöld en
að það myndaðist kunningsskapur og
C
22) ágúst - september / Heimsmynd