Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 50

Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 50
Guóný Halldórsdóttir, einnig þekkt sem Duna Laxness, í hraustlegu samtali við Sigmund Erni Rúnarsson um úldna pólitík, kikkió í kvikmyndum og hlutskipti þess, sem á nóbelskáld aó föóur. Hundadagar eru hafnir og há- sumarið lyktar af nýsleginni töðu. Bílnum er ekið út úr borginni og þess verður bráð- lega vart að sveitin nálgast. Framundan er þyngslaleg dráttarvél sem vaggar eins og gæs á ferlegum dekkjunum og verður ekki með góðu móti komist fram úr. A svona stundum stöðvast tíminn. Og smám saman rökkvar. Mosfellsdalurinn húkir milli helgra fella og innar dæsir Grímannsfellið, næstum fimmhundruð metra hátt. Þar í hlíðurn, þétt við þjóð- leiðina, stendur Melkot, lítil hjáleiga aust- an Gljúfrasteins. Heimkeyrslan er þar sem hann þagnar þessi kviki niður Köldu- kvíslar. Strekktur Land Rover stendur í hlaði, svolítið þjakaður af þúfnum ófær- um þessa lands. Húsið einlyft, klætt grófu timbri úr skógum rússnesku túndrunnar. Umhverfis bærist þéttur víðirinn, vankað- ur af heitu sumri, og þegar komið er upp að anddyrinu gerist það sem góðum hús- um hæfir; það brakar í fótmáli. Húsfreyj- an er ekki heima og þeir nafnar júníor og bóndinn segja hana vera að paufast í henni pólitík. Halldór og Halldór og Halldórsdóttir á heimleið. Nafnið á við staðinn og þegar ég sest í bólstraðan stól- inn finnst mér næstum vont að heita ekki Halldór líka. Allt annað virðist svo lang- sótt. Svo stekkur hún inn, kvik og kveðst kölluð Duna. Eg spyr af hverju og svarið er einfalt: „Sigga systir gat ómögulega borið mig fram. Svo úr varð Duna, sem er ágætt. Annars kallar fólkið í dalnum mig oftast Guðnýjvi með þessum glæsilega framburði þar sem vaffið nýtur sín til fulls!“ Hún segist hafa tafist á fundi með félögum sínum í bandalagi alþýðunnar, komin þetta líka á fullt í pólitíkina. Ovænt, já svolítið, en sigurinn er sætur. „Afskaplega,“ segir hún og yfir andlitið færist þetta hæga og hlýlega bros sem ánægju stafar af. Engin furða, íhaldið sigrað í sjöttu tilraun. Sjálfstæðisflokkur- inn í bænum virtist ósigrandi vígi. Tutt- ugu ára samfelld seta í meirihluta og einu virtist gilda hvernig hinir flokkarnir fóru að honum. En múrinn molnaði í maí; Framsókn fékk tvo, Alþýðubandalagið annað eins og Duna með dúndrandi kosningu. Onnur á lista og til alls líkleg. - En til hvers er pólitík? „Pólitík er mannréttindi,“ svarar hún að bragði, giska gáttuð á spumingu blaðamanns. „Pólitík snýst um allt sem skiptir máli. Sjálft líf- ið er ein samfelld pólitík," og það er eins og hún taki atrennu að þessum skörpu meining- um sínum. - En er endilega samhengi á milli politíkur og pólitíkusa? „Nja,“ og hún hikar aðeins. Tekur svo á rás: „Það em alltof margir atvinnupólitíkusar sem komast upp með áralangt hangs. Þeir fara af stað með viljann að vopni, en verður æ minna úr verki eftir því sem tímar líða fram. Þeim fer að líða of vel í starfi, sem sumpart er ofvemd- að af allskonar embættismönnum í kringum þá. Islenska pólitík vantarferskleika, djörfiing og áræðni. Að mínu viti er mestur hluti henn- ar kasúldinn, í besta falli rykfallinn.“ - Hvað veldur? „Fámennið. Það þorir enginn að stíga út af stígnum af ótta við að týnast eða vera álitinn 50) ágúst - september / Heimsmynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.