Heimsmynd - 01.08.1994, Page 14

Heimsmynd - 01.08.1994, Page 14
Hamborg Borg allsnaegta, menningar og kynlífsdjöfla U ún er óskaplega auðug' og furðanlega græn. Hamborg. Enda sögð ein grænasta H borg Evrópu. Tré, grasfletir og blóm eru hvarvetna; litlar gróðurvinj- ar fyrir aðframkomna borgarbúa og lúna ferðamenn. Hamborg á sér bæði sín- ar björtu og dökku hliðar en Telma L. Tómasson komst fljótlega að því að Hamborg er annað og meira en höfnin mikla og vændishverfin í St. Pauli, sem borgin er þó hvað frægust fyrir. íbúar í Hamborg eru hátt á aðra milljón og uppbygging borgarinnar hefur verið hröð. Aldagömul hefð er þar fyrir um- fangsmikilli verslun, sem stöðugt eflist, enda var borgin höfuðvígi Hansakaup- manna fyrr á öldum. Helstu samgöngu- leiðir frá vestri til austurs liggja um Hamborg sem gera hana afar mikilvæga í heimi alþjóðlegra viðskipta og hin síð- ari ár hefur hún vaxið mjög bæði sem verslunarborg og sem ferðamannaborg. Hana heimsækja ekki færri en 50 millj- ónir innlendra og erlendra gesta á ári hverju, ýmist í viðskiptaerindum eða sér til skemmtunar—já, eða í öðrum erinda- gjörðum. Velflestir borgarbúa búa við allsnægtir. En ekki allir þó, og stéttaskiptingin leyn- ir sér ekki í þessari ríkustu borg Evrópu. Þeir sem minna mega sín ganga um í lörfum við hlið vel búinna viðskiptajöfra og tískukónga og stinga fátæklingamir rmdarlega í stúf við ríkmannlegar versl- anir og dýr íbúðahverfi, sem endur- spegla velmegun borgarbúa. En ferða- maðurinn kemur ekki til borgarinnar til að velta slíkum hlutum fyrir sér, heldur til að njóta, og ef honum leiðist Hamborg á hann líklega sök á því sjálfur. Aö týnast í fiumskógi verslana Verslrmarhverfin í borginni eru ein þau glæsilegustu sem finna má í allri Evr- ópu. Stolt borgarbúa erru yfirbyggðu verslunargöturnar þar sem auk marg- breytilegrar vöru er seldur fatnaður merktur frægustu hönnuðum tísku- heimsins. Verðlag er í samræmi við dýr- ar umbúðirnar, eins og gefur að skilja, enda njóta þessi hverfi mestra vinsælda meðal hástéttarfólks sem kemur víða að. Öllu viðráðanlegri kaup má gera á Mönkenbergstrasse og nánasta um- hverfi hennar, en hún er ein af þekkt- ustu verslunargötum í borginni. Um hana röltir sem samsvarar nær allri ís- lensku þjóðinni á degi hverjum, eða um 250 þúsund manns, sem er til marks um gífurlegar vinsældir hennar. Það má til sanns vegar færa að í verslunarfrumsk- óginum í Hamborg er pínlegt að gleyma kreditkortinu heima. Eftir vel heppnaða verslunarferð (sem getur verið á við röska göngu á Esjuna) er notalegur veitingastaður líkt og vin í eyðimörkinni. Það er því gott til þess að vita að matsölustaðir, kaffihús og bjór- stofur eru á hverju götuhomi hvar væta má þurrar kverkar eða gleðja bragðlauk- ana. En kosturinn er þungur í Þýska- landi og mettaður kaloríum, enda megr- unarfæði ekki þeirra sérgrein og oft leit- un að léttaxi réttum. Þetta hefst þó allt að lokum og hvað sem öllum smekk líður ætti enginn að snúa heim án þess að bragða á vænum pylsum og súrkáli, sem Þýskaland allt angar af. Syndugt menningarhverfi Þegar kvölda tekur verða verslunar- hverfin nánast líflaus og mannmergðin flytur sig um set. Þá lifnar St. Pauli- hverfið við en þar dunar taktur nætur- lífsins. Satt að segja er St. Pauli-hverfið og Reeperbaahninn afar óaðlaðandi hverfí. að degi til en vaknar upp með ljós- unum og fólkinu að kvöldi. Og það má ganga að því vísu að þar er gengið seint til náða. Um það sjá eigendur skemmti- staða, vændiskonur á götimum og mið- aldra karlar sem lokka gesti og gang- andi inn á nektarsýningar. Qft með góð- um árangri. Ekki er mælt með kvöld- göngum um hliðargötur í St. Pauli- né heldur í St. Georgs-hverfinu við aðal- brautarstöðina; þessi tvö sódómísku hverfi sem nefnd eru í höfuð dýriinga. St. Pauli-hverfið kemur manni í opna skjöldu hvað fjöibreytileika varðar. Á síð- ustu árum hefur það hlotið sinn gamla sess aftur í iistalífíborgarinnar, ení hart- nær þrjá áratugi var hverfið menningar- lega steindautt utan að þar mátti kaupa 4 14) ágúst - september / Heimsmynd Ljósmynd: Páll Stefánsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.