Fréttablaðið - 19.03.2016, Page 38

Fréttablaðið - 19.03.2016, Page 38
„Ég fagna því að náðst hefur sögulegt og metnaðarfullt samkomulag í lofts- lagsmálum og við munum leggja okkar af mörkum bæði hér heima og við að miðla þekkingu okkar og reynslu til annarra þjóða“, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra þegar nýtt samkomulag í loftslagsmál- um náðist í París þann 12. desember síðastliðinn. Í samkomulaginu er meðal annars viðurkennt að bregðast þurfi við skaða sem fátæk ríki verða fyrir vegna neikvæðra áhrifa loftslags- breytinga, bæði við að draga úr líkum á skaða og bregðast við tjóni sem verður. Samkomulagið verður formlega undir- ritað nú apríl en tekur gildi árið 2020. Það er hins vegar allt of seint fyrir sjálfsþurftarbændur í Eþíópíu sem þurfa nú þegar að kljást við afleiðingar hlýnunar jarðar. Veðurkerfið El Nino eykur hlýindi í mið- og suðurhluta Kyrrahafsins. Talið er að El Nino hafi sótt í sig veðrið árið 2015 af völdum loftslagsbreytinga en þegar kerfið fer úr böndunum veldur það þurrkum í Afríku, meðal annars í Eþíópíu. Þurrkarnir valda uppskeru- bresti og dýr falla úr hor og vatns- skorti. Sjálfsþurftarbændur flosna upp frá jörðum sínum, missa fæðuör- yggi og fara á vergang. Börn líða nær- ingarskort og njóta hvorki skólavistar né heilsugæslu. Fólk á vergangi er auk þess útsett fyrir misnotkun. Grafalvarlegt ástand Síðan hungursneyð olli dauða fleiri en milljón Eþíópa árin 1984–1985 hafa stjórnvöld í landinu bætt neyðarvarnir og viðbúnað umtalsvert. Þau brugðust við versnandi ástandi árið 2015 og vörðu 381 milljón Bandaríkjadala til útvega sjálfsþurftarbændum næringarríkan mat, vatn og dýrafóður. Nú þegar þurrkar hafa varað í marga mánuði og óvíst hvort rigni á regntíma í mars og apríl er hins vegar svo komið að stjórnvöld ráða ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoð- ar. Þau hafa nú beðið alþjóðasamfélagið um hjálp. „Ástandið er grafalvarlegt og það sem meira er að þá bendir allt til þess að ekki rigni á regntímanum nú í vor heldur,“ segir Sophia Gebreyes, yfirmaður hjálp- arstarfs Lútherska heimssambandsins (LWF) í Eþíópíu sem aðstoðar um 57 þús- und íbúa í Lalibela í Amharafylki. Upp- skera þar var mjög léleg síðasta haust sem leiddi til þess að bændur þurftu að selja búfé til að eiga fyrir mat. Lútherska heimssambandið aðstoðar bændurna með því að útvega þeim þurrk- þolið útsæði og dráttardýr svo hægt sé að plægja jörðina og sá í hana þegar rign- ir á ný. Þangað til uppskera kemur í hús greiðir LWF fólki laun fyrir vinnuframlag svo það geti keypt sér mat og helstu nauðsynjar. Nánar um neyðaraðstoð LWF í Eþíópíu er að finna á vefslóðinni https:// w w w.lutheran world .org / news/10- million-ethiopians-need-emergency-aid. Paul Jeffrey / Act Alliance Woday Gelaye sýnir lélega uppskeru á kjúklingabaunum. Hann þarf nú að reiða si g á aðstoð hjálparsamtaka um mat. Hanna Mornement / LWF „Þetta er lélegasta uppskera sem ég man eftir,“ segir Woday Gelaye, 75 ára bóndi sem hefur búið í Lalibela í 60 ár. Hanna Mornement / LWF Þurrkar og uppskerubrestur í Eþíópíu eru raktir til loftslagsbreytinga 4 – Margt smátt ...
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.