Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 38
„Ég fagna því að náðst hefur sögulegt
og metnaðarfullt samkomulag í lofts-
lagsmálum og við munum leggja okkar
af mörkum bæði hér heima og við að
miðla þekkingu okkar og reynslu til
annarra þjóða“, sagði Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, forsætisráðherra
þegar nýtt samkomulag í loftslagsmál-
um náðist í París þann 12. desember
síðastliðinn. Í samkomulaginu er meðal
annars viðurkennt að bregðast þurfi
við skaða sem fátæk ríki verða fyrir
vegna neikvæðra áhrifa loftslags-
breytinga, bæði við að draga úr líkum á
skaða og bregðast við tjóni sem verður.
Samkomulagið verður formlega undir-
ritað nú apríl en tekur gildi árið 2020.
Það er hins vegar allt of seint fyrir
sjálfsþurftarbændur í Eþíópíu sem
þurfa nú þegar að kljást við afleiðingar
hlýnunar jarðar.
Veðurkerfið El Nino eykur hlýindi í mið-
og suðurhluta Kyrrahafsins. Talið er að
El Nino hafi sótt í sig veðrið árið 2015 af
völdum loftslagsbreytinga en þegar
kerfið fer úr böndunum veldur það
þurrkum í Afríku, meðal annars í
Eþíópíu. Þurrkarnir valda uppskeru-
bresti og dýr falla úr hor og vatns-
skorti. Sjálfsþurftarbændur flosna
upp frá jörðum sínum, missa fæðuör-
yggi og fara á vergang. Börn líða nær-
ingarskort og njóta hvorki skólavistar
né heilsugæslu. Fólk á vergangi er auk
þess útsett fyrir misnotkun.
Grafalvarlegt ástand
Síðan hungursneyð olli dauða fleiri en
milljón Eþíópa árin 1984–1985 hafa
stjórnvöld í landinu bætt neyðarvarnir
og viðbúnað umtalsvert. Þau brugðust
við versnandi ástandi árið 2015 og vörðu
381 milljón Bandaríkjadala til útvega
sjálfsþurftarbændum næringarríkan
mat, vatn og dýrafóður. Nú þegar þurrkar
hafa varað í marga mánuði og óvíst hvort
rigni á regntíma í mars og apríl er hins
vegar svo komið að stjórnvöld ráða ekki
við ástandið án utanaðkomandi aðstoð-
ar. Þau hafa nú beðið alþjóðasamfélagið
um hjálp.
„Ástandið er grafalvarlegt og það sem
meira er að þá bendir allt til þess að ekki
rigni á regntímanum nú í vor heldur,“
segir Sophia Gebreyes, yfirmaður hjálp-
arstarfs Lútherska heimssambandsins
(LWF) í Eþíópíu sem aðstoðar um 57 þús-
und íbúa í Lalibela í Amharafylki. Upp-
skera þar var mjög léleg síðasta haust
sem leiddi til þess að bændur þurftu að
selja búfé til að eiga fyrir mat.
Lútherska heimssambandið aðstoðar
bændurna með því að útvega þeim þurrk-
þolið útsæði og dráttardýr svo hægt sé
að plægja jörðina og sá í hana þegar rign-
ir á ný. Þangað til uppskera kemur í hús
greiðir LWF fólki laun fyrir vinnuframlag
svo það geti keypt sér mat og helstu
nauðsynjar. Nánar um neyðaraðstoð LWF
í Eþíópíu er að finna á vefslóðinni https://
w w w.lutheran world .org / news/10-
million-ethiopians-need-emergency-aid.
Paul Jeffrey / Act Alliance
Woday Gelaye sýnir lélega uppskeru á kjúklingabaunum. Hann þarf nú að reiða si g á aðstoð
hjálparsamtaka um mat. Hanna Mornement / LWF
„Þetta er lélegasta uppskera sem ég man eftir,“ segir Woday Gelaye, 75 ára bóndi sem hefur
búið í Lalibela í 60 ár. Hanna Mornement / LWF
Þurrkar og uppskerubrestur
í Eþíópíu eru raktir til
loftslagsbreytinga
4 – Margt smátt ...