Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 63
Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2016.
Tekið er á móti umsóknum í gegnum heimasíðu WOW air,
www.wowair.is/starf. Þar er að finna nánari upplýsingar
um störfin. Fyrir frekari upplýsingar bendum við á
starf@wow.is.
WOW, GAMAN
Í VINNUNNI!
VERKEFNASTJÓRI Á SAMSKIPTASVIÐI
KANNTU AÐ SEGJA FRÁ?
Vegna aukinna umsvifa viljum við bæta við öflugum
verkefnastjóra á samskiptasvið félagsins. Um er að ræða
skemmtileg og kreandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi,
svo sem skrif á fréttatilkynningum, samskipti við
erlendar PR stofur og ölmiðla. Við leitum að góðum
og hugmyndaríkum penna með frumkvæði sem hefur
gaman af mannlegum samskiptum.
KERFISSTJÓRI
ER SERVERINN Í LAGI?
Eru uppsetning og rekstur kerfa, miðlara, stýrikerfa og
gagnagrunna þínar ær og kýr? Við leitum að klárum
kerfisstjóra til viðbótar við teymi okkar á upplýsingatækni-
sviði. Viðkomandi þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu
á upplýsingatækni og ekki er verra að vera þjónustulipur
og samvinnufús.
LAGERSTJÓRI Í KEFLAVÍK
MEÐ ALLT Á HREINU
Við óskum eftir að ráða orkumikinn lagerstjóra með
aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða nýja stöðu
innan fyrirtækisins og mun nýr lagerstjóri mun taka
þátt í móta starfið. Starfinu fylgja mikil samskipti við
erlenda og innlenda birgja og flutningsaðila.
Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
INNKAUPAFULLTRÚI Í TÆKNIDEILD
SKRÁÐU ÞETTA HJÁ ÞÉR!
Við óskum eftir að ráða öflugan liðsmann í stöðu
innkaupafulltrúa (e. Material Controller) í viðhaldsdeild
félagsins. Starfið felur m.a. í sér innkaup og eftirfylgni á
pöntunum og því fylgja mikil samskipti við erlenda og
innlenda birgja og flutningsaðila, ásamt tölvuvinnslu,
skráningu o.fl.
VIÐMÓTSFORRITARI
FINNST ÞÉR GAMAN AÐ KÓÐA?
Ertu með puttann á púlsinum og lyklaborðinu?
Þekkirðu HTML, Javascript og CSS? Hefurðu gott auga
fyrir smáatriðum og getur hannað notendaviðmót?
Þá erum við mjög líklega að leita að þér til að forrita vefi
WOW air. Í boði er ölbreytt starf á líflegum vinnustað
þar sem verkefnin eru kreandi og kreast sjálfstæðis
í vinnubrögðum.
ÚTTEKTARFULLTRÚI
ERTU GRÚSKARI?
Við leitum að afburðasnjöllum úttektarfulltrúa í
viðhaldsmálum sem tjáir sig af innlifun um flugöryggi.
Við bjóðum spennandi verkefni sem kalla á frumkvæði,
nákvæmni og færni í mannlegum samskiptum.
Menntun í flugvirkjun eða verkfræði kæmi sér
sérstaklega vel. Starfið krefst 100% skipulagshæfni
og ástríðu fyrir flugöryggi.
TÆKNIMAÐUR Í NOTENDAÞJÓNUSTU
ERTU TÆKNIGÚRÚ?
Vegna aukinna umsvifa vantar okkur aðstoð við að
halda hlutunum gangandi. Ef þú ert tæknigúrú með
reynslu af notendaþjónustu og 220% þjónustulund þá
viljum við heyra frá þér. Við leitum að úrræðagóðum
einstaklingi með marktæka reynslu í tækniþjónustu,
sem er tilbúinn í kreandi verkefni í lifandi og
síbreytilegu vinnuumhverfi.
S N I L L I N G A R Ó S K A S T Í S K E M M T I L E G S T Ö R F