Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 80

Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 80
| AtvinnA | 19. mars 2016 LAUGARDAGUR26 Langanesbyggð leitar eftir áhugasömum kennurum Grunnskólinn á Þórshöfn og Tónlistarskóli Langanesbyggðar óska eftir sérkennara og kennurum til starfa við skólann næsta skólaár Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu, afbragðs félagsfærni og hefur mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun. Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín. Okkur vantar sérkennara, almenna bekkjarkennara, list og verkgreinakennara, íþróttakennara og tónlistarkennara við Tónlistarskólann okkar, sem er deild innan Grunnskólans. Við leitum að sérkennara sem hefur áhuga á því að móta faglega stefnu sérkennslunnar við skólann sem byggir á hugmyndafræði hins einstaklingsmiðaða náms og virkri þátttöku allra í skólastarfinu. Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Skólinn er framsækinn í námsmati og starf hans eflist ár frá ári. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun. Á vef skólans; grunnskolinn.com má kynna sér allt það helsta sem snertir skólastarfið, skólastefnu Langanesbyggðar og námskrá skólans. Á Þórshöfn er blómstrandi mannlíf, mikil náttúrufegurð, öflugt íþrótta- og félagsstarf fyrir alla þá sem vilja verða hluti af fjölbreyttri mannlífsflóru norðlensks sjávarþorps. Umsóknarfrestur er til 18. apríl og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangið skolastjori@thorshafnarskoli.is. Við hlökkum til að heyra frá þér! Tónlistarskóli Langanesbyggðar Við óskum eftir áhugasömum tónlistarkennara til starfa sem einnig er tilbúinn til að vinna á margvíslegan hátt að eflingu tónlistarlífs í byggðarlaginu. Alls eru um 30 nemendur sem stunda nám við skólann á ýmis hljóðfæri; gítar, píanó, blásturshljóðfæri ýmis konar ásamt fleiri hljóðfærum. Kennslan fer fram á Þórshöfn og einn dag vikunnar er kennt á Bakkafirði. Tónlistarskólinn á í góðu samstarfi við grunnskóla byggðarlagsins. Laun fara eftir kjarasamningum. Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri Ingveldur Eiríksdóttir í síma 4681164 eða 8526264. Í Grunnskóla Þórshafnar eru um 70 nemendur í hæfilega stórum bekkjar- deildum. Starfsemi skólans einkennist af kraftmiklu og framsæknu skóla- starfi. Samhliða skólanum er rekinn tónlistarskóli og hefð er fyrir öflugu íþróttastarfi fyrir alla aldurshópa skólans. Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitarfélag með spennandi framtíðar- möguleika. Á Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskylduvænu umhverfi. Gott íbúðarhúsnæði er til staðar og öll almenn þjónusta er á Þórshöfn. Mikil uppbygging er framundan með byggingu nýs leikskóla með tengingu við Grunnskólann. Á Þórshöfn er íþróttahús og inni- sundlaug. Ungemnnafélag Langanes- byggðar stendur fyrir öflugu íþróttastarfi. Í þorpinu er mikið og fjölbreytt félagslíf. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta nágrenni eru margar helstu náttúru- perlur landsins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir, stang- og skotveiði. Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. LAUST STARF SKRIFSTOFUMANNESKJU MEÐ BÓKHALDSREYNSLU Persónuvernd er sjálfstæð ríkisstofnun sem annast eftirlit með framkvæmd laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og reglna settra samkvæmt þeim. Persónuvernd er lítill, fjölskylduvænn og samhentur vinnustaður þar sem starfsmenn ganga til þeirra verka sem þörf er á. HELSTU VERKEFNI: MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Bókhaldsmál: færsla í Oracle, skráning reikninga og bókun • Ferðaheimildir, ferðareikningar og bókun flugs • Umsýsla tengd Vinnustund. • Samskipti við þjónustuaðila • Skráning mála í málaskrá og bókun erinda • Frágangur á skjalasafni • Önnur tilfallandi störf • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Reynsla af almennum skrifstofustörfum, færslu bókhalds og þekking á notkun Oracle sem og málaskráningu er kostur • Staðgóð þekking á íslensku og ensku • Góð almenn tölvuþekking • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2016. Umsóknir skulu berast á netfangið postur@personuvernd.is merkt „Umsókn um starf skrifstofumanneskju“. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Helga Þórisdóttir, forstjóri í síma 510-9600, farsíma 844-8386 eða í tölvupósti helgathoris@personuvernd.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Persónuvernd, Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík www.personuvernd.is Persónuvernd leitar að ljúfum og dugmiklum starfsmanni með bros á vör til að fást við ýmis viðfangsefni á áhugaverðum tímum hvað persónuvernd varðar. Starfið heyrir undir forstjóra og helstu verkefni eru umsýsla rekstrarmála, málaskráning og samskipti við þjónustuaðila. Um sveigjanlegt starfshlutfall gæti verið að ræða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir hjúkrunarfræðingi við Heilsugæsluna Þórshöfn. Hjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 100% starfshlutfall á Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn frá 15. apríl eða samkvæmt sam- komulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2016 Sjá nánar um helstu verkefni og hæfniskröfur inn á heimasíður HSN, www.hsn.is. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráð- herra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Tóbaksnotkun er ekki heimiluð á vinnutíma innan HSN. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Nánari upplýsingar veitir Áslaug Halldórsdóttir - aslaug.halldorsdottir@hsn.is - 4640500/8607736 Bílstjórar / Vélamenn Gámaþjónustan h/f óskar við eftir meiraprófsbílstjórum til starfa hjá fyrirtækinu við akstur gámabíla og annarra bíla fyrirtækisins. Hæfniskröfur: meirapróf – vagnréttindi kostur – ADR réttindi kostur. Einnig óskum eftir því að ráða vélamenn í umhleðslu og flokkunarstöð fyrirtækisins að Berghellu í Hafnarfirði viðkomandi þarf að hafa reynslu af vinnuvélum og eru vinnuvélaréttindi skilyrði meirapróf æskilegt vinnutími er virka daga 07:00 – 18:00 Leitað er að heilsuhraustum einstaklingum sem eru ekki yngri en 20 ára. Um framtíðarstörf er að ræða. Nánari upplýsingar veitir hannes@gamar.is Starfsmenn óskast Steypustöðin ehf. óskar eftir duglegum starfskröftum sem allra fyrst í eftirfarandi störf: • Meiraprófsbílstjóri Hafnarfirði: Meiraprófsbílstjóri óskast á þunnflots og anhydrit vagn í Hafnarfirði. • Helluverksmiðja Hafnarfirði: Hraustur og athugull starfsmaður í framleiðslu og eftirlit í nýlegri og vel útbúinni verksmiðju. Um framtíðarstörf er um að ræða. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2016 Umsókum skal skilað til Kjartans Salómonssonar Stöðvar­ stjóra í Hafnarfirði á netfangið kjartan@steypustodin.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.