Fréttablaðið - 19.03.2016, Qupperneq 100
„Sauðárkróksbakarí er allt í senn
bakarí, veisluþjónusta, gjafavöru-
verslun og kaffihús,“ segir eigand-
inn og bakarinn Róbert Óttarsson.
Í bakaríinu, sem er nýbúið að gera
upp, má finna alls kyns kræsingar
sem allar eru bakaðar eða búnar
til á staðnum. „Við erum stolt af
því að vera handverksbakarí og
keppumst við að framleiða eigin
vöru. Við búum til sultur, salöt,
pestó, sætabrauð, brauð og tertur,
og ýmislegt fleira,“ segir Róbert.
Fjörutíu manns geta setið inni í
kaffiteríunni og er bakaríið vin-
sælt kaffihús í bænum.
Bakaríið er opið alla daga allan
ársins hring og yfir sumartímann
er mikið um að fólk komi við, bæði
íslenskir og erlendir ferðamenn.
„Fyrir þremur árum tókum við í
gagnið útisvæði þar sem notalegt
er að sitja á góðum degi og býður
það upp á marga möguleika.
Einnig er búið að girða af leik-
svæði fyrir börnin sem gerir það
að verkum að fjölskyldufólk getur
notið þess að staldra við.
Meðal þeirra kræsinga sem
gestir bakarísins geta gætt sér
á má nefna mikið og fjölbreytt
úrval af sætabrauði, úrval af góðu
brauðmeti, girnilegt smurt brauð
og heitar lokur af grillinu. Súpa,
pastasalöt, bökur, skyrtwist og
ýmislegt fleira sem okkur dettur í
hug hverju sinni. Við höfum einn-
ig lagt okkur fram við að þjónusta
þá sem að vilja sykurminni vörur
og hveitilaus brauð.“
Bakaríið á sér langa og farsæla
sögu. „Það var stofnað árið 1880 og
er því þriðja elsta bakarí landsins,
en á þessum tíma hafa eigendurnir
aðeins verið átta að mér meðtöld-
um,“ segir Róbert sem keypti bak-
aríið af föður sínum fyrir tíu árum
en sjálfur hefur hann starfað þar í
aldarfjórðung.
„Sauðárkróksbakarí hefur
áunnið sér sess í hugum bæjarbúa
og þeir halda tryggð við okkur,“
segir Róbert og býður alla vel-
komna til sín alla daga milli klukk-
an 7 og 18.
Nánari upplýsingar má finna á
www.saudarkroksbakari.net.
Heimilislegt bakarí í
hjarta Skagafjarðar
Sauðárkróksbakarí var stofnað árið 1880 og er þriðja
elsta bakarí landsins. Það hefur áunnið sér sess í
hjarta margra, bæði íbúa Sauðárkróks og ekki síður
þeirra fjölmörgu gesta sem þangað sækja.
Leiksvæðið er vinsælt meðal barna-
fólks.
Kræsingarnar eru á hverju strái í fallegu bakaríinu.
Sauðárkróksbakarí stendur á besta stað í miðbænum.
„Ég reyni að fara norður eins oft
og ég get, minnst þrisvar, fjórum
sinnum á ári. Þú verður að skilja
að Akureyri er höfuðborg Íslands.
Nafli alheimsins,“ segir Jón Jósep
Snæbjörnsson, eða Jónsi í Svört-
um fötum eins og hann er gjarnan
kallaður, þegar hann er spurður út
í heimabæinn. Jónsi er gegnheill
Akureyringur og dregur ekkert úr
lýsingunum þegar hann er beðinn
um að segja frá töfrum Akureyrar.
„Hlíðarfjall er heimahöfn allr-
ar skíðaiðkunar á Íslandi, hvorki
meira né minna. Þetta er einfald-
lega langbesta skíðasvæði á land-
inu og þó víðar væri leitað. Við
fjölskyldan leggjum mikið á okkur
til að komast norður á skíði, helst
tvisvar á ári. Þar er hægt að fara
á skíði jafnvel fram í júlí. Mínar
bestu stundir á ég standandi efst í
fjarkanum, teljandi í mig kjark í að
fara upp í Strýtuna,“ segir hann.
„Það er aðeins einn staður sem
kemst nær því að vera í uppá-
haldi hjá mér fyrir norðan, fyrir
utan skíðabrekkurnar, og það er
heima hjá pabba og mömmu. Ég
á alla mína fjölskyldu fyrir norð-
an, öll mín systkini búa á Akureyri
og þar af leiðandi liggja ræturn-
ar djúpt. Konan mín gekk í grunn-
skóla á Akureyri og í framhalds-
skóla, en við kynntumst einmitt í
Menntaskólanum á Akureyri, sem
vel á minnst er besti menntaskóli
á Norðurlöndunum. Við berum því
bæði mjög sterkar taugar til bæj-
arins og finnst afskaplega gott að
komast norður í frí,“ segir Jónsi.
Spurður hvað hann ráðleggi
þeim, sem ætla sér að heimsækja
Akureyri, að skoða og gera, fyrir
utan skíðabrekkurnar, segir hann
Akureyri paradís fjölskyldufólks.
„Það er dásamlegt að fara í
sund með krakkana á Akureyri.
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar við
Hrafnagil er til dæmis dásam-
leg og algjörlega falin perla. Eftir
sundferð þangað er síðan gaman
að koma við í Jólahúsinu í leiðinni.
Í miðbæ Akureyrar er ótrúlega
skemmtilegt að drekka kaffibolla,
lesa blöðin og njóta lífsins. Akur-
eyri er nafli alheimsins í mínum
bókum.“
Eitthvað sem alls ekki má missa
af? „Ef þú hefur ekki smakkað
hamborgara með frönskum á milli
í „Gellunestinu“ þá hefurðu ekki
lifað. Svo einfalt er það.“
Nafli alheimsins
Jón Jósep Snæbjörnsson, söngvari og flugþjónn, er gegnheill Akureyringur og
stoltur af upprunanum. Hann nýtur sín best í skíðabrekkum Hlíðarfjalls og er tíður
gestur í „Gellunesti“. Hann segir fólk ekki hafa lifað fyrr en það hefur borðað
hamborgara með frönskum á milli. Hann segir frá töfrum Akureyrar.
Jón Jósep Snæbjörnsson tónlistarmaður sér ekki sólina fyrir heimabænum Akureyri, sem hann segir nafla alheimsins. myNd/gvA
Ljósmyndasýningin Fólk verður opnuð í Listasafn-
inu á Akureyri í dag. Á sýningunni má sjá verk sjö
listamanna sem vinna með ljósmyndir. Allt eru
þetta þekktir listamenn eins og Hrafnkell Sigurðs-
son, Hrefna Harðardóttir, Hallgerður Hallgrímsdótt-
ir, Hörður Geirsson, Barbara Probst, Ina Lamers og
Wolfgang Tillmans.
Í fréttatilkynningu frá Listasafninu segir að Barbara
Probst taki myndir af aðstæðum á nákvæmlega sama
sekúndubroti. Smáatriði og heildar mynd gefur áhorf-
andanum heillandi yfirsýn í aðstæður á götuhorni á
Manhattan. Hallgerður Hallgrímsdóttir myndar ungt
fólk í dagrenningu á björtum sumarmorgnum í Reykja-
vík. Ungt fólk sem ef til vill er að ljúka deginum eða að
hefja nýjan. Í verkum Hrafnkels Sigurðssonar skynjum
við nærveru fólks án þess að sjá það. Blautir sjóstakk-
ar í skærum litum gefa til kynna erfiðisvinnu við mis-
jöfn skilyrði. Í myndum Hrefnu Harðardóttur má sjá
athafnakonur á sínum eftirlætisstað. Konur sem eiga
margt sameiginlegt en hafa þó ólíkan bakgrunn bæði
bókstaflega og huglægt. Hörður Geirsson notar vot-
plötutækni frá lokum 19. aldar til að taka myndir af
fólki á miðaldadögum á Gásum við Eyjafjörð og skap-
ar þannig stemningu liðins tíma. Ine Lamers myndar
konu í kvikmyndaveri og fjallar um mörkin á milli veru-
leika og kvikmyndar.Wolfgang Tillmans tekur myndir
af fólki eða líkamshlutum í neðanjarðalestum í Lond-
on. Fólki sem er á ferðinni á annatíma og tekur jafnvel
ekki eftir því að það sé ljósmyndað.
Margvíslegt fólk í listasafninu
Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður. verk hans og
annarra listamanna eru á sýningunni Fólk í Listasafni
Akureyrar. myNd/PJETUR
KomdU NoRðUR Kynningarblað
19. mars 201612