Fréttablaðið - 19.03.2016, Síða 103
Verslanir Heimilistækja og Tölvu-
listans hafa um árabil verið leið-
andi í innflutningi og sölu á tölvu-
búnaði, raf- og heimilistækjum hér
á landi. Fyrirtækin reka verslan-
ir víða um land, þ. á m. á Akureyri
þar sem verslanir Tölvulistans og
Heimilistækja voru sameinaðar
undir sama þaki árið 2010.
Markmiðið hefur alla tíð verið
að bjóða upp á framúrskarandi
vöruúrval sambærilegt því sem
gerist í stærstu verslunum erlend-
is en á sama tíma að veita mjög
góða og persónulega þjónustu að
sögn Benedikts Gunnarssonar,
verslunarstjóra Heimilistækja/
Tölvulistans á Akureyri. „Við bjóð-
um upp á heildstætt vöruúrval af
raftækjum, heimilistækjum og
tölvuvörum frá mörgum af virt-
ustu framleiðendum heims eins og
Philips, LG, Panasonic, Asus, Acer,
Apple og Whirlpool svo nokkur séu
nefnd. Markmið okkar er að veita
viðskiptavinum allt sem þarf í
þessum vöruflokkum og bjóða upp
á hagkvæmar og vandaðar vörur
ásamt því að veita góða þjónustu.“
Þegar nýja verslunin verður
opnuð á Glerártorgi mun verslunin
við Glerárgötu loka að sögn Bene-
dikts. „Helsta breytingin verður
sú að vöruúrvalið mun stóraukast
og þannig mun þjónusta okkar við
Akureyringa og nærsveitir aukast
mikið. Enn fremur er opnunar-
tíminn lengri á Glerártorgi þann-
ig að aðgengi verður mun betra.
Það hefur hamlað okkur síðustu
ár að við höfum bara getað sýnt
lítið brot af þeim stóru heimilis-
tækjum sem við bjóðum upp á, t.d.
kæliskápum, frystikistum, þvotta-
vélum og þurrkurum en það mun
breytast með nýju versluninni auk
þess sem úrval sjónvarpstækja
mun snaraukast.“
Enn er ekki ljóst hvenær versl-
unin á Glerártorgi verður opnuð
en það verður síðar á þessu ári.
„Það mun ekki fara fram hjá nein-
um á Akureyri. Þangað til þá verð-
ur fullt af lífi í núverandi verslun
að Glerárgötu 30 og í dag er páska-
eggjaleikur Tölvulistans í fullum
gangi auk þess sem páskatilboð eru
á sjónvörpum frá Phil ips og LG. Í
páskaeggjaleiknum er hægt að
vinna glæsilega vinninga og hvet
ég alla Akureyringa til að líta inn
í verslunina með miðann og kanna
hvort vinningur sé á honum.“
Við bjóðum upp á
heildstætt vöruúrval af
raftækjum, heimilis-
tækjum og tölvuvörum
frá mörgum af virtustu
framleiðendum heims.
Benedikt Gunnarsson
Benedikt Gunnarsson verslunarstjóri. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Þegar Eik fasteignafélag keypti
verslunarmiðstöðina Glerártorg á
Akureyri í febrúar 2014 var mikið
óútleigt rými þar. Mikil vinna fór
strax í að leigja út fleiri rými með
áherslu á fjölbreyttan verslunar-
rekstur, kortlagt út frá þeim að-
ilum sem þar voru fyrir. Að sögn
Garðars Hannesar Friðjónssonar,
forstjóra Eikar, beindist áherslan
líka að því að gera Glerártorg að
hlýlegri og vistlegri verslunarmið-
stöð. „Miklar framkvæmdir á inn-
viðum hússins fóru af stað í kjöl-
farið með aðstoð arkitekta sem
sérhæfa sig í hönnun verslunar-
miðstöðva. Þessi vinna tókst vel
og lagði línurnar sem fylgt hefur
verið eftir.“
Í dag eru tæplega 35 fjölbreytt-
ar verslanir og þjónustuaðilar á
Glerártorgi og þeim fer fjölgandi.
Nýverið var undirritaður samn-
ingur við Læknastofur Akureyrar
sem tóku á leigu rúmlega helming
efri hæðar Glerártorgs, um mitt
árið munu Heimilistæki og Tölvu-
listinn opna ríflega 1.000 fermetra
verslun og fyrirhugað er að opna
enn aðra glæsilega verslunina í
vor. „Það er því alveg ljóst að um-
svif verslunarmiðstöðvarinnar eru
í sókn.“
Eik fór í miklar endurbætur á
verslunarmiðstöðinni á síðasta
ári. „Hljóðvist var bætt, setsvæð-
um komið fyrir ásamt því sem
merkingar og lýsingar voru tekn-
ar í gegn. Nú er unnið að endur-
hönnun á kaffihúsinu með það að
markmiði að skapa hlýlegri stemn-
ingu fyrir viðskiptavini.“
Á síðasta ári heimsóttu tæplega
1,8 milljónir gesta Glerártorg sem
er fjölgun milli ára að sögn Garð-
ars og afar jákvætt. „Mikil tæki-
færi fylgja fjölgun ferðamanna og
auknum kaupmætti. Góð samvinna
við leigutaka skiptir miklu máli og
hafa aðilar innan okkar eignasafns
líka haft hug á að stækka verslanir
sínar á Glerártorgi og er það vel.
Við höfum miklar væntingar til
Glerártorgs og það verður spenn-
andi að fylgjast með frekari upp-
byggingu þessarar stærstu versl-
unarmiðstöðvar landsins utan
höfuð borgarsvæðisins.“
Miklar væntingar til Glerártorgs
Miklar breytingar hafa átt sér stað á verslunarmiðstöðinni Glerártorgi eftir að Eik fasteignafélag keypti hana árið 2014. Farið var út í ýmsar
breytingar með það í huga að gera verslunarmiðstöðina bæði hlýlegri og vistlegri. Spennandi tímar eru framundan.
„Við höfum miklar væntingar til Glerártorgs og það verður spennandi að fylgjast með frekari uppbyggingu þessarar
stærstu verslunarmiðstöðvar landsins utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar
fasteignafélags. MYND/ERNIR
Læknastofur Akureyrar (LAK)
eru einkarekið fyrirtæki í
heilbrigðis þjónustu og hafa þjón-
að Akureyringum og nærsveit-
armönnum síðan 2003. Í ágúst
munu stofurnar flytja starf-
semi sína í nýtt og glæsilegt hús-
næði á Glerár torgi sem mun hýsa
10-12 læknastofur, tvær fullbúnar
skurðstofur og allt sem þeim til-
heyrir að sögn Guðna Arinbjarn-
ar, bæklunarskurðlæknis og eins
af stofnendum og eigendum LAK.
Níu fastir starfsmenn starfa
á LAK í mismunandi starfshlut-
falli og nær 20 læknar. „Viðvera
læknanna er mismikil en flest-
ir eru þeir í vinnu á öðrum stöð-
um. Sumir þeirra koma frá höfuð-
borgarsvæðinu á meðan aðrir eru
búsettir á Akureyri. Á Læknastof-
urnar koma um það bil 1.000 sjúk-
lingar á mánuði og framkvæmdar
eru 150 skurðaðgerðir á sama
tímabili.“
Sérfræðiþekking er mikil innan
LAK en þar starfa læknar með vel
á annan tug sérgreina. „Hér eru
framkvæmdar hefðbundnar ferli-
aðgerðir í bæklunarlæknisfræði,
aðgerðir í háls-, nef- og eyrnalækn-
ingum, skurðlækningum, lýtalækn-
ingum, þvagfæralækningum, æða-
skurðlækningum og tannlækning-
um í svæfingum. Auk þess er í
undirbúningi að fjölga sérgreinum
á næstunni,“ bætir Guðni við.
Við flutning á Glerártorg mun
margt breytast. „Öll aðstaða verð-
ur betri og rýmri og möguleikar á
að auka starfsemina verða miklu
betri. Við náum að hafa tvær full-
búnar skurðstofur og fjölga skoð-
unarstofum úr sjö í tólf. Til stend-
ur að fjölga sérgreinum og skurð-
aðgerðum og er það nú að verða
mögulegt. Allt umhverfið nýtt og
hannað eftir okkar óskum, þann-
ig að aðstaðan bæði fyrir sjúklinga
og starfsmenn verði sem best enda
er húsnæði byggt upp sem lækna-
stöð frá grunni.“
Aðstaðan til fyrirmyndar
Úra- og skartgripaverslun Hall-
dórs Ólafssonar hefur verið til
húsa á Glerártorgi frá upphafi
en verslunin sérhæfir sig í sölu á
úrum, klukkum, skartgripum og
skírnar- og gjafavörum. Verslun-
in er ansi rótgróin en hún var sett
á fót árið 1950 af Halldóri Ólafs-
syni en er rekin í dag af syni hans,
Halldóri Halldórssyni úrsmið.
„Árin sextán hafa verið góð og
okkur hefur vegnað vel hér. Enda
hef ég verið lánsamur með bæði
starfsfólk og viðskiptavini.“
Hann segir marga kosti við að
vera með verslun á Glerártorgi. „Í
fyrsta lagi er Glerártorg miðsvæð-
is og mjög vel staðsett á Akureyri.
Hér eru yfirbyggðar göngugötur
og því alltaf gott veður. Nýir eig-
endur Glerártorgs, Fasteignafélag-
ið Eik, hafa komið sterkir inn og
eru búnir að gera ýmsar góðar
endurbætur á húsinu og því hefur
alltaf verið vel við haldið.“
Á næstu vikum verða talsverð-
ar breytingar í horni hússins þar
sem verslunin er. „Framhlið versl-
unarinnar verður breytt. Um leið
notum við tækifærið og breytum
versluninni sjálfri. Á meðan unnið
verður við breytingar munum
við færa verslunina okkar innar
á ganginn, mitt á milli Símans
og 66°Norður. Að öðru leyti er
ég bjartsýnn á að endurbætur á
Glerár torgi séu jákvæðar fyrir
bæði okkur sem störfum hér og
viðskiptavini okkar.“
Bjartsýnn á framhaldið
„Árin sextán hafa verið góð og okkur hefur vegnað vel hér,“ segir Halldór Halldórs-
son úrsmiður sem hefur verið á Glerártorgi frá upphafi. MYND/AUÐUNN NÍELSSONFjölbreytt úrval
Hluti starfsmanna LAK. Guðni er lengst til hægri. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Kynningarblað KOMDU NORÐUR
19. mars 2016 15