Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 19
Tilhugsunin um hjúkrun kallaði fram mynd af blóði,
verkjum og eymd
„Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið því hjúkrun er ekki bara gefandi heldur
líka fjölbreytt starf sem felur í sér mörg spennandi tækifæri,“ segir ilmur Dögg níels-
dóttir. hún ætlaði sér ekki að leggja hjúkrun fyrir sig heldur ætlaði hún upphaflega
að verða sæhestaprófessor og kafa um kóralrif Ástralíu. „hver dagur er ólíkur þeim
síðasta og mér hefur — í alvörunni — alltaf fundist alveg sjúklega gaman að mæta í
vinnuna,“ en ilmur Dögg hefur undanfarin fjögur ár unnið sem skólahjúkrunar -
fræðingur við Víðistaðaskóla í hafnarfirði.
Það var aldrei ætlunin hjá Lilju jónasdóttur að leggja fyrir sig hjúkrun. „Ég ætlaði
alls ekki í hjúkrun. Ég sá fyrir mér blóð, verki og eymd og fór bara í flugfreyjuna á
þeim tíma! Svo liðu nokkur ár, ég þroskaðist og mig langaði í innihaldsríkara starf,“
segir Lilja. hún hefur rutt brautina í að innleiða slökun í krabbameinsmeðferð og
lærði hún dáleiðslu hjá jakobi jónassyni geðlækni og síðar hjá Michael Yapco. Lilja
hefur lengstan hluta starfsævinnar unnið á dagdeild blóðsjúkdóma- og krabbameins-
lækningadeildar Landspítalans. „Ég hefði ekki getað hugsað mér fjölbreyttara og
meira gefandi starf.“
Sigríður Elísabet Árnadóttir er heldur ekki ein þeirra sem dreymdi um að fara í
hjúkrun, og hvað þá í skólahjúkrun enda lafhrædd við sprautur. Áhugi hennar á
samskiptum við fólk og heilbrigðisvísindum leiddi hana þó í hjúkrunarfræði og
starfar hún í dag — þvert á ætlan hennar — við skólahjúkrun og hjúkrunarmóttöku
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 19
Af hverju hjúkrun?
— Brot úr vikulegum viðtölum við hjúkrunarfræðinga
ilmur Dögg níelsdóttir. Sigríður Elísabet Árnadóttir.Lilja jónasdóttir.
Samskipti, fjölbreytileiki, sveigjanleiki og hraði einkenna lýsingar hjúkrunarfræðinga á störfum sínum
í föstudagsviðtölum sem birst hafa á vef og facebook-síðu félagsins á afmælisárinu. Árið er ekki liðið
en hér eru brot úr þeim viðtölum sem birtust frá maí til september. Ástæðurnar fyrir að leggja fyrir
sig hjúkrun eru margvíslegar meðal viðmælenda. Sumir ólust upp í faðmi hjúkrunarfræðinga, hvort
sem fyrirmyndin var móðir eða starfsfólk á heilbrigðisstofnunum, en aðrir ætluðu sér alls ekki að verða
hjúkrunarfræðingar!
„Ég ætlaði alls ekki í
hjúkrun. Ég sá fyrir mér
blóð, verki og eymd og fór
bara í flugfreyjuna á þeim
tíma! Svo liðu nokkur ár,
ég þroskaðist og mig
langaði í innihaldsríkara
starf,“ segir Lilja Jónas-
dóttir.