Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 24
Ég vil byrja á að þakka hildi Vattnes kristjánsdóttur, hjúkrunarfræðingi hSu í Vest-
mannaeyjum, fyrir að skora á mig að rita Þankastrik. Ég útskrifaðist sem hjúkrunar-
fræðingur árið 2011 og minn aðalstarfsvettvangur hefur verið í gjörgæsluhjúkrun.
Síðan fór ég í framhaldsnám í skurðhjúkrun og útskrifaðist sem skurðhjúkrunar -
fræðingur árið 2015. Í dag starfa ég á skurðstofum Landspítalans við hringbraut í
barnateymi ásamt því að vera ljúka diplómanámi í hjúkrunarstjórnun með áherslu
á forystu og frumkvöðlastarf við háskóla Íslands. Í þessu Þankastriki mun ég fjalla
um skurðstofurnar á Landspítalanum.
Þverfagleg teymisvinna á skurðstofum
Skurðstofurnar þykja gjarnan vera hulinn heimur fyrir langflestum nema inn-
anbúðarmönnum, en fæstir hafa hugmynd um hvað fer fram í þessu hátæknilega og
steríla umhverfi — nema kannski þeir sem hafa fylgst eitthvað af viti með hinum
geysivinsælu sjónvarpsþáttum grey’s anatomy. Þar sjást hjúkrunarfræðingar að vísu
ekki nema í mýflugumynd því athyglin beinist fyrst og fremst að störfum skurðlækna.
Það fer því lítið fyrir þeirri þverfaglegu teymisvinnu sem er einmitt einkennandi fyrir
starfsemi skurðstofanna á Landspítalanum, en þar eru framkvæmdar hátt í 15.000–
16.000 skurðaðgerðir árlega og enginn dagur er eins, og tilfellin geta verið eins ólík
og þau eru mörg. Til að hægt sé að framkvæma skurðaðgerð í svæfingu þarf sérstakt
þverfaglegt aðgerðateymi. Í slíku teymi eru að jafnaði 8–10 meðlimir, til að mynda
skurðhjúkrunarfræðingar, skurðlæknir, deildarlæknar, svæfingahjúkrunarfræðingar
og svæfingalæknir auk ýmissa nema í verknámi. Það er því ljóst að margir fagaðilar
taka þátt í hverri skurðaðgerð og það skiptir miklu máli að allir þekki sitt hlutverk
vel og viti til hvers er ætlast. hver og einn teymismeðlimur er því mikilvægur hluti
af liðsheildinni svo að allt gangi sem best fyrir skjólstæðinga okkar.
Áhersla lögð á öryggismál
alvarlegar uppákomur á borð við hjartastopp og ofnæmislost eru heldur fátíðar á
skurðstofum en allt getur þó gerst því ýmis hætta getur fylgt því að gangast undir
24 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Þankastrik
Öryggismál á skurðstofum Landspítala
Rut Sigurjónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur
Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki
gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt er varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir
geta allað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitt hvað sem hefur orðið
höfundum til hugljómunar eða hvað eina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
Skurðstofurnar þykja gjarnan vera hulinn heimur fyrir langflestum
nema innanbúðarmönnum, en fæstir hafa hugmynd um hvað fer
fram í þessu hátæknilega og steríla umhverfi — nema kannski þeir
sem hafa fylgst eitthvað af viti með hinum geysivinsælu sjónvarps -
þáttum Grey’s Anatomy.
rut Sigurjónsdóttir og Þráinn rós -
munds son barnalæknir.