Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 74
Siðferðileg álitamál Við hljóðritun og eyðingu gagna var lögum um persónuvernd (Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000) og þagnarskyldu (Lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012) framfylgt. flest viðtölin voru tekin á heimili þátttak- enda samkvæmt ósk þeirra. Vísindasiðanefnd (Tilv. VSnb 2017010038/03.01) veitti leyfi fyrir rannsókninni svo og fyrr- nefndir stjórnendur hjúkrunarheimilanna og fulltrúi alzheimer - samtakanna. Ekki var talið að rannsóknin hefði í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir þátttakendur, en spurningar í við - tölunum gætu vakið upp erfiðar minningar og valdið tilfinn- ingalegu ójafnvægi. af þeim ástæðum var óháður fagaðili kynntur í kynningarbréfi til þátttakenda með upplýsingum um nafn og símanúmer ef til þess kæmi, og bent á að velkomið væri að leita til hans ef þörf væri á. að auki var tekið fram að hægt væri að hafa samband við ábyrgðarmann rannsóknar- innar ef einhverjar spurningar eða vafamál kæmu upp varð - andi rannsóknina. Gagnagreining framkvæmd var innihaldsgreining á því sem kom fram í lýs - ingu þátttakenda þar sem leitast var við að ná fram dýpt, þekk- ingu og skilningi á fyrirbærinu. rannsakendur lásu gögn in hvor í sínu lagi og ræddu svo saman um hvað þeim fannst vera augljóst í textanum og skráðu hjá sér. næst var undirliggjandi merking textans dregin fram, gögn voru stöðugt borin saman og túlkuð og sett undir viðeigandi undirþemu og þeim gefinn kóði eftir merkingu þeirra, þeim var síðan gefinn staður í ákveðnu þema sem lýsti sameiginlegri merkingu (Bengtsson, 2016; Midtsund o.fl., 2019). að lokum var undirliggjandi merk ing allra þema dregin saman í eitt yfirþema sem lýsti reynslu aðstandenda af því að vera nánasti aðstandandi og umönnunaraðili ástvinar með alzheimer-sjúkdóm í gegnum sjúkdómsferlið ásamt reynslu af þjónustu sem veitt var í sjúk- dómsferlinu. Í gegnum allt greiningarferlið fóru rannsakendur vel yfir þá merkingu sem lá að baki þéttingu textans og gerðu breytingar þar sem þess var þörf, og gættu þess að upplýsingar færu ekki fram hjá þeim eða að samhengi gagna glataðist áður en fullkomin sátt var á milli beggja aðila um kóðun, undir- þemu, þemu og yfirþema (graneheim og Lundman, 2004; Midt sund o.fl., 2019). Niðurstöður Í heildarúrtakinu voru tólf konur og tveir karlar. Átta voru ekkjur/ekklar á aldursbilinu 67–83 ára og sex voru börn á aldr- inum 34–52 ára. Dánarstaður allra ástvina var hjúkrunarheim- ili. Þemagreining sýndi yfirþemað: erfiðleikar aðstandenda alzheimer-sjúklinga eru margvíslegir vegna breytinga á hlut- verki. fimm meginþemu mynduðu samfellu í reynsluferli að - stand enda frá greiningu til lífsloka ástvinar þeirra (mynd 1). Erfiðleikar og óöryggi niðurstöður sýndu að reynsla þátttakenda af sjúkdómsferlinu hafði almennt verið þeim þungbær. „Ég finn fyrir streitu, lík- aminn er ótrúlega þreyttur eftir þetta … mig vantar þennan kraft, orkan er bara búin, þetta er sjúklega orkufrekur sjúk- dómur“ (viðmælandi nr. 9). Margar erfiðar ákvarðanir þurfti að taka og reyndist mörgum erfitt að finna sátt og jafnvægi milli langana og þess sem var nauðsynlegt að framkvæma. nær allir þátttakendur minntust á óöryggi í einhverri mynd. Óöryggi yfir því óþekkta og hræðsla við sjúkdóminn kom skýrt fram í lýsingum þátttakenda, erfiðleikar tengdust því meðal annars að vita ekki hvernig átti að takast á við þær breyt- ingar sem yfirvofandi voru og þeir þekktu ekki: Öll þessi óvissa, þú vissir ekki neitt, þú gast hvergi leitað og fengið upplýsingar og hjálp og, þú veist, það voru einhvern veginn allir í afneitun en samt allir í sorg og einhvern veginn fannst mér rosa- lega erfitt að maður gat aldrei sett sig í þessi spor (viðmælandi nr. 3). æðruleysi og að taka því sem að höndum ber kom fram hjá örfáum þátttakendum, en tæplega helmingur eftirlifandi maka hræddist að börn þeirra eða þau sjálf fengju síðar meir sjúk- dóminn og fylgdi því mikið óöryggi. Þau urðu skelkuð þegar þau gleymdu eða týndu hlutum og hugsuðu í tíma og ótíma um hvað það yrði skelfilegt að fá þennan sjúkdóm, hvað myndi gerast og lásu sér mikið til um erfðir og áhættu. Margs konar stigbundinn missir og sorg niðurstöður leiddu í ljós djúpa sorg yfir örlögum ástvinarins en sömuleiðis létti yfir því að þessari martröð væri lokið. Einnig kom fram að upprifjun maka af þessari erfiðu og sáru reynslu var einnig blönduð gleði. allir töluðu þeir mikið um þann látna og rifjuðu upp atvik og sögur fullar af bæði gleði og sorg, en fram kom í lýsingum þeirra mikill söknuður. flestir þátttakendur byrjuðu að finna fyrir sorg snemma og hún ágerðist síðan með sjúkdómnum. Sumir tengdu upphaf sorg- arferlisins við ákveðna breytingu eða atburði tengda sjúk- dómnum: Þetta sorgarferli er náttúrlega búið að vera alveg brjálæðislega langt, og það er skrítið í rauninni að vera í sorgarferli en samt, skilurðu, er þinn ástvinur lifandi, og í rauninni, þetta er rosaskrítið vegna þess að þú upplifðir alltaf nýja sorg … það er rosalýjandi … að panta hjólastól … og bara þegar hann er orðinn háður hjóla- stól … það var alltaf svona erfiðara og erfiðara … ef ég ætti að lýsa þessu sorgarferli þannig þá er það eiginlega bara svolítið svona (viðmælandi nr. 3). Það kom vel fram hve sárt það var fyrir nánustu aðstandendur að finna vanmátt sinn þegar skyndilegar breytingar urðu á getu og virkni ástvinar sem hann fann líka fyrir sjálfur. Einn orðaði það svo: ,,Þú getur lesið allt um sjúkdóminn en þú trúir því samt ekki að allt þetta geti gerst, svo bara allt í einu ertu farin að mata mömmu þína, þetta er svo ótrúlegt“ (viðmælandi nr. 9). Sorgin „reif í hjartað“ meðan sjúkdómurinn hrifsaði smám saman einstaklinginn frá aðstandendum, þátttakandi lýsti sorg sinni tara björt guðbjartsdóttir og elísabet hjörleifsdóttir 74 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.