Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 107

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 107
sjúklingsins, eins og staðbundnar sýkingar, lélegt næringar - ástand, ónæmisbæling, sterar, geislar og offita, valdið rofi á samtengingu (kirchhoff o.fl., 2010). Þvagfærasýkingar eru um þriðjungur allra spítalasýkinga í vestrænum heimi og geta þrefaldað líkur á að sjúklingur láti lífið í kjölfar skurðaðgerðar (regenbogen o.fl., 2011). Þrjár stórar rannsóknir á tíðni þvagfærasýkinga eftir skurðaðgerð vegna krabbameins í ristli og endaþarmi sýndu að sýkingu fengu á bilinu 4,1% – 5,9% sjúklinga (attaluri o.fl., 2011; kang o.fl., 2012; Sheka o.fl., 2016). Sjúklingar, sem fá þvagfærasýk - ingu eftir skurðaðgerð, þurfa að öllu jöfnu að dveljast lengur á sjúkrahúsi og þurfa líklega að hafa þvaglegg lengur en aðrir sjúklingar (armstrong o.fl., 2017). Þá eru þeir sjúklingar marg- falt líklegri til að fá sýklasótt og aðra fylgikvilla auk þess sem enduraðgerðir eru algengari hjá þeim sjúklingum og dán- artíðni hærri (Sheka o.fl., 2016). rannsóknir hafa sýnt tengsl milli þess hversu lengi sjúklingar eru með þvaglegg eftir aðgerð á ristli og endaþarmi og tíðni þvagfærasýkinga (kin o.fl., 2013; kwaan o.fl., 2015; Okrainec o.fl., 2017). Ef þvagleggur er hins vegar fjarlægður of snemma getur það valdið þvagteppu og jafnvel nýrnabilun hjá sjúklingum (kwaan o.fl., 2015). Skurðhjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á hjúkrun sjúklinga inni á skurðstofum ásamt svæfingahjúkrunarfræðingum. Stór hluti þeirrar hjúkrunar miðar að því að draga úr líkum á fylgi- kvillum í kjölfar aðgerða. Skurðhjúkrunarfræðingar annast undirbúning sjúklinga fyrir skurðaðgerðir og aðstoða við fram- kvæmd aðgerða auk þess að hafa umsjón með verkfærum, tækjum og öðrum aðföngum og stuðla að dauðhreinsuðum vinnubrögðum (aOrn, e.d.). Þá gegna skurðhjúkrunarfræð - ingar mikilvægu hlutverki í verndun sjúklinga fyrir ofkólnun í aðgerð, en væg ofkólnun verður ef kjarnhiti líkamans fer niður fyrir 36°C (hart o.fl., 2011). kjarnhitastig sem helst yfir 36,5° C í skurðaðgerð leiðir af sér betri árangur fyrir sjúklinga, meðal annars með færri sýkingum, færri þrýstingssárum, minni blæðingu í og eftir aðgerð og minna álagi á hjartað (Serra-ara- cil o.fl., 2011; Young og Watson, 2006). Sjúklingar sem kólna í ristilaðgerðum hafa reynst þrefalt líklegri til að fá sýkingar eftir aðgerð (kurz o.fl., 1996). Með réttri hjúkrunar meðferð má draga verulega úr hitatapi sjúklinga í skurðaðgerð um og fækka alvarlegum aukaverkunum vegna hitataps (Murray o.fl., 2010). alltaf er betra að koma í veg fyrir sýkingar en að þurfa að meðhöndla þær (Samuel og Mulwafu, 2010). aðstæður inni á skurðstofu, svo sem loftræsting og hreinlæti ásamt þekkingu starfsfólks á dauðhreinsuðum vinnubrögðum, meðhöndlun verkfæra og sýkingavörnum, gegna lykilhlutverki við að draga úr líkum á sýkingum (aOrn, e.d.), auk fyrirbyggjandi sýkla- lyfjagjafa og að viðhalda eðlilegum líkamshita sjúklinga í aðgerð (Murray o.fl., 2010; Samuel og Mulwafu, 2010). Til að standast gæðakröfur og meta árangur aðgerða og hjúkrunar er nauðsynlegt að meta sýkingar og aðra fylgikvilla skurð - aðgerða. Þrátt fyrir að skurðaðgerðir vegna krabbameins í ristli og endaþarmi séu algengar aðgerðir liggja ekki fyrir tölur um hve oft sýkingar hljótast af þeim á Íslandi og hefur ekki verið nein framsýn skráning á sýkingum eftir þessar aðgerðir. Í þessari rannsókn var kannað hve algengt væri að sýkinga yrði vart eftir aðgerð vegna krabbameins í ristli og endaþarmi og alvar- leiki þeirra. Aðferð Rannsóknarsnið: rannsóknin var lýsandi og framsýn skráning á fylgikvillum sjúklinga eftir skurðaðgerðir samkvæmt stöðluðu skráningar - blaði. Þátttakendur: Þýði rannsóknarinnar voru allir sjúklingar (n=71) sem geng- ust undir skurðaðgerð á kviðarholi vegna krabbameins eða kirtilæxlis í ristli eða endaþarmi frá 15. mars til 15. september 2015 og voru með a.m.k. eina skráða sjúkdómsgreiningu krabba meins í ristli eða endaþarmi. Þeir einstaklingar sem fóru í staðbundið brottnám á sepa eða æxli um endaþarm með TEM-aðgerð (e. transanal endoscopic microsurgery) eða ristil - speglun (e. colonoscopy) voru útilokaðir frá þátttöku í rann- sókninni þar sem slíkar aðgerðir eru ekki gerðar um kviðarhol og um mun minni inngrip er að ræða í þeim tilvikum. Þessi skilyrði áttu jafnt við um þá sem fóru í aðgerð í læknandi til- gangi sem og líknandi. Sjúklingum, sem uppfylltu skilyrði, voru afhentar skriflegar upplýsingar af hjúkrunarfræðingi af legudeild og fengu þeir boð um þátttöku. Þeir sem samþykktu þátttöku skrifuðu í kjölfarið undir upplýst samþykki. Einn sjúklingur hafnaði þátttöku en 70 tóku þátt. Mælitæki: Stuðst var við skráningarblað á skammtíma fylgikvillum frá sænsku gæðaskránni (kvalitets registret). Leyfi fékkst fyrir því að nota skráningarblaðið á Íslandi og var það íslenskað af Tryggva B. Stefánssyni skurðlækni. Bakþýðing var ekki gerð. auk sýkinga voru skráðir aðrir fylgikvillar og ýmsar bak- grunnsbreytur, svo sem tegund skurðaðgerðar, lengd aðgerðar, fjöldi legudaga, vefjagreining æxlis, framhaldsmeðferð, aSa- flokkun (The American Society of Anaesthesiology classifica- tion) sjúklings, kyn og líkamsþyngdarstuðull (LÞS). Við flokkun sýkinga var notað flokkunarkerfi Clavien- Dindo. kerfið byggist á 5 flokkum og er flokkað eftir þeirri meðferð sem beitt er við meðhöndlun fylgikvilla (sjá mynd 1) (Dindo o.fl., 2004). fylgikvillar eru skilgreindir sem frávik frá hefðbundnum bata sem þurfa meðferðar við (Dindo o.fl., 2004). fyrsti höfundur samdi viðtalsramma með átta spurningum sem miðaði að því að fá upplýsingar um þær sýkingar og ein- kenni sem þátttakendur kunnu að hafa fengið eftir aðgerðina og þá meðferð sem beitt var við að meðhöndla þær. Þessar upplýsingar voru síðan notaðar við flokkun fylgikvilla. Gagnasöfnun: gagnasöfnun fór fram frá 15. mars til 15. desember 2015. gagna var aflað með viðtölum við sjúklinga og úr sjúkraskrám (Sögu, heilsugátt og Orbit á Landspítala og úr handskrifuðum ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.