Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 110

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 110
fengu eingöngu meðferð með sýklalyfjum. aðrar kviðarhols - sýkingar, sem upp komu, voru í tveimur tilfellum ígerð í kvið án staðfestingar á samtengingarrofi og rof á smá girni í einu til- felli. alls fengu 18 þátttakendur stóma í frumaðgerðinni. Þar af fengu 11 verndandi stóma og sjö fengu varanlegt stóma. að auki fengu þrír þátttakendur til viðbótar stóma í enduraðgerð vegna rofs á samtengingu. Mun hærra hlutfall sýkinga var hjá þeim sem fengu stóma í frumaðgerðinni eða 55,7% (10/18) en hjá þeim sem ekki fengu stóma eða 40,4% (21/52). Einn þátt- takandi fékk fistil (e. fistula) í stómað og kviðarholssýkingu í kjölfarið og fór í enduraðgerð og annar þátttakandi fékk sýk - ingu í stómað (e. stomatitis) og var meðhöndlaður með sýkla- lyfjum vegna þess. Sex þátttakendur (8,6%) voru með staðfesta sýkingu í blóði samkvæmt blóðræktun eftir aðgerð og fengu sýklalyfjagjöf í æð vegna þess. Einnig fengu sex þátttakendur (8,6%) sveppa - sýkingu í munnhol eftir aðgerðina. hærra hlutfall þeirra sem voru með viðvarandi þarmalömun í meira en þrjá daga (e. pro- longed ileus) og föstuðu, fengu sýkingu í munnhol eða 28,6% (4/14) á móti 3,6% (2/56) af þeim sem ekki voru með viðvar- andi þarmalömun. Þá fengu tveir þátttakendur lungnabólgu eftir aðgerð eða 2,9% og meðhöndlun vegna þess með sýkla- lyfjum. Einn þátttakandi (1,4%) fékk VÓE-sýkingu í sjúkra- húslegunni eftir aðgerð og fékk meðhöndlun við því. af þeim þátttakendum sem fengu sýkingu þurftu fjórir (12,9%) á gjörgæslulegu að halda auk þess sem níu þátttak- endur (29%) þurftu að fara í enduraðgerð innan 30 daga. Þá þurftu sex (19,4%) af þeim þátttakendum sem höfðu fengið sýkingu eftir aðgerð endurinnlögn innan 30 daga frá aðgerð. Ekki reyndist vera marktækur munur á tíðni sýkinga eftir því hvort þátttakendur fóru í aðgerð á hægri hluta ristils, vinstri hluta ristils eða endaþarmi. hjá þeim sem fóru í opna skurðaðgerð fengu 57,1% (16/28) sýkingu en 28,1% (9/32) þeirra sem fóru í kviðsjáraðgerð. af þeim sem fóru í kvið sjár - aðgerð þar sem skipta þurfti yfir í opna aðgerð fengu 60% (6/10) sýkingu. flokkun fylgikvilla skv. flokkun Clavien-Dindo sýndi að kviðarholssýkingar voru alvarlegasta tegund sýkinga í rann- sókninni en meðaltal á Clavien-Dindo-flokkun slíkra sýkinga var 3,46. Þar á eftir komu skurðsárasýkingar með 2,30 skv. Clavien-Dindo. Þvagfærasýkingarnar, sem voru algengasta tegund sýkinga í rannsókninni, voru 2,00 að meðaltali líkt og blóðsýkingar, munnsýkingar og lungnasýkingar en þessar teg- undir sýkinga voru meðhöndlaðar með sýklalyfjum í öllum tilfellum. Mynd 2 sýnir meðalalvarleika hverrar tegundar sýk - inga skv. Clavien-Dindo á kvarðanum 1–5. alls var líkamshiti skráður hjá 90% (n=63) þátttakenda meðan á aðgerð stóð en ekki hjá 10% (n=7). Þeir þátttakendur sem voru með 36,0°C eða lægri líkamshita við upphaf aðgerðar voru mun líklegri til að fá kviðarholssýkingar og þvagfæra sýk - ingar eftir aðgerðina. Þá voru þeir þátttakendur sem voru með líkamshita 36,0°C eða lægri við aðgerðarlok líklegri til þess að fá kviðarholssýkingar, skurðsárasýkingar og þvagfærasýk ingar en þeir sem voru yfir 36,0°C við lok aðgerðar (tafla 4). Umræða niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna háa tíðni sýk - inga eftir skurðaðgerðir vegna krabbameins í ristli og enda - þarmi. Sýkingatíðnin var 44,3% og er það töluvert yfir því sem erlendar rannsóknir sýna þar sem færri en 25% sýkjast eftir slíkar aðgerðir (Banaszkiewicz o.fl., 2017; Serra-aracil o.fl., 2011; ukwenya og ahmed, 2013). Þvagfærasýkingar voru al- gengustu sýkingarnar í þessari rannsókn en einnig voru kviðar - holssýkingar og skurðsárasýkingar tíðar. Þvagfærasýkingar voru mun algengari en erlendar rann- sóknir gefa til kynna því þar fá yfirleitt innan við 5% sjúklinga þvagfærasýkingu (kang o.fl., 2012; Okrainec o.fl., 2017; Sheka o.fl., 2016). Þessar tíðu þvagfærasýkingar koma á óvart. rann- sóknir hafa sýnt tengsl milli þess hversu lengi þvagleggur er hafður í sjúklingum eftir aðgerð vegna krabbameins í ristli og endaþarmi og fjölda þvagfærasýkinga (kin o.fl., 2013; kwaan o.fl., 2015; Okrainec o.fl., 2017). Á Landspítala eru í gildi leið - beiningar um verklag varðandi þvagleggi eftir skurðaðgerð og ráðleggingar sýkingavarna varðandi inniliggjandi þvagleggi. niðurstöður benda til þess að sjúklingar séu lengur með þvag- legg en ráðlagt er samkvæmt leiðbeiningum og það getur skýrt að einhverju leyti algengi þvagfærasýkinga. Í ljósi þessara birgir örn ólafsson, ásta thoroddsen 110 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 ! Mynd 2. Clavien-Dindo-flokkun fylgikvilla fyrsti mældi fyrsti mældi Líkamshiti Líkamshiti líkamshiti líkamshiti ≤36°C við >36°C við ≤36°C >36°C aðgerðarlok aðgerðarlok (n=22)* (n=41)* (n=17)* (n=46)* kviðarhols- sýking 7 (32%) 5 (12%) 4 (24%) 8 (17%) Þvagfæra- sýking 8 (36%) 7 (17%) 5 (30%) 10 (22%) Skurðsára- sýking 1 (5%) 6 (15%) 3 (18%) 3 (7%) * Sami þátttakandi getur verið með fleiri en eina sýkingu Tafla 4. Tíðni helstu sýkinga eftir skráðum líkamshita við upp haf og lok aðgerða Bló ðsý kin g Kv iða rh ols sýk ing Lu ng na sýk ing Mu nn sýk ing Sk ur ðsá ras ýk ing Þv ag fæ ars ýk ing Meðalflokkun fylgikvilla skv. Clavien-Dindo 4 3,5 3 2,5 2 1,5 1 0,5 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.