Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 80

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 80
Útdráttur Tilgangur: Íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum eiga við margvís- leg andleg og líkamleg vandamál að stríða, m.a. þunglyndi og hegð - unarvanda. rannsóknir hafa sýnt að um helmingur íbúa eyðir litlum eða engum tíma í virkni og að stjórnendur hjúkrunarheimila eru meðvitaðir um mikilvægi þess að örva virkni íbúa en úrræði og þekk- ing eru ekki alltaf fyrir hendi. Yfirlit yfir hvaða virkni er í boði á hjúkrunarheimilum er ekki til. Viðbótarmeðferð virðist hafa jákvæð áhrif til að draga úr vanlíðan og til að bæta líðan og ánægju íbúa á hjúkrunarheimilum. Engar upplýsingar eru til um hvaða tegundir viðbótarmeðferðar eru í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum. Mark - mið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða virkni og viðbótar - meðferð er í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum og hverjir skipu - leggja og veita meðferð. Einnig var spurt hvort hjúkrunarheimili þurfi stuðning til að efla þessa meðferð. Aðferð: Tveir spurningalistar, annar um meðferð til að auka virkni og hinn um notkun viðbótarmeðferðar, voru samdir og sendir til allra hjúkrunarheimila á Íslandi, 59 talsins. fimmtíu og tvö hjúkr- unarheimili (88%) svöruðu listanum um virkni og afþreyingu og 45 heimili (76%) svöruðu listanum um viðbótarmeðferð. Niðurstöður: niðurstöðurnar sýndu að öll hjúkrunarheimili (n=52; 100%) buðu upp á meðferð til að auka virkni og 43 hjúkrunarheimili (96%) upp á viðbótarmeðferð. Margar ólíkar starfsstéttir áttu þátt í því að skipuleggja og veita þessa meðferð, en helst eru það hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar. algengasta meðferð til að auka virkni var upplestur og að horfa saman á myndir og hlusta á tónlist. algeng- ustu gerðir viðbótarmeðferðar voru heitir bakstrar, leikfimi og nudd. hjúkrunar stjórnendur vildu flestir fá aðstoð við að efla þessa þætti í þjón ustu við íbúa, t.d. með fræðslu eða aukinni samvinnu við aðrar stofnanir. Ályktanir: Virkni og viðbótarmeðferð er mikilvægur þáttur í þjón- ustu á íslenskum hjúkrunarheimilum en hjúkrunarheimilin þurfa stuðning til að auka þekkingu starfsmanna á þessari meðferð og að efla hana enn frekar. Lykilorð: virkni, viðbótarmeðferð, aldraðir, hjúkrunarheimili Inngangur Ástæður þess að fólk flytur inn á hjúkrunarheimili eru oftast minnkandi færni, hrumleiki, heilabilun (andel o.fl., 2007), minnkandi hreyfigeta, hjartasjúkdómar, fjöllyfjanotkun og það að búa einn (Luppa o.fl., 2010). Breytingar á aldurssamsetn- ingu og fjölgun fjölveikra íbúa á hjúkrunarheimilum (hjalta- dottir, hallberg, Ekwall og nyberg, 2012) hefur aukið hjúkr- unar þyngd þeirra sem þar dvelja. Það er því mikilvægt að starfsfólk sé faglært og geti veitt einstaklingsmiðaða meðferð og umönnun. rannsóknir hafa sýnt að það skipti máli að íbúar séu hvattir til og hafi tækifæri til að vera virkir (agahi og Parker, 2008) og að það viðhaldi vellíðan og stuðli að lífsánægju þeirra (Björk o.fl., 2017). Með virkni er átt við það sem einstakling- urinn hefur fyrir stafni sér til ánægju og stuðlar að vellíðan hans. Þetta geta verið hvort sem er félagsleg samskipti, verk sem hann tekur sér fyrir hendur og einhvers konar afþreying eða atburður sem hann tekur þátt í (adams o.fl., 2011). fram kemur í rannsóknum að þátttaka í félagslegum athöfnum teng- ist lengri lífaldri (agahi og Parker, 2008) og er spáþáttur fyrir dánartíðni (hjaltadottir o.fl., 2011). Ýmsar aðferðir hafa verið 80 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 ingibjörg hjaltadóttir, Landspítala, háskóla Íslands rúnar Vilhjálmsson, háskóla Íslands Þóra jenný gunnarsdóttir, háskóla Íslands Virkni og viðbótarmeðferð á íslenskum hjúkunarheimilum Nýjungar: niðurstöðurnar sýna að íslensk hjúkrunarheimili bjóða bæði upp á ýmiss konar meðferð til að efla virkni og marg háttaða viðbótarmeðferð fyrir íbúa. Hagnýting: Yfirlit þessarar rannsóknar gefur starfsfólki á hjúkrunarheimilum hugmyndir að möguleikum í meðferð. jafnframt er það grunnur að frekari vinnu við að setja upp fræðsluefni og námskeið fyrir þær mörgu stéttir sem skipu- leggja og veita þessa meðferð í þeim tilgangi að bæta almenna líðan íbúanna. Þekking: aðstandendur og sjálfboðaliðar taka ekki mikinn þátt í því að veita meðferð til að auka virkni og viðbót- armeðferð. hér er því tækifæri fyrir hjúkrunarheimilin til að hvetja og styðja aðstandendur og sjálfboðaliða sem eru til- búnir til þátttöku í starfi heimilanna. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: jákvæð afstaða fram- kvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna til þess að auka meðferð sem eflir virkni og viðbótarmeðferð er hvatning til rannsak- enda og stjórnvalda að styðja heimilin svo hægt sé að bjóða öfluga þjónustu í þessu skyni. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.