Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 2
Þriðja tölublað afmælisársins er í veglegri kantinum en þrátt fyrir að blaðið sé orðið
116 síður bíður enn efni birtingar í fyrsta tölublaði 2020. Í tilefni aldarafmælis félags-
ins var flett í félagatalinu í þeirri von að finna hjúkrunarfræðing sem ætti hundrað
ára afmæli á árinu. Þar kom nafn Sigrúnar hermannsdóttur upp, en hún er eini nú-
lifandi hjúkrunarfræðingurinn sem er jafnaldri félagsins en hún fagnar einmitt aldar -
afmæli í lok ársins. Þrátt fyrir háan aldur fylgist hún vel með fréttum og man tímana
tvenna en hún unir sér vel á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Þeir eru nokkrir félagsmenn öldungadeildar félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
á tíræðisaldri sem láta sig ekki vanta á þá fjölmörgu viðburði sem deildin stendur
fyrir. Þá eru rifjaðir upp gamlir tímar enda margir sem lærðu til hjúkrunar á sama
tíma, og aðrir sem unnu saman á starfsævinni. Öldungadeildin er langfjölmennust
af þeim fagdeildum sem starfræktar eru innan félagsins og fer félagsmönnum ört
fjölgandi. Því fer fjarri að þeir sitji með hendur í skauti en fyrir tilstuðlan þeirra er
búið að koma á fót muna- og minjanefnd, auk þess sem félagar öldungadeildarinnar
stóðu fyrir því að láta endurgera slörhatt Sigríðar Eiríks dóttur sem var frumsýndur
á sögusýningunni hjúkrun í 100 ár. Öldungadeildin á stórafmæli á næsta ári og
verður fertug en deildin var stofnuð 1980 og hlaut þá nafnið hlíf.
ritnefnd ritrýndra greina hefur unnið að því að uppfæra leiðbeiningar til höfunda
ritrýndra greina og birtum við þær af því tilefni í þessu tölublaði. Þær verða einnig
aðgengilegar á vefsíðu félagsins. alls eru fimm ritrýndar greinar í þessu tölublaði,
það skýrir að hluta fjölda blaðsíðna að þessu sinni. Þá eru áhugaverðar fræðslugreinar
í blaðinu, m.a. um sýkingavarnir á sjúkrahúsum, húðbruna vegna þvag- og hægða -
leka og um reynslu sjúklinga og aðstandenda af lífi með parkinsonveiki.
Á afmælisárinu hafa vikulega verið birt viðtöl við hjúkrunarfræðinga á vef og
face book-síðu félagsins. Markmiðið er að endurspegla fjölbreytileika stéttarinnar og
fá innsýn í líf og störf félagsmanna. Í þessu tölublaði eru birt brot úr þeim viðtölum
sem þegar hafa birst frá maí til september.
Þátttakendum í ljósmyndasamkeppninni Með augum hjúkrunarfræðingsins er
þakkað sérstaklega fyrir þátttökuna en aldrei hafa fleiri tekið þátt og fyrir vikið var
fjöldi innsendra mynda á áttunda tug. Það var því úr vöndu að ráða en fyrir valinu
varð ljósmynd Sigurveigar Björgólfsdóttur sem hún tók á kvöldgöngu við reykja-
víkurtjörn í september.
2 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
helga Ólafs ritstjóri.
Ritstjóraspjall
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA
Suðurlandsbraut 22, 108 reykjavík
Sími 540 6405
netfang helga@hjukrun.is
Vefsíða www.hjukrun.is
Útgefandi: félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Sími skrifstofu 540 6400
Ritstjóri og ábyrgðarmaður helga Ólafs Fagritstjóri Þórdís katrín Þorsteinsdóttir Ritnefnd aðalbjörg Stef-
anía helgadóttir, anna Ólafía Sigurðardóttir, hafdís Skúladóttir, hrund Scheving Thorsteinsson, Margrét
hrönn Svavarsdóttir, Sigurlaug anna Þorsteinsdóttir Blaðamaður Magnús hlynur hreiðarsson Forsíðu -
mynd Sigurveig Björgólfsdóttir Ljósmyndir ýmsir Auglýsingar sími 540 6412 Hönnun og umbrot Egill
Baldurs son ehf. Prentun Prenttækni ehf.
Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu ritstjori@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræði-
greina er að finna á vefsíðu tímaritsins.
iSSn 2298-7053