Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 71
Útdráttur Bakgrunnur: alzheimer-sjúkdómur er form heilabilunar. fylgi- kvillar sjúkdómsins eru persónuleikabreytingar sem versna jafnt og þétt og kalla á stöðugt aukna þörf fyrir umönnun. aðstandendur eru helstu umönnunaraðilar um leið og þeir takast á við þungbæra sorg sem hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu nánustu aðstandenda af umönnun ástvina með alzheimer-sjúkdóm og reynslu þeirra af fenginni þjónustu. Aðferð: rannsóknin var eigindleg. Viðtöl voru tekin við fjórtán ein- staklinga þar sem stuðst var við hálfstaðlaðan viðtalsramma. grein- ing á texta var gerð með innihaldsgreiningu og hann flokkaður samkvæmt innihaldi og sameinaður í meginþema og yfir- og undir- þemu sem lýstu reynslu þátttakenda í gegnum sjúkdómsferlið ásamt reynslu þeirra af þjónustunni í ferlinu. Niðurstöður: niðurstöður gáfu vísbendingar um að djúp sorg ein- kenndi allt sjúkdómsferlið. hún fylgdi öllum gjörðum og ákvörð- unum aðstandenda og eftir andlát tók við nýtt sorgarferli. Erfiðast og sárast var þegar óhjákvæmilegt var að flytja ástvin á öldrunar- heimili. Þemagreining sýndi yfirþemað: erfiðleikar aðstandenda alz- heimer-sjúklinga eru margvíslegir vegna breytinga á hlutverki. fimm meginþemu mynduðu samfellu í reynsluferli aðstandenda frá grein- ingu til lífsloka ástvinar þeirra. hvert meginþema var byggt á nokkrum undirþemum. Ályktanir: niðurstöður gefa til kynna að til þess að árangur náist í umönnun og þjónustu sem veitt er alzheimer-sjúklingum og þeirra nánustu er nauðsynlegt að hafa innsýn í þá djúpu sorg sem fylgir sjúkdómnum. Stuðningur og ráðgjöf til alzheimer-sjúklinga og að - standenda þeirra þarf að vera í mun fastari skorðum en hún er í dag. Bjóða þarf upp á úrræði sem styrkja einstaklinginn bæði andlega og líkamlega og taka upp ákveðna stefnu í málefnum þeirra er greinast með þennan sjúkdóm og ástvina þeirra. Lykilorð: aðstandendur, alzheimer-sjúkdómur, álag, líðan, erfið - leikar, hjúkrunarheimili, samskipti. Inngangur fjölgun aldraðra er tilkomin vegna hærri meðallífaldurs og því er líklegt að einstaklingum með heilabilun fjölgi hratt. Í dag eru í heiminum rúmlega 46 milljónir einstaklinga með heila- bilun, af þeim eru 60–80% með alzheimer-sjúkdóm. Talið er að árið 2030 verði tala þeirra einstaklinga sem hafa heilabilun orðin um 74 milljónir og 2050 verði hún komin í um það bil 131 milljón (alzheimer’s association, 2019). rannsóknir hafa sýnt að andleg vanlíðan nánustu aðstand- enda sem eru í umönnunarhlutverki ástvinar með alzheimer- sjúkdóm kemur helst fram í þunglyndi, kvíða og svefntrufl - unum og getur verið undanfari sorgareinkenna (Liu o.fl., 2017; hallikainen o.fl., 2018). jafnframt hefur verið sýnt fram á sam- band á milli þunglyndis og kvíða annars vegar og byrði um - önnunar hins vegar (Liu o.fl., 2017). hallikainen o.fl. (2018) fundu jákvætt samband á milli ranghugmynda, geðshræringar og svefntruflana hjá alzheimer-sjúklingum annars vegar og streitu hjá aðstandendum í umönnunarhlutverki hins vegar í rannsókn þeirra sem stóð í 36 mánuði. Vísbendingar komu fram um að þetta eigi sérstaklega við um þá aðstandendur sem eru í fastri búsetu með ástvini sínum. Llangue o.fl. (2016) hafa þó lagt áherslu á að ekki sé hægt að álykta um að ákveðin tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 71 Tara Björt guðbjartsdóttir, Landspítala Elísabet hjörleifsdóttir, háskólanum á akureyri Þetta var erfiðasta hlutverk sem ég hef fengið: Áhrif alzheimer-sjúkdóms á aðstandendur og reynsla þeirra af þjónustu Nýjungar: rannsóknin er fyrsta íslenska rannsóknin á þessu efni og niðurstöður varpa ljósi á líðan aðstandenda alz - heimer-sjúklinga og reynslu þeirra af þjónustu sem veitt var í sjúkdómsferlinu frá upphafi til enda. Hagnýting: niðurstöður geta hjálpað heilbrigðisstarfsfólki og öllum þeim sem á einn eða annan hátt eiga hlut að stuðningi, ráðgjöf og umönnun einstaklinga með alzheimer-sjúkdóm og varðað veginn til betri stuðnings við aðstandendur. Þekking: niðurstöður eru innlegg í þá vísindalegu vinnu sem nauðsynleg er að sé til staðar til að stuðla að umbótum í hjúkrun sem veitt er alzheimer-sjúklingum og aðstandendum þeirra. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: niðurstöður ættu að vera hjúkrunarfræðingum hvatning til að standa vörð um mikil- vægi góðra samskipta sem einkennast af virðingu og skilningi á aðstæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.