Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 15
Flutti til Reykjavíkur 22 ára til að hefja nám í hjúkrun Sigrún er fædd og uppalin á Seyðisfirði. foreldrar hennar voru hermann Vilhjálmsson, útvegsbóndi á hánefsstöðum, og guðný Vigfúsdóttir sem fædd var í fjarðarseli. Sigrún gekk til allra verka á uppvaxtarárum sínum enda alltaf nóg að gera á æskuheimilinu. „Í rauninni finnst mér ég alltaf hafa átt heima á Seyðisfirði þó það sé ekki þannig. Ég flutti suður til að læra hjúkrun á Landspítalanum 22 ára gömul. Ég ákvað að læra hjúkrunarfræði til að vinna fyrir mér og læra samtímis. Mér fannst starfið alltaf spennandi. Í hjúkrunarfræðinni var uppi- hald og húsnæði frítt og við fengum líka svolitla vasapeninga með náminu. námið var mest verklegt en bóklegi þátturinn fór yfirleitt fram eftir vinnu. hjúkrunarfræðingar og læknar á spítalanum sáu um kennsluna.“ hjúkrunarnámið hófst á þriggja mánaða fornámi en námið tók þrjú ár á þessum tíma. að sögn Sigrúnar var mikið um yfir vinnu á námsárum hennar. Það vantaði sárlega hjúkrunar- fræðinga, rétt eins og núna árið 2019. Á námsárunum var mikill agi og nemum skylt að búa á Landspítalanum. hjúkrunarnemar gistu í aðalbyggingunni ásamt kristínu Thoroddsen, skólastjóra og yfirhjúkrunarkonu. Móðir kristínar, Theodóra Thoroddsen skáld, kom oft í heim- sókn og varð þeim Sigrúnu vel til vina. Sigrún fékk litlar jóla- gjafir í mörg ár eftir þetta frá Theodóru. allir nemar voru sendir í átta til tíu mánuði út á land til að vinna. Sigrún vann á akureyrarspítala í átta mánuði 1943. Sigrún rifjar það upp að næturvaktirnar voru oft erfiðar þegar hún vann á Landspítalanum á stríðsárunum. Eina nóttina í stríðslok var Sigrún á næturvakt. Þá fékk hún fyrirmæli um að fara og opna líkhúsið á Barónsstíg fyrir lögreglunni. Það komu bílar með 10–12 lík af hermönnum sem var komið fyrir í lík- húsinu á meðan Sigrún beið. Það ríkti mikil leynd yfir þessu og hún vissi aldrei hvað hafði eiginlega gerst. Þetta er óhugn - anleg minning, rifjar hún upp. Útskrifaðist í lok seinni heims- styrjaldarinnar af þeim 11 sem hófu nám í hjúkrun voru eingöngu fimm sem útskrifuðust og var Sigrún ein þeirra. „Við útskrifuðumst nán - ast upp á sama dag og seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þá fórum við niður í bæ þar sem okkur var boðið að drekka kaffi á hótel Borg með forstöðufólki námsins,“ rifjar Sigrún upp. Eftir kaffi- samsætið á hótel Borg héldu þær skólasystur upp Banka- strætið og ætluðu til vinnu á Landspítalanum enda enginn frídagur. Þá var mikill gleðskapur í bænum þar sem fólk var að fagna stríðslokum. Lögreglan þurfti að beita táragasi til að dreifa fólki og er Sigrúnu það minnisstætt að þær hlupu tár- votar undan þessu. Bjuggu í 12 ár í Kaupmannahöfn Sigrún og Bjarni giftu sig 14. júní 1945 og héldu ári síðar til Danmerkur, út í óvissuna. Ástæðan var ævintýraþrá, en löng- unin til fróðleiks og skrifta átti ekki síður hlut að máli. Það bjargaði afkomunni að næga vinnu var að fá fyrir hjúkrunar- fræðing í kaupmannahöfn og Sigrún fékk strax fulla vinnu, aðallega á lyflækningadeildum. hjónin dvöldust þar næstu tólf árin. Það var gestkvæmt á heimili þeirra í kaupmannahöfn sem var athvarf fyrir Íslendinga oft og tíðum. Það má segja að þau hafi reist skála um þjóðbraut þvera, svo margir dvöldu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þau eignuðust marga ævi- vini í kaupmannahöfn. Bjarni var ráðinn í lektorsstöðu í ís- lenskri tungu og bókmenntum við hafnarháskóla fyrstur manna. hann var einnig formaður Íslendingafélagsins um hríð. Þá tíðkaðist mjög að Íslendingar leituðu sér lækninga í kaupmannahöfn. kristín Thoroddsen og fleiri höfðu samband 100 ára hjúkrunarfræðingur sem man tímana tvenna tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 15 Eina nóttina í stríðslok var Sigrún á næturvakt. Þá fékk hún fyrirmæli um að fara og opna lík- húsið á Barónsstíg fyrir lögreglunni. Það komu bílar með 10–12 lík af hermönnum sem var komið fyrir í líkhúsinu á meðan Sigrún beið. Ljósmynd tekin af Sigrúnu þegar hún útskrifaðist hjúkrunarfræð- ingur vorið 1945.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.