Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 101
Mat á eigin hæfni og tengsl við bakgrunn
þátttakenda
hjúkrunarfræðingar með framhaldsnám/viðbótarnám eir
grunnnám í hjúkrunarfræði mátu heildarhæfni sína marktækt
meiri en hjúkrunarfræðingar án framhaldsnáms/viðbótar-
menntunar (p< 0,05) svo og hæfni sína í umönnunarhlutverki
(p< 0,05), starfshlutverki (p< 0,05), kennslu- og leiðbeinenda-
hlutverki (p< 0,01) og hjúkrunaríhlutunum (p< 0,01) en ekki
í greiningarhlutverki, tryggingu gæða eða stjórnun á aðstæð -
um (p> 0,05). fylgni var á milli heildarhæfni og starfsaldurs á
núverandi deild (r=0,289, p< 0,05) en ekki starfsaldurs í
hjúkrun (r=0,074, p> 0,05) (sjá töflu 3). Ekki var marktækur
munur á mati hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á legudeild og
þeirra er störfuðu á dag- og göngudeild. Ekki var marktækur
munur á mati hjúkrunarfræðinga í starfslýsingum a, B og C
(þar sem miðgildi starfsreynslu þeirra var 1, 3 og 9,5 ár) og
hjúkrunarfræðinga í starfslýsingum D/E á hæfni sinni. Sam-
bærileg niðurstaða kom í ljós þegar borið var saman mat
hjúkrunarfræðinga með minna en 10 ára starfsreynslu annars
vegar og með meiri en 10 ára starfsreynslu hins vegar.
Í línulega aðhvarfsgreiningu voru valdar þær frumbreytur
sem höfðu marktækt samband við heildarhæfni, þ.e. starfs-
aldur á deild og framhaldsnám/viðbótarnám. gögnin upp-
fylltu skilyrði um línulega aðhvarfsgreiningu, þ.e. normal -
dreifingu (Shapiro Wilk-próf, p> 0,05), á bak við hverja óháða
breytu í líkaninu voru meira en 20 einstaklingar og hvorki var
fylgni á milli frumbreyta (Vif=1) né voru leifaliðir vandamál
(Durbin Watson 1,798). Eins og sést í töflu 4 skýrðu starfsaldur
á deild og framhaldsnám/viðbótarmenntun 14% af breytileika
í heildarhæfni (p< 0,01).
Umræða
Þessi rannsókn á mati hjúkrunarfræðinga, sem starfa við
hjúkrun aðgerðasjúklinga, á eigin hæfni í starfi er sú fyrsta hér-
lendis. niðurstöður sýna að hjúkrunarfræðingar meta hæfni
sína sambærilega eða ívið meiri en erlendir hjúkrunarfræð-
ingar gera (flinkman o.fl., 2017) en heldur minni en íslenskir
hjúkrunarfræðingar sem starfa á landsbyggðinni og sinna
bráðatilvikum (Íris kristjánsdóttir og herdís Sveinsdóttir,
2018) eða hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala
(Dóra Björnsdóttir, 2015). hjúkrunarfræðingar á skurðlækn-
ingasviði meta hæfni sína mesta í umönnun en minnsta í
tryggingu gæða og er það sambærilegt við mat hjúkrunarfræð-
inga á bráðamóttöku (Dóra Björnsdóttir, 2015). Það kemur
ekki á óvart enda snýst hæfni á umönnunarþætti (sjá töflu 1)
um atriði sem kalla má kjarna hjúkrunar eins og fram kemur
í skilgreiningu henderson (1976) á hlutverki hjúkrunarfræð-
inga.
hjúkrunarfræðingar meta hæfni sína minnsta í verkefnum
sem lúta að þróun hjúkrunar, mati á árangri eða umbótastarfi
annars vegar og leiðbeiningu og fræðslu hins vegar. Túlka má
þessar niðurstöður með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi að ekki hafi
farið fram næg umræða og kennsla hvað varðar mat á árangri
og umbótastarfi, eða að hún hafi ekki náð til klínískra hjúkr-
unarfræðinga spítalans. Mikilvægt er að fylgja betur eir
ritrýnd grein scientific paper
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 101
Skipuleggja viðrunarfundi eftir neyðartilvik
Setja fram tillögur að þróunarverkefnum og rannsóknum
Þróa aðlögun fyrir nýráðna hjúkrunarfræðinga á sinni deild
Gæta þess að ganga ekki of nærri sér andlega og líkamlega
Þróa hjúkrunarskráningu á sinni deild
Þekkja skipurit LSH
Þróa sjúklingafræðslu á sinni deild
Meta árangur fræðslu í samráði við aðstandendur
Greina þætti sem þarf að þróa og rannsaka frekar við hjúkrun sjúklinga
Taka þátt í að þróa þverfaglegar verklagsreglur
Endurskoða skriflegar leiðbeiningar um hjúkrun
Meta árangur sjúklingafræðslu með samstarfsfólki
Taka þátt í að þróa hjúkrun sjúklinga í þverfaglegri teymisvinnu
Gagnrýna samstarfsfólk á uppbyggilegan hátt
Nýta rannsóknarniðurstöður við þróun hjúkrunar
Nýta niðurstöður hjúkrunarrannsókna við húkrun sjúklinga
Meta árangur af húkrun sjúklinga kerfisbundið
Meta árangur fræðslu í samráði við sjúklinga
Greina fræðsluþarfir aðstandenda
Samhæfa þverfaglega teymisvinnu
Þróa ábyrgðarsvið sitt í starfi
Greina þarfir aðstandenda fyrir tilfinningalegan stuðning
Greiningarhlutverk
Hjúkrunaríhlutanir
Kennslu- og leðbeinendahlutverk
Starfshlutverk
Stjórnun á aðstæðum
Trygging gæða
Umönnunarhlutverk
Mynd 2. atriði iS-nCS þar sem helmingur þátttakenda eða fleiri meta hæfni sína undir miðgildi heildarhæfni (=7,2), þeir hæfniþættir sem
atriðin tilheyra og hlutfall hjúkrunarfræðinga sem meta hæfni sína undir miðgildi í hverju atriði fyrir sig
0 20 40 60 80
%