Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 101

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 101
Mat á eigin hæfni og tengsl við bakgrunn þátttakenda hjúkrunarfræðingar með framhaldsnám/viðbótarnám eir grunnnám í hjúkrunarfræði mátu heildarhæfni sína marktækt meiri en hjúkrunarfræðingar án framhaldsnáms/viðbótar- menntunar (p< 0,05) svo og hæfni sína í umönnunarhlutverki (p< 0,05), starfshlutverki (p< 0,05), kennslu- og leiðbeinenda- hlutverki (p< 0,01) og hjúkrunaríhlutunum (p< 0,01) en ekki í greiningarhlutverki, tryggingu gæða eða stjórnun á aðstæð - um (p> 0,05). fylgni var á milli heildarhæfni og starfsaldurs á núverandi deild (r=0,289, p< 0,05) en ekki starfsaldurs í hjúkrun (r=0,074, p> 0,05) (sjá töflu 3). Ekki var marktækur munur á mati hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á legudeild og þeirra er störfuðu á dag- og göngudeild. Ekki var marktækur munur á mati hjúkrunarfræðinga í starfslýsingum a, B og C (þar sem miðgildi starfsreynslu þeirra var 1, 3 og 9,5 ár) og hjúkrunarfræðinga í starfslýsingum D/E á hæfni sinni. Sam- bærileg niðurstaða kom í ljós þegar borið var saman mat hjúkrunarfræðinga með minna en 10 ára starfsreynslu annars vegar og með meiri en 10 ára starfsreynslu hins vegar. Í línulega aðhvarfsgreiningu voru valdar þær frumbreytur sem höfðu marktækt samband við heildarhæfni, þ.e. starfs- aldur á deild og framhaldsnám/viðbótarnám. gögnin upp- fylltu skilyrði um línulega aðhvarfsgreiningu, þ.e. normal - dreifingu (Shapiro Wilk-próf, p> 0,05), á bak við hverja óháða breytu í líkaninu voru meira en 20 einstaklingar og hvorki var fylgni á milli frumbreyta (Vif=1) né voru leifaliðir vandamál (Durbin Watson 1,798). Eins og sést í töflu 4 skýrðu starfsaldur á deild og framhaldsnám/viðbótarmenntun 14% af breytileika í heildarhæfni (p< 0,01). Umræða Þessi rannsókn á mati hjúkrunarfræðinga, sem starfa við hjúkrun aðgerðasjúklinga, á eigin hæfni í starfi er sú fyrsta hér- lendis. niðurstöður sýna að hjúkrunarfræðingar meta hæfni sína sambærilega eða ívið meiri en erlendir hjúkrunarfræð- ingar gera (flinkman o.fl., 2017) en heldur minni en íslenskir hjúkrunarfræðingar sem starfa á landsbyggðinni og sinna bráðatilvikum (Íris kristjánsdóttir og herdís Sveinsdóttir, 2018) eða hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala (Dóra Björnsdóttir, 2015). hjúkrunarfræðingar á skurðlækn- ingasviði meta hæfni sína mesta í umönnun en minnsta í tryggingu gæða og er það sambærilegt við mat hjúkrunarfræð- inga á bráðamóttöku (Dóra Björnsdóttir, 2015). Það kemur ekki á óvart enda snýst hæfni á umönnunarþætti (sjá töflu 1) um atriði sem kalla má kjarna hjúkrunar eins og fram kemur í skilgreiningu henderson (1976) á hlutverki hjúkrunarfræð- inga. hjúkrunarfræðingar meta hæfni sína minnsta í verkefnum sem lúta að þróun hjúkrunar, mati á árangri eða umbótastarfi annars vegar og leiðbeiningu og fræðslu hins vegar. Túlka má þessar niðurstöður með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi að ekki hafi farið fram næg umræða og kennsla hvað varðar mat á árangri og umbótastarfi, eða að hún hafi ekki náð til klínískra hjúkr- unarfræðinga spítalans. Mikilvægt er að fylgja betur eir ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 101 Skipuleggja viðrunarfundi eftir neyðartilvik Setja fram tillögur að þróunarverkefnum og rannsóknum Þróa aðlögun fyrir nýráðna hjúkrunarfræðinga á sinni deild Gæta þess að ganga ekki of nærri sér andlega og líkamlega Þróa hjúkrunarskráningu á sinni deild Þekkja skipurit LSH Þróa sjúklingafræðslu á sinni deild Meta árangur fræðslu í samráði við aðstandendur Greina þætti sem þarf að þróa og rannsaka frekar við hjúkrun sjúklinga Taka þátt í að þróa þverfaglegar verklagsreglur Endurskoða skriflegar leiðbeiningar um hjúkrun Meta árangur sjúklingafræðslu með samstarfsfólki Taka þátt í að þróa hjúkrun sjúklinga í þverfaglegri teymisvinnu Gagnrýna samstarfsfólk á uppbyggilegan hátt Nýta rannsóknarniðurstöður við þróun hjúkrunar Nýta niðurstöður hjúkrunarrannsókna við húkrun sjúklinga Meta árangur af húkrun sjúklinga kerfisbundið Meta árangur fræðslu í samráði við sjúklinga Greina fræðsluþarfir aðstandenda Samhæfa þverfaglega teymisvinnu Þróa ábyrgðarsvið sitt í starfi Greina þarfir aðstandenda fyrir tilfinningalegan stuðning Greiningarhlutverk Hjúkrunaríhlutanir Kennslu- og leðbeinendahlutverk Starfshlutverk Stjórnun á aðstæðum Trygging gæða Umönnunarhlutverk Mynd 2. atriði iS-nCS þar sem helmingur þátttakenda eða fleiri meta hæfni sína undir miðgildi heildarhæfni (=7,2), þeir hæfniþættir sem atriðin tilheyra og hlutfall hjúkrunarfræðinga sem meta hæfni sína undir miðgildi í hverju atriði fyrir sig 0 20 40 60 80 %
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.