Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 60
var fjallað um álag vegna aðstoðar við daglegar athafnir hins veika, eins og að klæðast og að komast um. Ekki var fjallað um atriði eins og það að þurfa að vakna margoft að nóttu, til dæmis til þess að snúa hinum veika, vera vakinn vegna draum- svefnstruflana hans eða jafnvel vegna lyfjagjafar. Vitað er að flestir einstaklingar með PV búa heima í mörg ár eftir sjúk- dómsgreiningu. Tíu árum eftir sjúkdómsgreiningu búa ein- ungis 10% þeirra á hjúkrunarheimili (Lageman o.fl., 2015). Einnig er vitað að um 90% þeirra sem annast sjúklinga heima eru makar þeirra. Vinnuálag vegna umönnunar er gífurlegt og jafngildir 50 klukkustundum á viku. hafa ber í huga að margir makar þurfa að sinna eigin atvinnu samhliða þessari miklu umönnun (Theed o.fl., 2017). fyrir suma er gagnlegt að vera þátttakandi í stuðnings- hópum eins og þeim sem sjúklingafélög standa fyrir (Vernon, 2009). hjúkrunarfræðingar ættu því að tryggja að skjól stæð - ingar séu meðvitaðir um þann kost og geta til að mynda bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi (Parkinsonsamtökin, 2019). Vandamál tengd kyngingu og tali voru áberandi og ollu umönnunaraðilum áhyggjum. Til dæmis fór mikill tími og vinna í að tryggja að einstaklingar með PV nærðust og að lyfja- tímar héldust. Einnig fór mikil orka í að skilja einstaklinginn ef hann talaði mjög lágt og óskýrt. Þetta olli báðum aðilum miklu álagi, en oft er hægt að finna úrræði með markvissum stuðningi. Í þeim tilvikum þar sem um svæsna kyngingar - erfiðleika er að ræða var talið að það myndi vera mikill léttir fyrir alla aðila ef viðkomandi fengi PEg-sondu. Þá væri tryggt að hægt væri að gefa honum lífsnauðsynlega næringu og lyf. Þetta er m.a. mikilvægt þegar sjúklingar eru lengur en klukku- tíma að borða án þess þó að fá næringarþörf sína uppfyllta því þá fer lífið og öll orka þeirra að snúast um að borða (haber- mann og Shin, 2017). Mikilvægi lyfja og lyfjameðferðar kom margsinnis fram (haahr o.fl., 2010; Tod o.fl., 2016 ). Það að taka lyfin sín á röngum tíma getur haft miklar neikvæðar afleiðingar í för með sér. hjúkrunarfræðingar sinna mikilvægu hlutverki hvað þetta varðar og innan veggja heilbrigðisstofnana bera þeir ábyrgð á að skjólstæðingar fái lyfin sín á réttum tíma (jónína h. hafliðadóttir o.fl., 2015). Þetta hlutverk færist í mörgum til- fellum yfir á umönnunaraðila á eigin heimili. Einstaklingar með PV glíma við ýmiss konar áskoranir sem tengist félagslífi, atvinnuþátttöku og áhugamálum. atvinna fólks er stór partur af lífi hvers og eins og oft og tíðum skynjar fólk sig sem hluta af samfélaginu í gegnum vinnu sína. Því miður verða þó sumir fyrir því að þurfa að hætta í vinnu langt fyrir aldur fram vegna PV. Það að þurfa að hætta í vinnu sinni getur verið mikill missir fyrir einstaklinginn ásamt því að valda fjárhagsáhyggjum. hefur það því einnig áhrif á fjölskyldu ein- staklingsins þar sem tekjur heimilisins minnka oft (McLaugh - lin o.fl., 2010; Tan o.fl., 2012; Valcarenghi o.fl., 2018). Ljóst er að sumir eru því í viðkvæmri stöðu vegna takmarkaðra fjár - ráða, en þeir sem hafa meira á milli handanna eiga í mörgum tilvikum auðveldara með að verða sér úti um þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Mikilvægt er að hjálpa sjúklingum og aðstandendum þeirra að halda sjálfstæði og frelsi. Í því samhengi ber einnig að greina hindranir í daglegu lífi og þætti sem draga úr sam- skiptum við annað fólk sem geta valdið vanlíðan og kvíða (Valcarenghi o.fl., 2018). Líta má á þetta sem vítahring sem auðveldlega getur myndast ef ekki er gripið inn í. Til dæmis getur hræðsla við að detta hindrað félagslega þátttöku einstak- lingsins. Skortur á því að taka þátt í mikilvægum félagslegum atburðum getur svo leitt til andlegrar vanlíðanar sem leiðir til minni líkamlegrar virkni o.s.frv. Því er mikilvægt að rjúfa þennan vítahring. aðstandendum fannst oft erfitt að finna tíma fyrir sjálfa sig og töldu sig knúna til að vera stöðugt til staðar til að tryggja öryggi hins veika. Átakanlegt var að sjá hversu margir aðstand- endur fundu fyrir samviskubiti ef þeir þurftu að yfirgefa þann veika í stutta stund. Á sama tíma fannst einstaklingum með PV mjög oft erfitt að vera einir heima. Þeir voru hræddir við að detta og fannst þeir gjarnan vera „fastir“ heima (haber- mann og Shin, 2017; McLaughlin o.fl., 2010; Tan o.fl., 2012). Skortur á frelsi vegna umönnunarinnar kom einnig fram í niðurstöðum nýlegrar safngreiningar eigindlegra rannsókna um áhrif PV á maka sjúklinganna (Theed o.fl., 2017). Þegar sjúkdómurinn ágerist þurfa bæði einstaklingar með PV og aðstandendur þeirra að aðlagast breyttum aðstæðum vegna vaxandi hamlana og álags. Það getur verið erfiður lærdómur. Skortur á félagslegum stuðningi, vanlíðan og vandamál í samskiptum komu skýrt fram. Einstaklingar með PV þurfa heildrænt mat með reglulegu millibili þar sem horft er til allra þátta sem hafa áhrif á líf þeirra. hefðbundnir matslistar á lífsgæðum í PV innihalda ekki ýmis mikilvæg atriði daglegs lífs. Sem dæmi þá vantar mörg þessara atriða á PDQ-39 listann (Parkinson Disease Questionnaire-39). Engu að síður inni- heldur sá listi víðtækar og mikilvægar spurningar varðandi hreyfingu, föll, daglegar athafnir, tilfinningar, stimplun, félags- legan stuðning, vitræna skerðingu, samskipti og líkamlega van líðan (Morley o.fl., 2015). hægt er að nota niðurstöður þess arar samantektar til þess að semja ítarlegri spurningalista sem nær betur að fanga reynslu einstaklinga með PV og að - standenda þeirra. Engar íslenskar rannsóknir fundust um þetta efni og því þarf að fara gætilega í að yfirfæra niðurstöðurnar á íslenskt samfélag. Vel má vera að reynsla einstaklinga með PV hér- lendis sé að einhverju leyti frábrugðin því sem komið hefur fram í erlendum rannsóknum. Má m.a. nefna að margir sjúk- lingar hérlendis búa á landsbyggðinni og hafa ekki greiðan aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Lokaorð Parkinsonsveiki er mun meira en meinafræðilegt vandamál; einkenni sjúkdómsins hafa víðtæk áhrif á öll svið lífsins. Til að veita góða hjúkrun skiptir máli að hjúkrunarfræðingar geti sett sig í spor einstaklinga með PV og aðstandenda þeirra. Slíkt krefst yfirgripsmikillar þekkingar hjúkrunarfræðinga svo að þeir geti veitt stuðning sem hentar hverjum og einum einstak- lingi og fjölskyldu. marianne e. klinke, ólöf sólrún vilhjálmsdóttir, sara jane friðriksdóttir, jónína h. hafliðadóttir 60 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.