Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 10
Þegar deildin var stofnuð, 20. október 1980 innan hjúkrunar-
félags Íslands, var hún upphaflega eingöngu ætluð eirlauna -
þegum og hlaut þá nafnið hlíf. Deildin fagnar 40 ára afmæli á
næsta ári en nafninu var breytt 1995 í öldungadeild félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga. hlutverk deildarinnar er að styrkja
samstöðu hjúkrunarfræðinga sem náð hafa 60 ára aldri, auk
þess að vera tengiliður við fíh sem gætir hagsmuna félaga
sinna.
Elstu félagarnir á tíræðisaldri
Starfið er í sjálfu sér mjög hefðbundið að sögn Steinunnar, en
árlega eru haldnir þrír til órir viðburðir. Á vorin er aðal-
fundur og er þá fastur liður að fá formann fíh í heimsókn.
Í byrjun sumars er farin dagsferð og í október fer fram haust-
fundur að kvöldi til þar sem félagar mæta í betri fötunum,
hlýða á fyrirlestur og borða saman. að lokum er jólahádegis-
10 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
„Við erum búin að fræðast nóg, nú viljum við frekar
skemmta okkur“
— Öldungadeildin að nálgast fertugsaldurinn
Öldungadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er langölmennust af þeim 24 fagdeildum sem
starfræktar eru innan félagsins. Meðlimir fagdeildarinnar eru alls 521, eða hátt í einn af hverjum tíu
félagsmönnum, og fer ört ölgandi. Félagar í Fíh 60 ára og eldri geta sótt um aðild að deildinni en
öldi félaga er enn í vinnu. Markmið deildarinnar er fyrst og fremst að hjúkrunarfræðingar hitti hver
annan, haldi vinskap og gleðjist saman. „Við erum búin að fræðast nóg, nú viljum við frekar skemmta
okkur,“ segir Steinunn Sigurðardóttir, formaður fagdeildarinnar.
Stjórn öldungadeildar. Talið frá vinstri: guðbjörg guðbergsdóttir ritari, fríða Bjarnadóttir varamaður, guðrún Broddadóttir meðstjórnandi,
Steinunn Sigurðardóttir formaður með afmælistertu félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, unnur Sigtryggsdóttir varamaður, Bergdís krist-
jánsdóttir gjaldkeri og kristín Sophusdóttir varaformaður.