Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 65
5. Niðurstöður. niðurstöðukaflinn skal ritaður í þátíð og þar
er skýrt frá niðurstöðum út frá tilgangi, rannsóknarspurn-
ingum eða -tilgátu (ef við á). fram eiga að koma heiti töl -
fræðiprófa og marktæknimörk skulu koma fram innan
sviga (ef við á). Töflur og myndir eiga að geta staðið sjálf -
stætt og ber að varast að endurtaka í megintexta það sem
kemur fram í töflu eða mynd. heiti taflna og mynda skulu
vera lýsandi fyrir niðurstöðurnar sem þar eru kynntar,
einnig skal leitast við að hafa myndir skýrar.
6. Umræða. Í umræðukaflanum eru mikilvægustu niður -
stöð ur ræddar og túlkaðar. forðast ber að endurtaka niður -
stöður. geta skal í hverju styrkur og takmarkanir rann -
sóknarinnar felast. Dregin skal ályktun í samræmi við
rannsóknarniðurstöður og fræðilegan bakgrunn.
7. Hagnýting rannsóknarniðurstaðna er birt á forsíðu grein-
arinnar undir yfirskriftinni: „hvers vegna ættir þú að lesa
þessa grein?“ með stuttum, hnitmiðuðum punktum um
eftirfarandi fjögur atriði sem koma fram í rannsóknar -
niðurstöðunum. hvert atriði skal vera að hámarki ein
setn ing:
• hvaða nýjungar koma fram í niðurstöðum þessarar
rannsóknar?
• hvernig má hagnýta niðurstöður rannsóknarinnar í
hjúkrun eða íslenskri heilbrigðisþjónustu?
• hvaða þekkingu bæta niðurstöður þessarar rannsóknar
við hjúkrunarfræði?
• hver geta áhrif rannsóknarinnar orðið á störf hjúkr-
unarfræðinga?
8. Þakkir eru færðar vegna sérstakrar aðstoðar við til dæmis
gagnasöfnun, fjármögnun, úrvinnslu og aðstöðu. Í hand-
ritinu skulu þakkir vera á titilsíðu því þar koma oft fram
persónugreinanlegar upplýsingar. ritstjóri færir þakkarorð
á réttan stað við lokafrágang fyrir birtingu.
9. Neðanmálsgreinar eru annars vegar skýringar eða athuga-
semdir við töflur og myndir og hins vegar útskýringar eða
áherslur við megin mál greinarinnar.
10. Viðauki, ef við á, byrjar á nýrri síðu.
11. Heimildaskrá byrjar á nýrri síðu með fyrirsögninni heim-
ildir. heimildir í heimildaskrá eru í stafrófsröð höfunda.
allar heimildir, sem vísað er til í handritinu, verður að skrá
í heimildaskrá og eingöngu þær heimildir. Því er mikil-
vægt að samlesa texta við heimildaskrá. fylgja skal reglum
Tímarits hjúkrunarfræðinga um tilvísanir og heimilda-
skrá.
12. Töflur. Töflur skulu koma á eftir heimildaskrá og aðeins
ein tafla á hverri síðu. Í texta handritsins ber að tilgreina
hvar höfundur ætlast til að tafla sé staðsett. númer og
lýsandi titill töflu skal standa fyrir ofan töfluna. Töflur úr
Excel eða sambærilegu forriti þarf að setja inn þannig að
hægt sé að vinna með töflurnar í umbroti (ekki sem mynd).
númer töflu skal vera feitletrað en ekki töflutexti, sbr.
Tafla 1. heiti
13. Myndir. Myndir skulu koma á eftir töflum og aðeins ein
mynd á hverri síðu. höfundur tilgreinir æskilega staðsetn-
ingu myndar í texta handritsins. númer og lýsandi titill
myndar skal standa undir mynd. Einnig þarf að skila
myndum í frumgerð, prenttækar í fullri upplausn jPg 300
punkta og með birtingarleyfum rétthafa. númer myndar
skal vera feitletrað en ekki myndatexti, sbr. Mynd 1. heiti
Kerfisbundnar fræðilegar samantektir
og yfirlitsgreinar
Í handbók Sálfræðiritsins og handbók í aðferðafræði rann-
sókna (Sigríður halldórsdóttir, 2013) er umfjöllun um hvernig
setja skal fram kerfisbundnar fræðilegar samantektir og yfir-
litsgreinar. fylgja skal eftir atvikum ábendingum sem þar
koma fram.
almennt skal fylgja leiðbeiningum um ritun fræðigreinar
hér að ofan en eftirfarandi þætti ber sérstaklega að hafa í huga:
Kerfisbundin fræðileg samantekt
Aðferðafræði
• Beita skýrum og vel afmörkuðum þátttöku- (val-) og
útilokunarskilyrðum.
• Lýsa leitaraðferð nákvæmlega.
• gefa upplýsingar um leitarorð (MeSh) og tímasetningu
leitar.
• kynna takmarkanir á vali greina, t.d. eftir tungumáli,
rannsóknarsniði eða útgáfutíma.
• Tiltaka alla gagnagrunna sem leitað var í, greina frá ef
notaðar voru óbirtar greinar eða bækur.
• hafa í huga umfang greina og lýsa annmörkun á vali
greina.
• greina frá hverjir sáu um úrvinnslu og greiningu gagna.
• Lýsa vafaatriðum og úrlausnum ef upp kom ágreiningur
um efnið.
• Lýsa og færa rök fyrir tölfræðiaðferðum ef við á.
• Tilgreina fjölda greina sem uppfylltu leitarskilyrði og
hve margar þeirra voru teknar í samantektina.
Niðurstöður — umræður
Markmið niðurstaðna er að svara tilgangi eða rannsóknar -
spurningum samantektar.
• Setja fram niðurstöður á skýran hátt.
• gefa lýsandi yfirlit yfir greinarnar í samantektinni.
• nota gjarnan flæðirit til að skýra niðurstöður leitar.
• Leggja mat á vísindalegt gildi og gæði rannsókna með
kerfisbundnum hætti.
leiðbeiningar til höfunda ritrýndra fræðigreina
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 65