Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 111

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 111
niðurstaðna má velta fyrir sér hvort leiðbeiningunum er ekki fylgt sem skyldi og gefa niðurstöðurnar tilefni til þess að það sé kannað nánar. Tíðar kviðarholssýkingar má að mestu leyti tengja við rof á samtengingum eða þörmum svo að að öllum líkindum eru dauðhreinsuð vinnubrögð við aðgerðirnar viðunandi. rof á sam tengingum er hins vegar algengara en í samanburðarlönd- unum þar sem það verður yfirleitt hjá innan við 10% sjúklinga (aziz o.fl., 2006; Tjandra og Chan, 2006). Skurðsárasýkingar voru einnig algengari í þessari rann- sókn, en þær eru undir 10% í erlendum rannsóknum (aziz o.fl., 2006; Tjandra og Chan, 2006). Ástæða þessa er ekki ljós en má hugsanlega rekja að einhverju leyti til undirbúnings húðar fyrir aðgerð, mengunar í aðgerðinni eða vali á umbúðum. Þó hefur meðhöndlun skurðsára eftir aðgerð og ástand sjúklings einnig áhrif. Sjúklingar eldri en 70 ára sýktust oftar en þeir sem yngri eru og einnig þeir sem fengu stóma í aðgerðinni. Munurinn á þeim sem fengu sýkingu í munnhol eftir aðgerð og föstuðu vegna viðvarandi þarmalömunar og þeirra sem ekki fengu viðvarandi þarmalömun beinir sjónum að mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar séu vakandi fyrir munnhirðu sjúklinga sem eru fastandi og meðhöndlun á magasondum. niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar sem kólnuðu niður í 36°C eða lægra fyrir aðgerð hafi verið lík- legri til þess að fá sýkingar en þeir sem ekki kólnuðu svo mikið. Er það í samræmi við erlendar rannsóknir (kurz o.fl., 1996; Serra-aracil o.fl., 2011; Young og Watson, 2006). hitatap er mikið með uppgufun úr opnum kviðarholsskurði en sjúklingar sem gengust undir kviðsjáraðgerðir kólnuðu einnig töluvert. af þeim sjúklingum sem voru með skráðan líkamshita voru 22% sem fór í kviðsjáraðgerð með líkamshita ≤36°C saman- borið við 35% hjá þeim sem fóru í opna aðgerð eða kviðsjár - aðgerð þar sem skipt var yfir í opna aðgerð. Það dró að ein - hverju leyti úr líkum á sýkingum að hita kalda þátttakendur upp á meðan á aðgerðinni stóð en áhrifin þyrfti að staðfesta betur með annarri rannsókn. Í leiðbeiningum aOrn kemur fram að hugleiða ætti virka hitun sjúklinga, sem hætt er við ofkælingu, í a.m.k. 15 mínútur áður en svæfing eða deyfing hefst til að draga úr lækkun á líkamshita fyrir aðgerð og við innleiðslu svæfingar (aOrn, 2007). hár aldur sjúklinga, lágur líkamsþyngdarstuðull og lágur blóðþrýstingur sjúklinga í aðgerð eru helstu áhættuþættirnir fyrir lækkun á líkamshita hjá fullorðnu fólki sem gengst undir stórar skurðaðgerðir (kasai o.fl., 2002). Í þessari rannsókn eru vísbendingar um að sjúk- lingar 70 ára og eldri séu líklegri til að fá sýkingu. Þá geta nú- verandi sjúkdómsástand sem og tegund og lengd skurð að- gerð ar einnig stuðlað að lækkun líkamshita í aðgerð (Burger og fitzpatric, 2009). aOrn mælir með að fylgst sé með kjarn- hita sjúklinga í aðgerðum með mælingum á hljóðhimnunni, neðri hluta vélinda, nefholi eða lungnaslagæð (aOrn, 2007). Með réttri hjúkrunarmeðferð má draga verulega úr hitatapi sjúklinga í skurðaðgerðum og draga úr alvarlegum aukaverk- unum hitataps (Murray o.fl., 2010). Áhrifaríkasta leiðin til að draga úr líkum á hitatapi í aðgerð er að nota virka hitun með hitablásara eða hitateppum með vatnshringrás. aðrar aðferðir, sem draga úr hitatapi, eru meðal annars notkun á 37°C heitum skolvökva og innrennslisvökva í aðgerðum, hafa hitann inni á skurðstofunni yfir 26°C, hylja húð með teppum eins og kostur er, nota ekki köld sótthreinsiefni og nota hlýtt loft til innönd- unar á svæfingarvélum og við speglanir (aOrn, 2007). Til þess að draga úr líkum á sýkingum í kjölfar skurð að - gerða er mikilvægt að farið sé eftir leiðbeiningum um sýk inga - varnir við handsótthreinsun, hrein vinnubrögð og varnir gegn hvers konar smiti (Berríos-Terra o.fl., 2017; Lee, 2000). Skurð - hjúkrunarfræðingar hafa meðal annars umsjón með dauð - hreinsuðum vinnubrögðum á skurðstofum ásamt því að setja upp þvagleggi, sótthreinsa skurðsvæðið og verja sjúklinga fyrir óæskilegu tapi á líkamshita. allt er það gert til þess að minnka líkur á sýkingum eftir aðgerð. Eftir að aðgerð lýkur er mikil- vægt að aðrir umönnunaraðilar viðhafi einnig hrein vinnu - brögð og smitgát til að forðast sýkingar. rannsóknin sýnir einnig mikilvægi þess að skrá sýkingar eftir skurð aðgerðir mark visst. Þá sýnir hún mikilvægi þess að upplýs ingum um sýkingar sé miðlað til þess starfsfólks sem sinnir sjúklingunum svo hægt sé að meta árangur starfsins og vinna að umbótum. rannsóknin hefur þann styrkleika að úrtakið er nánast allt þýðið, en 70 af 71 þeirra sem fóru í skurðaðgerð á ristli eða endaþarmi á Landspítala á rannsóknartímabilinu voru þátt- takendur í rannsókninni. Clavien-Dindo-flokkunarkerfið er einfalt og staðlað mælitæki sem er vel til þess fallið að flokka fylgikvilla hlutlaust út frá þeirri meðferð sem beitt er við fylgi- kvillunum og dregur úr vægi persónulegra skoðana rannsak- enda. gagnaöflun var öll í höndum eins rannsakanda en það tryggir ákveðna samfellu og áreiðanleika í rannsókninni. gagna var þó að hluta aflað úr sjúkraskrám þar sem margir sáu um skráningu og slíkt getur dregið úr áreiðanleika gagn anna. rannsóknartímabilið var einungis 6 mánuðir. Það tak- markaði vissulega fjölda þátttakenda og er það veikleiki rann- sóknarinnar. fjöldi þátttakenda var takmarkandi þáttur í út - reikn ingum á tölfræðilegri marktækni sambanda. Einnig eru meiri líkur á tímabundnum sveiflum í árangri aðgerða á svo stuttu rannsóknartímabili. rannsóknin var að hluta unnin á tímum kjaradeilna heilbrigðisstarfsfólks og mönnunarvanda á legudeildum þessa sjúklingahóps og kann það að hafa haft áhrif á niðurstöðurnar. Þó svo að yfir 90% skurðaðgerða vegna krabbameins í ristli og endaþarmi á Íslandi séu framkvæmdar á Landspítala þá eru aðgerðirnar einnig gerðar á öðrum sjúkra - húsum og segja niðurstöður þessarar rannsóknar ekkert til um sýkingatíðni í kjölfar þeirra aðgerða. Ályktanir fylgikvillar eftir skurðaðgerðir vegna krabbameins í ristli og endaþarmi eru algengir á Landspítala miðað við erlendar rann - sóknir. greina þarf ferli sjúklinga sem fara í skurðaðgerð vegna krabbameins í ristli og endaþarmi á Landspítala, allt frá undir - búningi fyrir aðgerð, framkvæmd aðgerðarinnar og með - höndl un eftir aðgerð til þess að reyna að skilja ástæður þess að sýkingar eru svo algengar og leita leiða til að bæta verklag og fækka sýkingum. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.