Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 22
fyrir algjöra tilviljun fékk Sigurveig gísladóttir, aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunar -
heimilinu fossahlíð á Seyðisfirði, sumarvinnu á gamla spítalanum á Seyðisfirði þegar
hún var rétt orðin 16 ára gömul. hún fékk eina vakt í aðlögun og var svo hent í djúpu
laugina og vann næstu sumur þar meðfram námi. Það sem heillaði hana voru þau
óteljandi verkefni, sjálfstæði og þrautseigja sem þarf til að vera í þessu starfi, „í bland
við þessa sérstöku nánd og tengsl við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra,“ segir hún.
„Á Seyðisfirði má segja að ég sé alin upp af frábærum hjúkrunarfræðingum í gegnum
tíðina sem hafa kennt mér hversu mikilvægu hlutverki við sinnum í samfélagi okkar
og hversu mikinn þátt við getum átt í að þróa þá starfsemi sem við veitum og ekki
síst að gefast ekki upp í þeirri viðleitni.“
Björk guðmundsdóttir var staðráðin í því að fara í nám sem gæfi henni réttindi til
að starfa við umönnun eftir að hafa unnið sumarlangt við umönnun íbúa á kópa-
vogshæli, þá 17 ára gömul. Björk hefur hjúkrað föngum í aldarfjórðung en hún hóf
störf í kópavogsfangelsinu 1994, sem þá var kallað kvennafangelsið, og vann þar allt
til 2016 þegar því var lokað. hún vann einnig í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg
í fjölda ára og á Litla-hrauni. fangelsisstörfin hafa öll verið hlutastörf og því hefur
hún unnið í öðrum störfum samhliða en hún er nú í 50% starfi í fangelsinu á hólms-
heiði og 50% starfi á móttökugeðdeild á hringbraut.
Það er svo gaman að vinna með fólki
Áhugi á fólki og samskiptum getur einfaldlega ráðið því að hjúkrun verði fyrir valinu.
Bylgja kærnested, deildarstjóri á hjartadeild Landspítala, vissi ekkert hver florence
nightingale var né átti hún nokkurn nákominn í hjúkrunarfræði þegar hún ákvað
að skrá sig í hjúkrun eftir að hafa lokið stúdentsprófi við kvennaskólann í reykjavík.
Það var tilviljun sem réð því frekar en köllun, segir hún, en áhugi hennar á sam-
skiptum, heilsu og velferð sjúklinga réð þar mestu. „Landspítalinn er minn staður,
þar slær hjartað og hann er án efa besti vinnustaður landsins.“ hún segir samstarfs-
fólk sitt vera framúrskarandi enda einkenni það Landspítalann sem vinnustað að þar
sé samankomið starfsfólk sem hefur einlægan áhuga á samskiptum og vill láta gott
helga ólafs
22 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Bylgja kærnested. Margrét héðinsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir var staðráðin í því að fara í nám sem gæfi
henni réttindi til að starfa við umönnun eftir að hafa unnið sum-
arlangt við umönnun íbúa á Kópavogshæli, þá 17 ára gömul. Björk
hefur hjúkrað föngum í aldarfjórðung.
Sigurveig gísladóttir. Björk guðmundsdóttir.