Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 99

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 99
skurð- og lyflækningadeilda, skurðstofu og bráðamóttöku, sýndi að hjúkrunarfræðingar mátu hæfni sína ólíkt eir því hvar þeir unnu. Til að mynda mátu þeir sem unnu á legu - deildum hæfni sína meiri á sviði umönnunar og tryggingar gæða en þeir sem unnu á skurðstofu (Meretoja o.fl., 2004a). Í öllum ofangreind um rannsóknum var nCS-mælitækið notað. Í siðareglum hjúkrunarfræðinga kemur skýrt fram að hjúkr - unarfræðingum beri að viðhalda hæfni sinni meðan á starfs- ferli þeirra stendur og taka ekki að sér verkefni sem þeir hafi ekki þekkingu eða þjálfun til að sinna (félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga, 2015). Vinnuveitandi er að jafnaði álitinn ábyrg ur fyrir því að skapa umgjörð og tækifæri til faglegrar þróunar í starfi enda kemur fram á heimasíðu Landspítala að starfsþróun starfsfólks taki mið af þörfum sjúklingahópa og fléttist inn í allt starf á sjúkrahúsinu og framtíðarverkefni þess (Landspítali, e.d.). Í stefnu og starfsáætlun Landspítala (Land - spítali, e.d.) kemur fram að áhersla er lögð á öryggisviðhorf og stöðugar umbætur. Í ljósi þess og m.t.t. öryggis sjúklinga og starfsmanna er nauðsynlegt að vinnuveitanda sé ljóst hvort hæfni hjúkrunarfræðinga sem hjá þeim starfa sé næg til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Því er mikilvægt að skoða hvernig hjúkrunarfræðingar skurðlækningasviðs meta hæfni sína og hvar umbóta er þörf. að auki má ætla að séu hjúkr unarfræðingar aur og aur settir í stöðu sem þeir hafa ekki næga hæfni til að takast á við, geti það ekki aðeins valdið streitu og óánægju í starfi heldur einnig ógnað öryggi þeirra sjálfra og skjólstæðinga þeirra. Ekki liggja fyrir rannsóknir á hæfni hjúkrunarfræðinga sem sinna aðgerðasjúklingum á Íslandi og hvernig þeir sjálfir meta hæfni sína. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar á skurðlækningasviði Landspítala meta hæfni sína. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina hvort og þá hvaða þætti í hæfni hjúkrunarfræðinga þyri að styrkja til að fullnægja þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Eigið mat hjúkrunarfræðinga á hæfni sinni getur veitt mikil- vægar upplýsingar til að nota við endurskipulagningu starfs - þróunar. Þannig má bæta gæði þjónustunnar og auka öryggi og ánægju sjúklinga og starfsfólks. Eirfarandi rannsóknar- spurningar voru settar fram: 1. hvernig meta hjúkrunarfræðingar á skurðlækn inga - sviði Landspítala hæfni sína? 2. hver eru tengsl mats hjúkrunarfræðinga á hverjum hæfni þætti fyrir sig við tíðni þess að þeir fram- kvæmi atriðin í hæfniþættinum? 3. hvaða tengsl eru á milli mats hjúkrunarfræðinga á hæfni sinni og bakgrunnsbreyta, svo sem starfsald- urs, starfslýsingar, starfa á dagdeild eða legudeild og hvort þeir hafi farið í framhaldsnám að loknu prófi í hjúkrunarfræði? Aðferð Rannsóknarsnið um var að ræða lýsandi þversniðsrannsókn. gögnum var safn - að í febrúar árið 2016. Úrtak og gagnasöfnun Í úrtaki voru allir hjúkrunarfræðingar á skurðlækningasviði Land spítala sem voru í starfi á legu-, dag- eða göngudeildum þegar gagnasöfnun fór fram (n= 155). útilokaðir voru deildar- stjórar, sérfræðingar í hjúkrun og hjúkrunarfræðingar í fæðing- arorlofi eða veikindaleyfi. Starfsmaður rannsóknarinnar dreifði spurningalistum, merktum hjúkrunarfræðingunum, á deildir, ásamt svarumslagi sem setja mátti í innanhússpóst Landspítala. Áminningarpóstur var sendur með tölvupósti og starfsmaður rannsóknarinnar gekk reglulega á allar deildir og minnti á rannsóknina í 2 vikur eir útsendingu spurningalistanna. Matstæki notað var matstækið hæfni hjúkrunarfræðinga (iS-nCS) sem er íslensk útgáfa nurse Competence Scale (Meretoja o.fl., 2004b). um 73 atriða spurningalista er að ræða sem skiptist í 7 hæfniþætti: umönnunarhlutverk (7 atriði), kennslu- og leið - beinendahlutverk (16 atriði), greiningarhlutverk (7 atriði), stjórnun á aðstæðum (8 atriði), hjúkrunaríhlutanir (10 atriði), trygging gæða (6 atriði) og starfshlutverk (19 atriði). hver spurning er tvíþætt. Í fyrri hluta spurningarinnar (a-hluta) meta hjúkrunarfræðingar eigin hæfni á 10 cm löngum sjón- matskvarða sem merktur er á sitt hvorum enda með 0 (= mjög lítil hæfni) og 10 (= mjög mikil hæfni). Í seinni hluta spurn- ingarinnar (B-hluta) svara hjúkrunarfræðingar hins vegar hversu algengt er að þeir framkvæmi hvert atriði með því að merkja við á ögurra þrepa Likert-kvarða: 1= mjög sjaldan, 2= öðru hverju, 3= mjög o, 0= á ekki við (Meretoja o.fl., 2004b). Matstækið hefur verið notað í meira en 30 rannsóknum og próffræðilegir eiginleikar þess hafa reynst fullnægjandi (flink- man o.fl., 2017; Meretoja o.fl., 2004b). innri áreiðanleiki und- irlista iS-nCS hefur áður mælst 0,76-0,92 (Dóra Björnsdóttir, 2015; Íris kristjánsdóttir og herdís Sveinsdóttir, 2018). Áreið - anleiki (Cronbachs-alfa) heildarlista og undirlista (hæfniþátta) í þessari rannsókn var sem hér segir: heildarlisti 0,97, um - önnun 0,72, kennslu- og leiðbeinendahlutverk 0,87, greining- arhlutverk 0,83, stjórnun á aðstæðum 0,79, hjúkrunaríhlutanir 0,78, að tryggja gæði 0,83, starfshlutverk 0,89. Þýðingu mat- stækisins og notkun þess á Íslandi hefur áður verið lýst (Dóra Björnsdóttir, 2015; Íris kristjánsdóttir og herdís Sveinsdóttir, 2018). Í töflu 1 er innihaldi hvers hæfniþáttar lýst. Þátttakendur voru einnig spurðir um tegund vinnustaðar (legudeild eða dagdeild/göngudeild), starfsaldur í hjúkrun, starfsaldur á núverandi deild, starfslýsingu (a-D/E), starfshlut- fall og hvort þeir hefðu lokið framhaldsnámi/viðbótarnámi að loknu hjúkrunarprófi (svarmöguleiki já eða nei og ekki var spurt nánar um hvaða nám væri að ræða vegna fæðar þátttakenda). Siðfræði Með spurningalistanum fylgdi kynningarbréf um rannsóknina og var litið á skil á listanum sem samþykki fyrir þátttöku. rannsóknin hlaut samþykki siðanefndar stjórnsýslurannsókna á Landspítala (04/2015) og var tilkynnt til Persónuverndar (S67469). ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.