Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 81

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 81
notaðar til að auka virkni íbúa á hjúkrunarheimilum og er þeim þá beitt sem markvissri meðferð. Tónlistarmeðferð getur til dæmis dregið úr einkennum þunglyndis (Werner o.fl., 2015) og óróa ef hún er notuð sem hópmeðferð (ridder o.fl., 2013). Einnig hefur verið sýnt fram á að hjá fólki með heila- bilun stuðlar aukin virkni að því að draga úr hegðunarvanda en lítil virkni og skortur á örvun tengist hins vegar aukinni árásargirni, óróleika, þunglyndi og sinnuleysi (Scherder o.fl., 2010). Margir þættir í umhverfi hjúkrunarheimila og hvernig þjónusta er veitt hefur einnig áhrif á hversu virkir íbúar eru. Meðal þessara þátta er þekking starfsfólks á hvaða aðferðum er hægt að beita til að efla virkni, sem og heilsa og færni hvers einstaklings og geta hans til að taka þátt (Demers o.fl., 2009). Þeir íbúar sem eru lítið virkir eru líklegri til að vera með al- varlega heilabilun, sýna hegðunartruflanir og vera með þung- lyndi eða færniskerðingu í athöfnum daglegs lífs (Dobbs o.fl., 2005). Íslenskar rannsóknir benda til að auka þurfi virkni íbúa á hjúkrunarheimilum en rannsókn frá 2004 sýndi að aðeins 26,1% af íbúum á íslenskum hjúkrunarheimilum tók þátt í einhverju sem örvaði virkni (Dagmar huld Matthíasdóttir o.fl., 2009). Tölur frá íslenskum hjúkrunarheimilum frá árinu 2009 sýndu einnig að 55% af íbúum íslenskra hjúkrunarheim- ila taka lítinn eða engan þátt í virkum athöfnum og að hjúkr- unarheimilin þurfa að efla og auka þátttöku íbúa (hjaltadottir, hallberg, Ekwall og nyberg, 2012). Skýrsla Velferðar ráðu - neytisins sýnir að stjórnendur hjúkrunarheimila eru meðvit - aðir um mikilvægi þess að örva virkni íbúa en á sama tíma eru úrræði og þekking ekki alltaf fyrir hendi um hvernig hægt sé að bæta úr því (halldóra Pálsdóttir og Sigríður jónsdóttir, 2011). Viðbótarmeðferð er meðferð sem veitt er til viðbótar hefð - bundinni meðferð til að draga úr einkennum og bæta líðan (nCCih, 2019). Meðal þess sem boðið er í viðbótar meðferð má nefna meðferð með dýrum, nudd og ilmolíur. Erlendis hafa verið gerðar rannsóknir á notkun viðbótar meðferðar á hjúkrunarheimilum og hafa þær meðal annars sýnt að við - bótar meðferð getur dregið úr óviðeigandi hegðunarein- kennum (Cooke o.fl., 2010). notkun dýra í meðferðartilgangi hjá íbúum hjúkrunarheimila sem eru með hrörnunarsjúk- dóma eins og heilabilun sýnir að dýrin tengjast þeim oft vin- áttuböndum og draga úr einmanaleika (Wood o.fl., 2015). nudd er talsvert notað af hjúkrunarfræðingum og sjúkralið - um til að efla heilbrigði og vellíðan og hægt er að nota það til að auka blóðflæði, draga úr verkjum, bæta svefn, draga úr kvíða eða depurð og bæta almenna líðan (rose, 2010). ilmolíur hafa verið taldar gagn legar við að draga úr svefnvandamálum og kvíða hjá íbúum á hjúkrunarheimilum (johannessen, 2013). Áhrif alls konar viðbótarmeðferðar hafa ekki verið rannsökuð á íslenskum hjúkrunarheimilum. Viðbótarmeðferð er talsvert not uð á Landspítala, en könnun frá 2016 leiddi í ljós að notkun hennar hafði aukist um 20% miðað við könnun frá árinu 2000 (Þóra jenný gunnarsdóttir o.fl., 2016). helstu tegundir með - ferðar, sem eru veittar, eru slökun og nudd og eru hjúkrunar- fræðingar fjölmennasti hópurinn sem veitir þess konar með - ferð. hjúkrunarheimili á Íslandi beita margs konar viðbótar - meðferð og aðferðum til að örva virkni íbúanna. Lítið er vitað um umfang þessara úrræða og hvaða árangri þau skila og finnst rannsakendum mikilvægt að afla þekkingar um það. aukin þekking á viðfangsefninu er forsenda þess að hægt sé að leita leiða til að efla og styrkja þessa þjónustu við íbúa hjúkr- unarheimila. rannsóknin sem hér er sagt frá er hluti af stærra verkefni í fjórum áföngum. Við undirbúning þessarar rann- sóknar hittu rannsakendur framkvæmdastjóra hjúkrunar þriggja hjúkrunarheimila til að ræða fyrirhugaða rannsókn og kom þar fram að mikilvægt væri að byrja á að fá yfirsýn yfir þessa þjónustu og kanna hvað væri í boði. Með því væri hægt að skoða hvað má betur fara og hvaða aðstoð hjúkrunarheim- ilin þarfnast til að efla þessa þjónustu með það að markmiði að auka virkni og vellíðan íbúa. fyrsti áfangi rannsóknarinnar var því að gera spurningalistakönnun og senda á öll hjúkrunar - heimili til að fá upplýsingar um hvaða virkni- og viðbótar - meðferð væri veitt, hvernig sú þjónusta væri skipulögð og einnig hvort hjúkrunarheimilin óskuðu eftir frekari aðstoð eða fræðslu til að efla þessa þjónustu. annar áfangi rannsóknar- innar verður að fá rýnihópa frá fjórum hjúkrunarheimilum til að ræða þessi mál nánar og fá betri mynd af því hverju þessi þjónusta skilar íbúunum. Í þriðja áfanga verður settur fram fræðslupakki fyrir hjúkrunarheimilin sem byggður er á niður - stöðum úr spurningalistakönnuninni og rýnihópunum. Í fjórða áfanga rannsóknarinnar verður hjúkrunarheimilum boðin þátttaka í að nýta sér fræðslupakkann og innleiða nýja með - ferð. Árangur þeirrar innleiðingar verður metinn með megind - legri aðferð, með mælingum fyrir og eftir íhlutun bæði hjá innleiðingarhópi og viðmiðunarhópi. Í þessum samanburði verður skoðuð niðurstaða interrai-gæðavísa, sem gefa vís- bendingar um gæði, sem og valdar breytur úr interrai-mati, sem lýsa heilsufari íbúa. heildarniðurstöður þessarar rann- sóknar geta síðan nýst til áframhaldandi stuðnings við íslensk hjúkrunarheimili til að auka virkni íbúanna og bjóða upp á fjölbreytta meðferð. Markmiðið með spurningalistunum var að svara eftirfar- andi spurningum: hvaða meðferð til að auka virkni er í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum? hvaða viðbótarmeðferð er í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum? hverjir sjá um að skipu - leggja þessa meðferð? hver er þátttaka aðstandenda og sjálf - boðaliða í að aðstoða íbúa við að auka virkni sína? hver er þátttaka aðstandenda og sjálfboðaliða í að veita viðbótarmeð - ferð? hversu stórt hlutfall íbúa má ætla að geti nýtt sér slíka meðferð? Er þörf á að fá frekari aðstoð eða upplýsingar til að bæta þessa þjónustu á íslenskum hjúkrunarheimilum? Aðferð Rannsóknarsnið og úrtak könnunin var megindleg og lýsandi og náði til allra hjúkr - unar heimila á Íslandi sem eru 59 talsins. Ákveðið var að senda framkvæmdastjórum hjúkrunar spurningalistana sem fulltrú - um heimilanna vegna auðvelds aðgengis að þeim og þar sem talið var að þeir vegna stöðu sinnar hefðu þessar upplýs ingar ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.