Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 50
Bólga verður í húðinni vegna alls þessa. Til viðbótar versnar ástandið vegna núnings af þvotti, fötum, líni eða bleyjum (Beele o.fl., 2018). Með auknum raka eykst svo núningurinn svo ferlið verður að vítahring (Beeckman o.fl., 2011; holroyd, 2015). Þvag- og hægðaleki er undirrót vandans, bæði orsök og áhættuþáttur, en aðrir þættir auka einnig hættuna á húðbruna. hreyfiskerðing er stór áhættuþáttur sem veldur því að sjúk- lingurinn getur ekki lengur annast eigið hreinlæti. Vitræn skerðing hefur áhrif á líkamlega hæfni, bindi og lokaðar umbúðir auka raka á svæðinu og svo má lengi telja (Wounds international, 2015). Greining greining er eingöngu klínísk með húðskoðun. Mikilvægt er að gleyma ekki að skoða húð í fellingum en þar er mest hætta á rakamyndun. húðmat þarf að fara fram reglulega yfir daginn hjá þeim sem eru í áhættuhópi og gæti verið gagnlegt að tengja þetta mat við neðanþvott og þrýstingssáramat (Voegeli, 2016). húðbreytingarnar sem verða í iaD líkjast öðrum hjúkrunar- vandamálum. Einkum hefur verið erfitt að greina á milli iaD og þrýstingssára þar sem auðveldlega má rugla saman iaD við fyrsta og annars stigs þrýstingssár. Í fyrsta stigs þrýstingssári er roði sem hverfur ekki. aðalummerki iaD er roðasvæði og geta bæði vandamálin verið á sama svæði eins og á rassi. ann- ars stigs þrýstingssár lýsir sér með fleiðri eða blöðrum. Þessi einkenni geta einnig verið hjá iaD. Það eykur enn fremur hættu á rangri greiningu að í sumum tilfellum getur verið um blandaða mynd að ræða þar sem bæði má sjá iaD og þrýst - ingssár á svipuðu eða sama svæði á einstaklingnum. Það sem helst aðgreinir þessi tvö vandamál er að roðinn hjá iaD er oft á mjög stóru svæði og óreglulegur en roðinn vegna þrýstings- sárs er oft vel afmarkaður og á minna svæði. Þrýstingssár eru yfir beinaberum stöðum, eins og á setbeinssvæði, en iaD hylur gjarnan allt rasssvæðið. iaD tekur til efstu húðlaga en þrýst - ings sár geta náð inn að beini (tafla 4) (Beeckman o.fl., 2011; Wounds international, 2015). Til þess að reyna að flokka og greina betur iaD frá öðrum vandamálum hefur verið útbúið ákveðið flokkunarkerfi sem heitir gLOBiaD. um er að ræða einfalt flokkunarkerfi þar sem iaD er annars vegar flokkað í heila húð eða rofna og hins vegar hvort sýking er til staðar eða ekki (SkinT, 2017). Meðferð aðalmeðferð við iaD er forvörn sem snýst um að halda húð - inni hreinni og þurri án húðþurrks (Beele o.fl., 2018). Skipta má forvörn í þrjú stig þar sem fyrsta stigið felst í góðum neðanþvotti, en fólk með þvag- eða hægðaleka þarf iðulega að nota rakadræg bindi eða bleyjur og því skiptir góður neðan - þvottur við hvern leka miklu máli (holroyd, 2015). Það þarf þó að gæta þess að sápa sé með réttu sýrustigi (ph 4–6) því sýrustig húðar hækkar gjarnan við notkun hreinsivara. Tíður neðanþvottur með vatni og sápu skaðar hornlag húðarinnar, fjarlægir nauðsynlega fitu, eykur þurrk og veldur núningi. forðast ber að nudda húðina og mikilvægt er að nota mjúka klúta þegar húðin er hreinsuð (Beele o.fl., 2018; Wounds in- ternational, 2015). neðanþvottur eykur líkur á þurri húð og því felst annað stig meðferðarinnar í rakameðferð. rakakrem græðir húðina, eflir raka í húð, minnkar vatnstap í gegnum húð og eflir fitulag húðar. húðvörn er svo þriðja stig meðferðar og eru til ýmis efni og krem sem hrinda frá raka, t.d. krem sem innihalda sink. Einnig eru til efni sem mynda filmu á húðinni, hvort sem það er í úðaformi eða borið á húðina með þar til gerðum pinnum. Við það myndast filma sem verndar húðina fyrir frekari rakaskemmdum (Tavares o.fl., 2017; Voegeli, 2016). fyrir utan beina meðferð á húð skiptir máli að sinna þrýst - ingssáravörnum því að aukinn raki og núningur eykur hætt- una á að sjúklingarnir fái þannig sár. Einnig þarf að viðhalda góðu næringarástandi með próteindrykkjum ef sjúklingurinn er lystarlítill og borðar lítið (Beele o.fl., 2018). hjá þeim sem eru komnir með miklar húðbreytingar getur þurft að grípa til inniliggjandi þvagleggja tímabundið svo húðin fái hvíld frá stöðugum raka (Payne, 2015). Einnig eru til hægðalosunar- kerfi (e. faecal management system) sem hægt er að nota ef hægðir eru þunnfljótandi og miklar. Þá er sett mjúk slanga upp í endaþarm til að taka við hægðum og útskilnaðurinn safnast fyrir í utanáliggjandi poka. Sjúklingur sem er kominn með vessandi sár getur þurft góðar rakadrægar svampumbúðir yfir berglind guðrún chu 50 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Þrýstingssár regluleg lögun sárasvæðis Yfir beinaberum stöðum geta verið djúp sár Sárabarmar eru vel afmarkaðir getur verið nekrósa roði sem hvítnar ekki við þrýsting Þrýstingur og tog orsök IAD Óregluleg lögun svæðis Eingöngu yfir kynfærasvæði, rassi, lærum og kvið grunn sár með óreglulegum sárabörmum aldrei nekrósa O bleikur litur og hvítur sem merkir soðna húð raki orsök glansandi húð vegna raka Það þarf þó að gæta þess að sápa sé með réttu sýrustigi (pH 4–6) því sýrustig húðar hækkar gjarnan við notkun hreinsivara.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.