Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 69
Innsending greina
handrit að fræðigreinum skulu send rafrænt á ritstjori@
hjukrun.is. Þegar grein er send inn skal fylgja bréf til ritstjórnar
og upplýsingar um höfund/a.
Fylgibréf til ritstjórnar
Í bréfi til ritstjórnar skal höfundur:
• gera grein fyrir ástæðum þess að greinin eigi erindi í
tímaritið.
• Tilgreina öll leyfi, númer þeirra, s.s. Persónuverndar,
Vísindasiðanefndar eða siðanefndar stofnunar eða
stofnana.
• Tilgreina leyfi viðkomandi framkvæmdastjóra lækn-
inga, yfirlækna eða annarra yfirmanna eftir því sem við
á.
• Tilgreina hver er aðalábyrgðarmaður handrits eða ber
ábyrgð á samskiptum við ritstjóra.
• Tillögur að þremur ritrýnum ásamt netföngum. Ef höf-
undar óska eftir að ákveðinn aðili ritrýni ekki handritið
þá skal það tekið fram í fylgibréfi.
Upplýsingar um höfunda, yfirlýsing um framlag
(eyðublað aðgengilegt á vefsíðu tímaritsins)
• fullt heiti, starfsheiti og vinnustaður, lærdómstitlar.
• framlag hvers og eins höfundar.
• Staðfesting á að grein hafi ekki birst annars staðar.
• Leyfi fyrir töflum eða myndum sem birst hafa annars
staðar, ef við á.
• afsölun á birtingarrétti á efni greinar til blaðsins.
• Yfirlýsing um hagsmunatengsl eða að þau séu engin.
Ferli ritrýningar
Þegar handrit berst ritstjóra fær tengiliður, það er aðalábyrgðar -
maður handrits, rafræna staðfestingu á móttöku þess. ritstjóri
gerir athugasemd við handrit ef leiðbeiningum hefur ekki
verið fylgt eða það er ekki í samræmi við reglur tímaritsins.
höfundar fá tækifæri til að senda inn endurbætt handrit sem
fellur að reglunum.
handrit, sem fellur að reglum um ritrýndar greinar, er sent
ritnefnd ritrýndra greina til ákvörðunar. Sé ritrýni ákveðin er
handritið ritrýnt af tveimur óháðum ritrýnum hið minnsta.
ritrýnar njóta nafnleyndar gagnvart höfundum og höfundar
gagnvart ritrýnum. að ritrýni lokinni tekur ritnefnd ritrýndra
greina ákvörðun um hvort handrit er tilbúið til birtingar,
verður sent aftur til höfunda til lagfæringar eða því hafnað,
byggt á áliti ritrýna. Þegar höfundar fá tækifæri til að lagfæra
handrit og senda það inn aftur tekur ritnefnd ritrýndra greina
afstöðu til þess hvort handritið fer aftur til ritrýna eða fer til
birtingar eftir lagfæringarnar. höfundar geta fengið annað
tækifæri til lagfæringa eftir ritrýni og ákvörðun um birtingu
er þá tekin byggð á áliti ritrýna eftir lagfæringar.
Þegar ákvörðun um birtingu hefur verið tekin er handrit
sent í prófarkalestur og í framhaldi til höfunda til leiðréttingar.
höfundar fá handrit í próförk til lokayfirlestrar fyrir prentun.
Leitast er við að ferli ritrýningar handrits frá móttöku og til
birtingar sé unnið af fagmennsku og sé skýrt, markvisst og
vandað. Búast má við að ferlið taki að meðaltali sex til níu
mánuði.
uppfært í október 2019.
leiðbeiningar til höfunda ritrýndra fræðigreina
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 69
Upplýsingar um höfunda ritrýndrar fræðigreinar í Tímariti hjúkrunarfræðinga
(Sýnishorn, eyðublaðið er á vef tímaritsins)
fyllist út af aðalábyrgðarmanni handrits
Titill handrits:
nafn fyrsta höfundar:
aðalábyrgðarmaður handrits:
Sími: netfang:
heimilisfang:
Menntun:
Starfstitill:
Stofnun:
Lykilorð, 3–5 talsins/keywords (MeSh, medical subject headings, http://www.nlm.nih.gov/mesh/)